Ég er venjulega með einhvern ~260 laga metal playlista í gangi sama hvað ég er að gera. Helstu hljómsveitir á honum væru Nightwish, Sonata Arctica, Moonspell, Kamelot, After Forever, Lordi og Epica. Svo slatti af lögum með öðrum sveitum með. Næstu daga verður samt Kamelot líklegast allsráðandi þar sem ég keypti mér fjóra diska með þeim í gær og þarf að komast í gegnum að hlusta á þá alla almennilega :)