Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Re: Könnunin "Er glasið hálf tómt eða hálf fullt..?"

í Heimspeki fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það getur kannski hjálpað að líta á þetta sem smá æfingu í rökhugsun. Eða tækifæri til að segja lélega brandara. Alla vega engin ástæða til að láta það fara í taugarnar á sér. Svona “útúrsnúningar” koma mikið við sögu í stærðfræði, þar sem þetta eru alls engir útúr- snúningar heldur furðulegar staðreyndir. Þá getur hafa verið ágætt að hafa velt sér upp úr hálffulla glasinu á /heimspeki til að átta sig, til dæmis, hvaða útúrsnúningar eru mögulegir og hvað þeir leiða af sér. Rétt eins og...

Re: Könnunin "Er glasið hálf tómt eða hálf fullt..?"

í Heimspeki fyrir 17 árum, 3 mánuðum
En það er ekki augljóst fyrirfram að kvölstjarnan og morgunstjarnan séu sama stjarnan? Það er hins vegar augljóst með glösin. Þar er þetta bara spurning um skilgreiningu. Við kannski látum ekki hugtökin þýða það sama upphaflega, en komumst síðan að því að þau gera það. Rétt eins og 4 * 7 = 28. “4 * 7” var ekki skilgreint TIL að vera 28, en skilgreiningin á “4”, “7” og “*” leiðir það af sér. Ein og hálftómt glas (“glas tæmt til hálfs”) er það sama og hálffullt glas (“glas fyllt til hálfs”)....

Re: Könnunin "Er glasið hálf tómt eða hálf fullt..?"

í Heimspeki fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Átti þetta svar ekki að fara fyrir ofan? Það var alla vega aðeins of metnaðarfullt fyrir þennan lélega brandara hjá mér… ;) En annars er spurningin um hálffullt eða hálftómt glas jafnvel einfaldari en stefna brekku þar sem hálffullt ÞÝÐIR í rauninni það sama og hálftómt. Það skiptir engu hvert orðið er notað. Það er kannski einmitt þess vegna áhugavert að athuga hvort orðið fólk velur. Hálftómt einfaldlega HLJÓMAR verr en hálftómt.

Re: Könnunin "Er glasið hálf tómt eða hálf fullt..?"

í Heimspeki fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hálfhálftómt. En það er reyndar það sama og hálfhálffullt.

Re: lag sem er frekar gamalt og er leita hvað það hetir :p

í Raftónlist fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ekki er þetta þarna juinor senior lagið? http://www.youtube.com/watch?v=BmMln54lt9A

Re: Til tilbreytingar, áhugaverðar spurningar

í Heimspeki fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Áhugaverð pæling sem ég heyrði um daginn um lögleiðingu eiturlyfja. Kannski ekki eins siðferðisleg og menn gætu hugsað sér en… Pælingin er sú að við ættum að lögleiða öll eiturlyf vegna þess að lögbann stöðvar hvort sem er ekki þá einstaklinga sem nota þau. Ríkið myndi þá sjá um og stjórna sölunni og skipulögð glæpastarfsemi hverfa. Þar að auki yrðu eiturlyf skattlögð. Þetta myndi skila fáránlegum gróða fyrir ríkið - í algjörri andstæðu við það sem það eyðir í að uppræta eiturlyfjastarfsemi...

Re: Að grafa hálfa holu

í Heimspeki fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Af því hann skrifaði bara hálfan texta.

Re: Gefum til baka í strætó

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Vandamálið er því fullkomlega óháð í hvaða landi þú ert. Hin íslenska þjóðarsál, sumarið eða veðrið hafa engin áhrif á það hvort strætóar geta gefið til baka. Ég meina… kommon!

Re: Gefum til baka í strætó

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Já, það er eiginlega dularfullt að þeim skyldi ekki hafa dottið þetta í hug fyrr. Ég kom heim frá Dan- mörku í síðustu viku og sá að það voru komin ný strætókort alls staðar. Fyrst þeir punguðu út fyrir nýjum strætókortum ættu þeir alveg eins að geta splæst í svona skiptigræjur. Og ég hef séð þetta oft og mörgum sinnum í Danmörku. Ekkert mál að nota þetta. Stórsniðug græja.

Re: Sellout

í Rokk fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég er alveg fullkomlega sammála þér þar. Það hefur hins vegar ekkert með pönk að gera. Hmm, síðasta svar var kannski smá “out-of-place”. Mig langaði bara að koma því að að mér finnst pönkarar almennt vera vitleysingar.

Re: Sellout

í Rokk fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Nei mozart var ekki pönkari. Hann var kannski óreglusamur og ekkert að passa inn í eitthvað “þlóðfélagsnorm” eins og þau sem að pönkarar gefa sig út fyrir að vera á móti. En hann var ekki labbandi um með einhverjar kjánalegar hugsjónir til að troða upp á fólk og hann var heldur ekki að gata á sér andlitið í einhverju mótmælaskyni. Hann samdi tónlist og tónlistin skipti hann mestu. Það var það eina. Pönkarar eru venjulega ekkert mjög góðir tónlistarmenn einmitt út af þessu atriði. Tónlistin...

Re: Tónlistinn Ykkar

í Músík almennt fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hmm, ég var að búast við að sjá Mary Poppins þarna innan um, en jæja…

Re: Trommusett til sölu

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hehe, já ég veit. Þetta lítur fáránlega út. Þó að þú mættir alveg við því að kíkja á leiðréttingarpóstinn þinn hér fyrir neðann. Bætt við 6. júlí 2007 - 01:15 Hann er reyndar fyrir ofan þennan póst, en hei!

Re: Trommusett til sölu

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hversu mikið bara frir sneriltrommu?

Re: Sellout

í Rokk fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Af hverju geta þeir ekki verið sell-out ef þeir gera góða tónlist? Hvaða hroðalega athöfn hafa þeir þurft að framkvæma til að “qualifya” sem sell-out. Ég ætla ekki að kalla þá sell-out af þeir hættu að þú svarir ekki, enda veit ég ekkert um það. Og ég er farinn á wikipedia á meðan þú svarar þessum pósti.

Re: Sellout

í Rokk fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það er vel vitað að margar af þessum tónlistarstefnum byggja á engu öðru. Punk til dæmis. Það var ekkert tónlistarlega nýtt við pönk, enginn raunverulega nýr boðskapur, bara nýtt útlit og ný föt. Og nóg af fólki sem raunverulega hélt að það væri eitthvað nýtt í gangi. Þetta er eins fóní og það verður. Það getur enginn keppt við stóru plötufyrirtækin. Besta mótdæmið er Frank Zappa. En hugsið um það: Maðurinn á einn eða tvo hittara, sem hvorugir urðu eitthvað sérlega frægir. Hann gaf út SEXTÍU...

Re: Smásaga - 6 mánuðir eftir

í Smásögur fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Tja, við erum öll að deyja. Það er enginn beinn eðlismunur á sex mánuðum, eða 40-60 árum. Mig grunar raunar meira að segja að maður lifi lengur ef maður hefur eitthvað að gera og finnist lífið raunverulega áhugavert. Ágætis lesning. Ég fílaði útúrdúra eins og lækninn sem vildi alltaf “biðjast fyrir”. Og líka að sagan sé um eitthvað geðveikt dramatískt, en SÉ ekki dramatísk. Það var æðruleysistónninn sem mér fannst gera þessa sögu áhugaverða. En (í mótvægi við Eragon hér fyrir ofan) hvað veit...

Re: Fyrripartur nr. 7 - Brjálæði

í Ljóð fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Heh! Þetta er fínt!

Re: Hversu hár er Eiffelturninn?

í Smásögur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hehe. Taktu eftir að þetta voru óvenjulega hress kaffihlé. Venjulega var hann miklu súrari en þetta.

Re: Hversu hár er Eiffelturninn?

í Smásögur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég vildi svo sem líka hafa séð hann í meiri mannlegum samskiptum en vesalings maðurinn hafði ekkert sérlega marga til að tala við.

Re: hljómsveitarlogo

í Myndlist fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Enginn ykkar góður að teikna… er einhver ykkar góður að spila?

Re: Hljómsveitar nöfn.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Yron mayden?

Re: Líf-ið

í Smásögur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hehe, ég veit. Þetta vakti bara upp nokkrar gamlar pælingar varðandi moggann…

Re: Í mínum huga er orðið "ást" í dag misnotað.. eða hvað?

í Heimspeki fyrir 17 árum, 5 mánuðum
“Ungt fólk í dag”… kommon, þetta hefur alltaf verið svona. Það er til nóg af korní ástarljóðum eftir íslensk ljóskald um “fögru mærirnar í sveitinni”. Það var ekkert endilega ást frekar en það er í dag. Fólk var líka ungt og vitlaust í gamla daga Það er eiginlega meira áhuggjyefni að tvítugur maður sé að skrifa svona “æskan nú til dags” pælingu. Fólk geymir það yfirleitt til a.m.k. fertugs.

Re: Líf-ið

í Smásögur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Skeindirðu þér MEÐ europris bæklingnum? Hljómar smá þannig. Annars hugsa ég nú að besti pappírinn sé í mogganun. Fyrir utan það hvað blekið nuddast af. Maður gæti fengið prentsvertu á rassgatið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok