Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Re: Tímaferðalag..

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Jæja, ég er reyndar að bögglast í gegnum afstæðiskenninguna núna. Ætli ég láti þetta ekki liggja milli hluta þangað til. Tvinntölur koma í tveimur pörtum. Ætli það hafi eitthvað að segja um hvers vegna þær virka til að lýsa ferli öreinda?<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Næturverðirnir

í Bækur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Jújú, hún var svo sem ágæt. Ef þú ert fyrir Alistair bendi ég tvímælaust á “Ódysseifur” og “Byssurnar frá Navarone”. Bækurnar eftir hann er þó mög misjafnar.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Tilgangur lífsins?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Tilgangur? Hvað í fjandanum meinarðu? Hvað í ósköpunum er það eiginlega?

Re: Tímaferðalag..

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Tvinntala, er það ekki complex tala? Ekki samt það aö ég hafi hugmynd um hvernig er hægt að ferðast á hraða sem er tvinntölugildi, nema hann sé einmitt að segja að það sé ómögulegt. :) Það er reyndar ekkert sem segir að ekki sé hægt að ferðast ljóshraða, það er bara ekki hægt að koma hlut UPP á ljóshraða. Það sem ég var hins vegar að spá í er að ef tíminn er vídd er hann væntanlega ekkert “örðuvísi” en lengd breidd eða hæð. Í þessum víddum er hins vegar hægt að ferðast fram og til baka að...

Re: Hinn huglægi heimur.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þú segir nokkuð! ég er samt ósammála þér á einum stað: “popcorn hvetur til þess að halda huglæga heiminu aðgreindum frá raunheiminum að sinni, því það er hagkvæmt. Hann hefur sjálfsagt rétt fyrir sér í því.” Ég held nefnilega að ég hafi ekki rétt fyrir mér! Það er svona skipting sem oft kemur okkur í vandræði. En eiginlega var það það sem þú varst að segja hvort sem er. Og merkjaheimurinn held ég að gangi aðeins upp ef huglægt og hlutbundið er skoðað í sama ljósi. Það kæmi reyndar dálítið...

Re: Tímaferðalag..

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Skv Douglas Adams geturðu ekki breytt neinu, því ef þú ferð aftur í tímann er það eitthvað sem GERÐIST og því ekki hægt að breyta því. Allt passar saman eins og pússluspil. Svo er það blessuð óreiðan, ef þú gætir farið aftur í tímann og breytt einhverju, yrði útkoman í dag svo skelfilega ólík, (samt einkennilega lík að öllu öðru leyti) að vel gæti verið að þú værir ekki lengur til. En raunveruleg tímaferðalög þurfa ekki endilega að vera ómöguleg, málið er bara það að það er enginn algildur...

Re: Hvað er tíminn gamall?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
*sigh* Gerðu mér þann greiða að amk rétt líta á afstæðiskenninguna. Málið með klukkurnar var það að þó þær væru alveg samstilltar sýndu þær ekki sama tíma, eftir að önnur þeirra hafði ferðast dágóða stund á miklum hraða, hin ekki.<br><br>An infinite number of monkeys typing on an infinite number of typewriters are able to, and will most probably, produce an infinite amount of gibberish. –quote me!

Re: Hvað er tíminn gamall?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Útskýrðu þá sem snöggvast fyrir mér: Ef maður ferðaðist á næstum ljóshraða í 40 ár yrði hann aðeins fáeinum dögum eldri en þegar hann lagði af stað. Hvers vegna? Þú getur því miður ekki neitað algjörlega að trúa þessu því tilraunir á klukkum hafa sýnt að þetta stenst. Þetta bull er að finna í afstæðiskenningunni sem segir einnig að tíminn sé fjórða víddin. Svo máttu heldur ekki vanmeta huglæga tímann, þeas hæfileika þinn til að sjá orsakir og afleiðingar og þannig “skynja” tímann. Við þurfum...

Re: Pirringur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Pirringur, áætla ég, að sé viðbragð við áreiti. Pirringurinn segir þér að þú eigir að gera eitthvað í málinu, til þess eins að losna við pirringinn. Jú, ætli það sé ekki rétt að álykta að pirringur sé vægt tilfelli af reiði, þar eð hann getur auðveldlega leitt til hennar, sé ekkert gert í málinu. Pirringur er hluti af hinu andlega viðvörunarkerfi sem lætur þig vita að eitthvað sé að fara í taugarnar á þér. Þetta ætti ekki að vera ósvipað þeirri reiði sem þú finnur fyrir þegar einhver...

Re: Hvað er tíminn gamall?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Reyndar er hann líka fjórða víddinn í samfellu tíma og rúms, sem mun vera jafngömul miklahvelli.<br><br>An infinite number of monkeys typing on an infinite number of typewriters are able to, and will most probably, produce an infinite amount of gibberish. –quote me!

Re: Brottnum

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hér er numið um numið frá numinu til numsins neee…. ég nem námið að nema námið hann nemur námið ég hef numið námið “brottnám felst í því að vera brottnuminn”

Re: Hvað er tíminn gamall?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hann er jafngamall og þú!<br><br>An infinite number of monkeys typing on an infinite number of typewriters are able to, and will most probably, produce an infinite amount of gibberish. –quote me!

Re: trúiði á geimverur?

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nei, ég trúi ekki á líf í geimnum. Það er vegna þess að ég er ekki viss, samkvæmt okkar vitneskju eru nákvæmlega jafn miklar líkur á að til séu geimverur og að þær séu ekki til. Það er því út í bláinn að halda örðu hvoru fram, þar sem við höfum of litlar sannanir til að halda NEINU fram.<br><br>An infinite number of monkeys typing on an infinite number of typewriters are able to, and will most probably, produce an infinite amount of gibberish. –quote me!

Re: Hinn huglægi heimur.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Miðgarður: Þú ert kominn dálítið út í raunvísindin, frekar en frumspekina, sem er alls ekki slæmt. :) En sem komið er hefur ekki tekist að útskýra sjálfsmeðvitundina, sem er grundvallaratriði huglæga heimsins. Þannig að frumspekin gæti þurft að njóta sín örlítið lengur. Ég held að núna sé aðeins verið að reyna að útskýra þetta merkjakerfi með margbreytikenningunni (complexity theory). Mannlegur skilningur er þó vísindum enn hulinn að flestu leyti.

Re: Hinn huglægi heimur.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Ætli það sé ekki einfaldast að kalla þetta bara hugmynd um hlut? Ég nefndi frummyndirnar einmitt vegna þess að þær líkjast hugmyndum að hlutum. Ég sæki þó útskýringuna á því hvaðan þessar hugmyndir eru komnar frá Kant. Á meðan Platón heldur því fram að frummyndin hestur sé komin frá öðrum “fullkomnari” heimi, kemur Kant með þá útskýringu að þetta sé samansafn af upplýsingum um hest, komnar frá skynjuninni. Þetta með kennarann og nemandann: Kennarinn býr til sína hugmynd að fullkomnun,...

Re: Hinn huglægi heimur.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Miðgarður. Ég vil nú helst ekki fella þessa heima saman strax, þar sem skiptingin er hentug til að skilja. Þú mættir þó útskýra þetta með boðheiminn betur fyrir mér, sérstaklega ef hann breytir einhverjum hugmyndum um “huglægan heim”. Til allra: Mig vantar eiginlega betra orð til að fyrir “frummyndirnar”. Væri hægt að kalla þetta “hlutlægar hugmyndir”? Hvað síðan með fullkomnum, eru allir hreinlega sáttir við að ég hafi vístvitandi reynt að “drepa” þetta hugtak? Að það sé merkingarlaust?

Re: Hnattvæðing&Lýðræði.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Úff, ímyndaðu þér bara fiðrildaáhrifin í svona samfélagi! Einhvern veginn finnst mér ólíklegt að lýðræði gengi upp í svona stóru samfélagi. Kannski skv kenningunni, en örugglega EKKI í raunveruleikanum. Alþjóðavæðingin veldur því væntanlega að heimurinn verður að ríki. Risastóru ríki. Í öllum formum lýðræðisríkjum hefur verið ein stjórn. Ef svo ætti að vera áfram… hvernig ætti ein stjórn að hafa hemil á svona risaveldi? Ég held meira að segja að þetta sé vandamál eimitt núna, því stjórnvöld...

Re: Ekki er hægt að sanna neitt...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það þarf auðvitað að byrja á að skilgreina. Sem sagt: 1+1=2 1 er skilgreindur, plús er skilgreindur og líka 2. SÍÐAN er hægt að sanna 1+1=2, segjum bara að þú hafir eitt epli, og annað epli, skv skilgreiningunni eru þetta tvö epli. QED Svo með því að ganga út frá skilgreiningunni er hægt að sanna ýmislegt. Svo er bara spurning hvort skilgreiningin samræmist reunveruleikanum, sem ég tel td að 1, + og 2 geri.<br><br>An infinite number of monkeys typing on an infinite number of typewriters are...

Re: Mandelbrot-settið (sjá mynd)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þetta með jöfnuna er rétt. Ég hefði kannski átt að skýra það aðferðina betur, ég vissi það reyndar vegna þess að ég teiknaði myndina og veit því upp á mig skömmina. :) En hvað segirðu, eru EKKI minni eintök af þessari mynd? Ég var reyndar ekki að tala um alla myndina með þessu en vissulega má finna svörtu “klessuna” þegar zoomað er inn á vissa staði? Er þetta kannski ekki sama klessan?<br><br>An infinite number of monkeys typing on an infinite number of typewriters are able to, and will most...

Re: Hinn huglægi heimur.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Bókin sem ég las var“Zen and the art of motocycle maintenance” eftir Robert M. Pirsig. Þar er farið aðeins í gegnum Hume og þaðan í Kant. Pirsig var heimspekikennari sjálfur, amk áður en hann fór að spá í “quality” sem endaði með því að hann varð geðveikur.

Re: Hinn huglægi heimur.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Jú, það er líklega rétt hjá þér. Vísindin FJALLA oft um hlutbundna hluti. Notaði ég orðir “hlutlægt” einhvern tímann? ég held reyndar að ég hafi alltaf meinað “hlutbnundið” þegar ég talaði um það. Annars biðst ég velviljunar á þessu glappaskoti og vona að ekkert hafi misskilist.

Re: Hinn huglægi heimur.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mikið er nú gaman að fá svona mörg skemmtileg svör! En, jú, ég býst við að þið eigið inni hjá mér skýringu á “a priori”. Að vissu leyti er þetta “svipað” frummyndum Platóns, ekki þó alveg það sama. “A priori” tók ég reyndar beint úr textanum, þeas bókinni sem ég var að lesa. Þar er verið að útskýra hugmyndir Kants. “A priori” er sem sagt fummyndin að hætti Kants. Ef við tökum þá útskýringu á “a priori” getum við vel skilið hvernig Platóni datt þetta í hug með frummyndirnar. Eiginlega eru...

Re: Vændiskonur & barnaníðingar

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hva, kannski sérstakar vændiskonutryggingar líka? :) Og það þarf væntanlega háskólagráðu í vændi, ekki satt?

Re: Hinn huglægi heimur.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Quality, no = { gæði, kostur, ágæti } Það er orð, allt í lagi. Við ákváðum merkingu þess, það er þannig með öll orð. En á það sér enga raunverulega samsvörun? Lítum nánar á það. Hlutir sem eru vel gerðir hafa quality. Því meira sem lagt er í hlutinn því meira quality hefur hann. Af hverju eru þá engar vísindalegar aðferðir til að mæla það? Vegna þess að það er einungis huglægt? Er quality bara gildismat hvers og eins? Að vissu leyti, já. En ég sleppi því þó ekki alveg svona auðveldlega....

Re: smá reikningur...

í Forritun fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þakka þér fyrir, alltaf hægt að stóla á þig. :) Jú, það er rétt, ég var að tala um rétthrynda þríhyrninga. Ég held þetta hafi fest komið sér til skila.<br><br>An infinite number of monkeys typing on an infinite number of typewriters are able to, and will most probably, produce an infinite amount of gibberish. –quote me!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok