Það eru nú ekki góð vísindi, þykir mér, að gera sjálfvirkt ráð fyrir að óþroskaðra og óreyndara fólkið hljóti að hafa rétt fyrir sér. Auðvitað er þetta tvennt ekki 100% sami hluturinn, en foreldrarnir hugsa þetta í víðara samhengi og skilja að þetta tvennt er sitt hvor endinn á sömu spýtunni. Án þess að meina það illa (við erum jú öll unglingar einhverntímann) þá er nú heldur ekki beint hægt að treysta á óhlutdrægni unglinga þegar kemur að persónum eða málefnum þeirra sjálfra.