Það er þó engu að síður svolítið annars eðlis. Þeir eru ekki með demo af leiknum. Þeir eru einfaldlega orðnir svo örvæntingarfullir að þeir gefa allan leikinn yfir netið. Það er einmitt eina sjáanlega leiðin til að spila MMORPG - að hafa allan leikinn. Að gera þetta er auðvitað lokaúrræði, því þá taparðu strax tekjum af sölu leiksins í verslunum. Í tilfelli EVE, held ég að það sé nokkuð sem ekki geti komið til greina að einu sinni nefna að svo stöddu :) Kveðja, Vargu