Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Re: Eruði klikkuð?

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Já þau eru klikkuð. Já, allir sem trúa á Guð eru snarklikkaðir. Já, trúin á vísindin er alveg jafn snar-sturlað og allt hitt. Já, ég er hreinlega geðveikur. Eða… Nei, því um leið og fleiri en einn taka þátt í sturluninni telst það ekki sturlun lengur. “Hóp-klikkun” er ekki til!<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Eruði klikkuð?

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þú getur ekki dæmt ást sem “bara líkamlegt”. Það eru viss boðefni heilans sem valda þessari tilfinningu, það er rétt, en það er líka þannig með allar tilfinningar hugsanir og hvaðeina. Hugsar þú ekki? Þú ert líka bara búnt af sameindum. En þessar sameindir raða sér ekki saman og mynda þig af sjálfu sér. Það þarf vissa “þörf”. Þetta ER meira segja til í eðlisfræði, þar sem sameindir “haga sér ekki bara”, heldur “leitast við”. Þetta er í rau bara spurning um að horfa á hlutina í mismunandi...

Re: Sálfarir 2

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sálnaflakk gerist eingöngu í huganum á ykkur. En svo skemmtilega vill til að restin af heiminum gerir það líka. Það er ekki nema von að þið þekkið ekki muninn, það hefur ekki einu sinni tekist að sýna það að SÉ einhver munur. Og í ströngum frumspekilegum skilningi tel ég að það verði að líta á huglægt og hlutbundið með sömu augum. Hlutbundin veröld virðist þó hafa tvennt sem draumar og hugsanir hafa ekki: Hún er “continuous”, þeas þú vaknar aftur og aftur á sama stað, sama stað og þú...

Re: Sálfarir 2

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
RawSpirit: Ekki hengja þig í víddunum. Víddir eru, og hafa alltaf verið, notaðar í stærðfræðilegum skilningi til að skilja veröldina. Þær eru því EKKERT annað en hrein og klár stærðfræði, í þessu tilviki stærðfræði sem lýsir veröldinni einkar vel, sbr 1. vídd = lína. 2. vídd = flötur. 3. vídd = rúm. 4. vídd = tími. Þetta er notað til að staðsetja og tímasetja atburði. Og til gamans má geta að til eru “fractional” víddir, svona eins og 2,5 víddir eða 3,4. Að sjálfsöðgðu eru þetta bara...

Re: Sálfarir 2

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
AldaK: Þú segir að það sé ekki hægt að nota þessa aðferð því viðkomandi þyrfti að hugsa um herbergið sem hann/hún þyrfti að fara í í sálförunum. Það sem hægt væri að gera er að setja eitthvað annað inn í herbergið, svo sem blómapott eða einhverja mynd á vegginn. Manneskjan hugsar síðan um þennan hlut og ferðast þangað í sálförum sínum. Viðkomandi þyrfti ekki að vita um spilið EN ætti að geta sagt frá þegar hann/hún vaknaði. Það er hægt að prófa þetta.

Re: Sálfarir

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Geturðu fullyrt það með vissu að þú þekkir muninn á “venjulegum” draumi og hvers kyns sálförum?

Re: Galdur

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
áhugavert… hvernig fórstu að?

Re: Galdur

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hefur þér einhvern tímann tekist að framkvæma galdur, og ef svo er, geturðu ekki með neinu móti efast um að það hafi aðeins gerst í þínum eigin hugarheimi. En það, samkvæmt því sem þú segir, er ekki nóg.

Re: Hvað er svona gott við Linux?

í Linux fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það er cool, svalt og ókeypis. :)

Re: Pervertinn

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Bwhahaha!<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Galdur

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ef ég sannfæri mig um að ég hafi kveikt í einhverju eða kallað fram anda sem “læknaði” mig, framkvæmi ég þá galdur? Ef ég stunda hjátrú eins og að banka í borð og stynja 7 9 13 í sífellu, er það þá galdur? Það hjálpar mér ef ég trúi því. Það er til fælni gegn öllum tölum nema tölunni 8. Er átta sérstök að einhverju leyti? Trú, ef hún raunverulega breytir einhverju fyrir einstakling hlýtur einnig að vera “galdur” ekki satt?

Re: Er Plúto pláneta?

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Henni svipar meira til halasthjörnu en plánetu að gerð. En hún gengur sína sérstöku braut kringum sólu. Þetta er því bara spurning um skilgreiningu. Hún er eins konar “breiðnefur” í geimnum.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Ný Pæling

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Því miður get ég ekki séð hvernig þú ættir að hafa hugmynd um hvaða afleðingar þetta hefði. Ég held nú í rauninni að þetta hefði ekkkert svo hræðileg áhrif. Manneskjunni hefur tekist að laga sig að öllu mögulegu hingað til. Ef okkur tækist það ekki í þetta skipti myndi það væntanlega hafa í för með sér “glundroða”, sem aftur á móti felur í sér að ekki er hægt að spá fyrir með vissu um hvað myndi gerast. Það er því miður nær ómögulegt að spá fyrir um hvaða afleiðngar þessi loftsteinn myndi...

Re: Framtíðarspár um þróun þjóðfélagsins

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það fer eftir því “hversu” nákvæmt þú vilt hafa það. Óreiða myndar heldur ekki “regluleg” mynstur, margbreytileiki gerir það hins vegar. Ef mannkynið er óreiðukennt er vara nokkur leið að spá fyrir um það, fiðrildaáhrifin sjá iðulega til þess. Sé það hins vegar margbrotið mun það halda jafnvægi og framtíðarspár munu líklega standast. Ekki er þó hægt að spá mjög nákvæmlega fyrir um afdrif svona gríðarlega flókins kerfis, en sé horfið frá slíkri nákvæmni er hins vegar auðvelt að sjá mynstrið...

Re: Exorcism - Hvað finnst ykkur um þetta?

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ansi áhugavert hvernig fóli sífellt að finna skýringar á því sem það skilur ekki. Undirmeðvitundinn er að sjálfsögðu mjög flókið fyrir- bæri, en það er ekkert sem bendir til að henni sé stjórnað af “fyrrir jarðlífum”, því miður. Ég myndi gjarna trúa því ef eg gæti. Því meir sem ég reyni að trúa þessu, því verr gengur það. Eftir fyrstu umferð af gagnrýni fellur þetta. Svo þrátt fyrir að þetta sé þræláhugaverð og skemmtileg grein þá er hún, tja… kjaftæði.

Re: ÞETTA þurfa allir að lesa!!!

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Iss, hann á ábyggilega eftir að klessa á jörðina og þurrka út mannkynið eins og það leggur sig, enda löngu kominn tími til. Jæja, best að njóta þessara 17 ára sem ég á eftir…

Re: Framtíðarspár um þróun þjóðfélagsins

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Samkvæmt óreiðukenningunni munu engar framtíðarspár gera neitt gagn. <br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Hver djöf...

í Forritun fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Svona, svona, ég reddaði þessu nú alveg. :) Annars er þetta toolkit bara eins og öll hin, mjög svipað QT reyndar. Virkar vel, get compilað auðveldlega á öllum platformum sem mig langar til. Svo er þetta open-source! Ef þið viljið sjá afköstin: http://sourceforge.net/projects/fractical/<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Tilhvers?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nei, að sjálfsögðu verðum við hafa eitthvað sem passar ofaní hanskana okkar. :)<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: tilgangslaust

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Um afstæði tilgangs: Að spyrja um tilgang er tilgangslaus spurning því þú ert að spyrja um eitthvað sem þú veist. Þegar þú skilgreinir tilganginn þinn geturðu ekki haft rangt fyrir þér í því máli. Þegar AÐRIR skilgreina tilgang eftir sínu höfði hafa þeir ekkert síður “rangt” fyrir sér en þú. Tilgangur er því afstæður, og fara eiginleikar han eftir stöðu athuganda, “viðhorfi”. Eru “gildi” raunveruleg? Eru “gæði” það eitthvað frekar? Þetta tvennt notar þú iðulega til að mála veröldina í þeim...

Re: peningar fyrir gæði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það er nú samt sem áður þannig að núna ríkir meiri kássa en nokkru sinni. Það er ekki endilega lýðræðið sem veldur, heldur líka það að fólk er farið að hugsa í peningum. Ég trúi því ekki að neitt gott hljótist af því að fólk hugsi í peningum. Þegar þjóðfélag verður svona “til fyrirmyndar”, þar sem afköst þjóta upp úr öllu valdi, ríkið verður að iðnríki og peningar ráða ferðinni hefur það miður góð áhrif á einstaklinginn. Þetta sést ekki á hagfræðinni vegna þess að þar skiptir...

Re: Hver djöf...

í Forritun fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ah, verið ekkert að ómaka ykkur. Bara spurning um að nota wxClientDC í staðinn fyrir wxPaintDC.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: peningar fyrir gæði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Reyndar er það því miður ekki þannig að gæði séu í beinum tengslum við peninga. Það sem lítur út fyrir að innihalda gæði kostar jafnmikið og það sem raunverulega gerir það. Raunverulegri gæði eru mun margbrotnari en það að hægt sé að meta þau beint til fjár -það er ekkert “hlutfall” milli peninga og gæða. Ef ég ætti að nefna dæmi myndi ég nefna microsoft, en ég ætla ekki að minnast á það. :) Svo held ég að hagfræðingar, í rauninni, hafi enga stjórn á hlutunum. Sem er kannski eins gott, mín...

Re: trúiði á geimverur?

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nei, það eru engar sannanir á því að líf sé í geimnum. Það er nákvæmlega jafnlíklegt, miðað við þekkingu okkar, að geimverur séu eða séu ekki til. Það er barnaskapur að HALDA einhverju fram þegar maður VEIT það ekki. Og sem komið er höfum við ekki glóru um hvort líf sé eða sé ekki til annars staðar í geimnum.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: trúiði á geimverur?

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég sagðist aldrei vera að útiloka neitt, þvert á móti, mér finnst meira að segja líklegt að það SÉ líf út í geimnum. Þegar ég segist ekki TRÚA því er það vegna þess að ég er ekki viss. Að trúa á líf í geimnum finnst mér bjánaskapur því við höfum ekkert í höndunum, í rauninni. Að byggja rannsóknir á lífi í geimnun á líkindareikningi, kemur okkur ekkert áfram, þar sem við höfum bara eitt dæmi um líf, sem vitað er um. Svo, hvort raunverulega sé líf í geimnum er spurning sem verður ekki svarað...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok