Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Shimotsuki
Shimotsuki Notandi frá fornöld 300 stig
=)

Re: Rosaleg pressa!!!!!!!!

í Skóli fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ætli fólkið hafi ekki bara fengið nóg af punktunum og strikunum á hvítum bakgrunni? ;-) Teikning og málun er ekki allt btw… það er ýmislegt verklegt og á þrem árum efast ég um að allir stílar málunnar og teiknunar hafi verið kenndir. Sé ekkert að því að fólk leiti sér frekari menntunar. Fólk í öðrum stéttum gerir þetta líka. Sé samt ekki að listnám sé mjög praktískt með framtíðina í huga. ;-)

Re: Ég á við vandamál að stríða HJÁLP!

í Hestar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Já.. Aðalvandinn hjá þér virðist vera sá að hesturinn er æðri þér í goggunarröðinni. Hann kemst upp með hluti og nýtir sér það. Mestu skiptir að þú kynnist hestinum betur og “lærir á hann”. Farðu vel yfir tölt skipanirnar hjá þér og reyndu að finna út hvort það sé eitthvað sem vantar eða hvort þú truflir hestinn með óviðkomandi ábendingum. Vertu gagnrýnin(n) á þig! Ásetan skiptir máli og ef einhver getur farið yfir hana með þér skaltu fá þann til þess að segja þér frá. Vertu ákveðin(n) en...

Re: Byrjun vetrar!

í Hestar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
best er að byrja rólega. Fara stutt í einu og svoleiðis. Ríða heldur lítið af tölti ef hrossin eru feit því þau eru mun stirðari og töltið verður mjög fljótt að skeiðblandast. Liðka þau til meðan þau eru að ná upp þolinu. Vegna þess að hver hestur er mismunandi þá skaltu líka passa þig á að krefja hann ekki um of. Betra að taka eitt gott skref heldur en tvö slæm. :-)

Re: Hugmynd!

í Hestar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Auðvitað er þetta ekkert tekið “beint úr huga hestsins”. Meira svona siðadæmi fyrir fólk til að minna á þarfir hestanna. Það eru því miður mjög margir sem hugsa nefnilega ekkert of vel um sín hross eins og þú eflaust veist. Og með svona í kringum sig hugsar fólk kannski meira um þetta og hugsar þá væntanlega betur um sín hross. Ofbeldi og kúgun á dýrum er eithvað það versta sem maður getur hugsað sér. Allt sem gert er gegn því er af hinu góða. :-)

Re: ÍSÍ og fleira

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Og það sem ég átti við var það að við erum ennþá smáþjóð og ku ég vera nokkuð viss um að þannig þjóðir komist oft inná ÓL vegna smæðar í gegnum “undartekningarbálk” einhverra laga. Oft er þar fólk sem á ekkert erindi á ÓL sem er sent þar en er enga að síður fulltrúar sinnar þjóða. ÓL er nefnilega ekki eins í eðli sínu og Heimsmeistaramót. Þar gildir meira “allir að leika saman” heldur en “allir þeir bestu fá bara að vera með”. :-)

Re: Eldri kona dettur - ENGINN hjálpar henni !! (??)

í Deiglan fyrir 23 árum
Hneykslanlegt, já. Var ekki konu nauðgað í vegkanti þar sem tugir bíla keyrðu framhjá án þess að stansa? Þetta er skammarlegt, en nútíminn virðist ala þetta með sér. Þú mátt ekki stara/horfa á fatlaða, fólk með annan litarhátt eða bara fólk sem er “öðruvísi” án þess að vera með argasta dónaskap gagnvart því. Maður er alinn upp við þá hugsun að ef þú þekkir ekki viðkomandi sé þetta ekki þitt vandamál. Auðvitað bregst maður við með því að loka augunum gagnvart öllu í kringum sig, jafnvel gegn...

Re: Sjónvarpsdagatölin

í Hátíðir fyrir 23 árum
Hef ekki séð núverandi dagatalið og get því ekki dæmt um innihaldið, en það er satt, það er svona hálf lélegt að það sé innflutt. En ætli það falli ekki inn í fjárkröggur RÚV. Veit samt ekki með endursýningarnar. Það er nú þegar búið að endursýna margt. 10 ár væri nær lagi því að mér fannst hundleiðinlegt að horfa á sömu dagatölin og mundi alveg eftir þeim. ;-) Pú og Pa voru eina undantekningin. Þegar þeir voru endursýndir var ég reyndar hætt að horfa þannig séð á dagatölin, en ég var búin...

ÍSÍ og fleira

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Hvað áttu við meða að þeir geti ekki tekið þátt í keppnum? Veit ekki nema hinir ýmsu séu að fara út á hin og þessi mót og standa sig bara vel. Reyndar dýrt ef ganga ætti alla leiðina þótt að við kæmumst örugglega inn á smáþjóðaundantekningunum sem ég held ég hafi heyrt um einhversstaðar. ;-) Lítil reisn yfir því. Hef samt fulla trú á að okkar fólk komist áfram án undantekninga. :-) Hef heyrt svipaðar hugmyndir um að stofna gervifélag. Hafa einhvert einsmanns lið einhversstaðar til að geta...

Re: Reiðnámskeið

í Hestar fyrir 23 árum
Já, það er oftar en ekki að maður er að berjast við að ná brokki útúr klárunum.. ríður einhvað af þessum show-biz fólki framhjá og maður vill vera rosa kurteis of býður góðann daginn. Það tegyri álkuna uppí loft of lítur ekki við manni! Snobb! ;) Mig langar ekki svo mikið til að keppa í gangi, en held að það gæti verið gaman að keppa í kappreiðum eða einhverju öðru. Hef einnig mikinn hug á að læra “Dressage”. Munurinn á erlendu hestamennskunni og hinni íslensku virðist rosalega mikill. Bæði...

Re: Björn Þorleifsson fékk brons

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Wow… fór á ÍSÍ síðuna rétt áðan og sá eina grein kallaða “Kvondó”. Ekki á að kalla Tae Kwon Do það?? Það væri til skammar. Og nafnið algjör steypa..

Pú og Pa

í Hátíðir fyrir 23 árum
Hey! Ekki dissa Pú og Pa! Það var LANG besta dagatalið (imo). Að þeim gat ég hlegið og skemmt mér, og hlakkaði alltaf til næsta dags. Entist ekki einusinni í 30 sek fyrir framan þetta baðkar og bláma dót.. Pú og Pa mun ég alltaf muna eftir. ;)

Re: Reiðnámskeið

í Hestar fyrir 23 árum
Mitt fyrsta reiðnámskeið var á hrauni. Lagði grunninn að því sem ég veit núna. Var farið vel yfir flestallt, en vá, það var SVO leiðinlegt að skrifa allt þetta! ;) Þurftum að reka hestana af túni, leggja á og allt það. Vorum svo inní gerði og fórum í reiðtúra. Það var æðislegt :-) Næsta námskeið var fyrsta árið hjá Þyrli. Svindlaði mér á Framhald II þegar ég var skráð á Framhald I. Þar lærði ég að tölta. Lærði ekki mikið annað, en það var æðislegt námskeið. Vorum í reiðtúrum allan daginn,...

Re: Smá þjóðlegur

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
LOL. Já, mjög svo gay og _afar_ óaðlaðandi. Leppin deildin er þetta árlega (?) mót útaf þessu svaðalega Grettisbelti. ;-) Fengu sér eitt eða tvö stykki sponsor. Ennþá afburða fáir keppendur. Man að skólaleikfimin kom alltaf með einhvern glímugaur árlega og leifði okkur að fá útrás fyrir samkynhneygðinni. ;-) Alltaf viku eða tveim fyrir eitthvað mót hjá Fjölni. Allir sem tóku þátt unnu.. vegna slæmrar þáttöku ;-) Woohoo! Lifið heil ;-)

Re: Björn Þorleifsson fékk brons

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Það þarf víst að vera félag í hverjum landsfjórðungi eða eitthvað álíka til a' geta gengið í Íslenska Ólympíusambandið (rétt nafn?). Og Tae Kwon Do var síðast þegar ég vissi ekki í Íslensku Ólympíusamtökunum, en þeir einir hafa rétt til að senda keppendur á ÓL. >=) Er vonandi ekki að fara með neinar fleipur :-P

Re: Olísmótið Fjölnis (Fullorðins), úrslit

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Satt er það, einhver misskilningur og örlítið vesen. En mótið gekk samt ágætlega fyrir sig þrátt fyrir það. :) Er úttekt á árangri Ármanns frá US Cup einhversstaðar þar sem áhugasamir geta á hana litið? Lifið heil -Shimo

Re: Aðeins íslensk nöfn samþykkt

í Hestar fyrir 23 árum
Málverndarlega séð þá má kannski réttlæta þetta, en af hverju má ég ekki ráða hvað mér finnst hæfa hesti mínum? Samt sem áður er ég mjög fegin að við höfum ekki mörg mílu löng nöfn eins og maður sér svo oft úti í heimi. Þá er maður auðvitað að ignora þetta "frá [staður]".. Kemur eins út ;) Veit ekki hvort ég sé með eða á móti, með- og mótrök vega jafnt í huga mínum :P Myndi alls ekki vilja sjá annan hvorn hest heita erlendu nafni sem meikar ekki einu sinni sens (sbr: Tvirvla e'a Tjalga svo...

Re: Aðeins fyrir konur!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Væri án efa gaman að kíkja þar sem innsýn í aðrar bardagalistir er alltaf af hinu góða.. Verst að prófin byrja þann þriðja og maður hefur ekki verið alveg nógu duglegur með heimavinnuna það sem af er vetrar. ;) Gott framtak samt sem áður.

Re: rasismi á íslandi

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Auðvitað eru hvítir einnig beittir harðræði. Hvert sem þú ferð, þá virðist enginn þjóðflokkur vera án einstaklinga sem koma neikvæðu orðspori á meðbræður sína. Afghanistan og öfgahópur Osama svo tekið sé dæmi. Að taka fréttir sem dæmi um það hvort “hvítir” eða “allir hinir” séu árásargjarnari er mjög hæpið. Tölur eru einnig of hráar þar sem þær segja ekkert til um hvers vegna fólkið gerði hitt og þetta og hvað það gekk í gegnum í æsku. Ég vil frekar sjá ‘útlendinga’ vinna einhvers staðar en...

Re: Álit manna á íslensku glímunni

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sammála gorkamorka í sambandi við búningana. ;-) Svo finnst mér þetta hreinlega vera bara gay íþrótt (no offence to gays in general.. Hef ekkert á móti ykkur) :-P Þetta hefur án efa verið svaðalegt karlmennskusport fyrr á öldum. Finnst Asísku íþróttirnar flestar (en þó ekki allar) virka mun betur á mig. Svona eins og ég gæti sagt með stolti að ég sé að æfa einhverja þeirra. Það sama get ég ekki sagt um glímu. Svona rétt líka að nefna þetta Grettisbelti.. lol!

Re: Why cares

í Húmor fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mig grunar nú að psycho sé nokk sama um hvort að brandararnir séu fyndir eða rétt stafsettir. Því þessi er bæði illa stafsettur (eins og þú bentir á) né fyndinn. Eins og svo margir aðrir sendir inn frá honum/henni/því. Lifið heil -Shimo

Re: Skerðing frelsis okkar til djamms!!

í Djammið fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Sykur og koktelsósur eru ekki bannaðar vegna þess að þær skaða ekki náungann. Ég líð engann skaða þótt að pabbi myndi vera spikfeitur og gæti ekki hreyft sig (kannski pínu minnimáttarkennd ;-)). En ef hann hefði reykt ofan í mig í gegnum alla mína barnæsku væru mun meiri líkur á krabbameini og öðrum veikindum sem ég hef ekki nokkurn áhuga á. Ég þarf ekki að þiggja mat, en ég get EKKI afþakkað reykinn í kringum reykingarfólk. I'm wit da smoke ban :D Lifið heil -Shimo

Re: Pony/Hestar = mörkin dregin

í Hestar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hér er smá bútur úr grein sem ég fann á netinu. Fyrri póstur minn varð mjög svo styttri en ég hafði skrifað. Hvað olli þessu brottfalli veit ég ekki. But here goes: “Proving the old adage that good things come in small packages, the Icelandic Horse averages a whopping _13.2 hands tall_ – on the outside. For some reason, Americans can't resist the urge to ”correct“ the term Icelandic Horse and refer to them as ponies. There is a perfectly logical explanation for this, which doesn't make it...

Pony/Hestar = mörkin dregin

í Hestar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Línan milli pony og hests er um 14.2 H (

Re: Ofspilun!

í Rokk fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þeir sem hafa hlustað á Muzik geta líka heyrt nauðganir, VALDAR af fólkinu, okkur, almúganum. Fyrir nokkru voru ÞRJÚ af ÞREMUR Rottweilerlögum í databeisnum á topp5 hjá Muzik. Það lá við að maður heyrði þau öll þrjú hvern einn og einasta klukkutima. Það einfaldlega fær mann til að hugsa… Þótt að topplista nauðganir á lögum fari margfalt meira í taugarnar á mér á topplista útvarpsstöðunum, yfirleitt skiptast lögin á milli vikna hjá Muzik en endast í mánuði hjá t.d. FM og radio-x. Bara að vera...

Re: Nokkrir punktar um Íslenska hestinn og peptalk

í Hestar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Held að þeir séu svona rétt yfir meðallagi af pony að vera. Það eru til ýmsir stærri og ýmsir minni. Það er auðvelt að bera saman hross með knapa á bakinu. Hef séð pony með “average”manneskjur og þær náð oft bara rétt niður fyrir kviðinn á dýrunum =) Hugsaðu um hvar þínir fætur eru næst þegar þú ferð á bak %D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok