Humm, kannast við einhver af þessum (nefndi raunar Gamma Ray sem annað af þeim böndum sem ég myndi vilja sjá). Children of Bodom.. Allt í lagi inn á milli en ekkert sem ég myndi borga mikið fyrir að sjá live. Finntroll eru fínir, sá þá samt í fyrra (samt svona varla, það var svo mikill troðningur við Party-sviðið þar sem þeir voru og það aðallega tveggjametraháarleðurklæddarmetalgórillur, svo maður var eiginlega bara aftast og sá lítið). Nevermore.. það sem ég hef heyrt með þeim heillar mig...