Já, þetta alhæfingarfyllerí sem ákveðinn hópur notenda hérna á rómantíkur,- og kynlífsáhugamálunum virðist vera á er orðið vægast sagt leiðigjarnt. Það er auðvitað ýmiss eðlis, en mér hefur þó helst sýnst það vera þess eðlis að einhverjar stúlkur séu að setja útá karlmenn í heild sinni vegna sinnar eigin slæmu reynslu.