ég hef nú ekki gerst svo frægur að spila í gegnum Randall magnara þannig að ég get ekki sagt til um það, en ég hef heyrt misjafna hluti, bæði mjög góða og slæma. Varðandi þessa Fender hugmynd þá var það nú bara til að nefna einhvern magnara með mikið clean headroom, mundu samt að fender hafa ekki verið neitt sérstaklega frægir fyrir transistormagnara sína, en lampamagnararnir þeirra eru geðveikir, allt annað dæmi þar í gangi. Það sem heillar mig við Fender lampamagnarana er í raun það sama...