Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Re: Könnunin: heimur án stríðs

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Með ánægju. :) Ég sagði reyndar aldrei að stríð væru góð, ég reyni yfirleitt að sleppa öllum gildisdómum (þótt ég nái því kannski aldrei alveg). Ég get heldur ekki fullyrt að heimur án stríðs sé ómögulegur, ég sagðist halda það, þar eð mér finnst það líkleg tilgáta (Þangað til annað kemur í ljós). En ég get rökstutt skoðunina í ljósi kenningar sem mér er farið að þykja afar vænt, complexity theory, eða margbreytikenningarinnar. Ímyndaðu þér hrúgu af sandi. þessi hrúga myndaðist við það að...

Re: Eitt þessara andartaka.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jafnvel þó ekki væru nema lítilmótlegar “uppgötvanir” eftir 5+ klukkutíma fyrir framan tölvuskjáinn. Eftir að hafa barist við forritunargalla, eða tekist að skapa eitthvað glæsilegt, eins og þegar ég forritaði lítið vistkerfi sem sýndi aðdráttarferil. Þá er ég til í að stökkva upp úr stólnum og hrópa: “Það virkar!, það VIRKAR!”. Já, það eru miklar tilfinningar sem eiga sér stað, ég man skelfinguna sem greip mig þegar harðidiskurinn minn dó, þegar ég er farinn að hrópa hástöfum á...

Re: Könnunin: heimur án stríðs

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég held að heimur án stríðs væri hreinlega ómögulegur.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Absolute Form

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
VeryMuch: Já, margt er til í þessu. Þegar þú talar um “rök” geri ég mér grein fyrir því að þú ert ekki að tala um rök í því samhengi sem þau eru oftast notuð. Við notum ávalt röklegt kerfi sem kemur af okkur sjálfum upprunalega, það er ekki til sú “staðreynd” sem er ekki búin til í röklegu kerfi hugans. Það sem ég vildi meina var hins vegar að ef ekki væri til “ytri” heimur með skynjunar-upplýsingar, værum við ekki einu sinni meðvituð, þar eð við hefðum ekkert til að hugsa um. En um það má...

Re: Nördakönnunin

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hvaða, hvaða, við höfum góða íslenskun á orðinu. Kannast enginn við orðið “nörður”?<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Absolute Form

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
VeryMuch: En það er sannleikur í ákveðnu viðmiðunarkerfi, ekki satt (var að lesa greinina þína :) )? Það MÁ sjá að allt sé skapað af rökum, en einhver verður grundvöllurinn fyrir rökin að vera. En gæti ekki verið mögulegt að grundvöllurinn fyrir grundvöll raka séu rökin sjálf? Rök eru vissulega undirstaða tilfinninga og reynslu. En AÐEINS væru til rök, hvað myndu rökin þá gera? Rökin þurfa alltaf að hafa gögn til að vinna úr, ekki satt? Ef þessi gögn vantaði, hvað þá? Rök SKAPA ekki þessi...

Re: Einn stjórnandi?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég hef skrifað samtals fleiri stafi í greinum en þú! :)<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Nördakönnunin

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Að vera nörd er samfélagslegur stimpill. Að vera nörd felur eingöngu í sér að hafa ofur-áhuga á einhverju. Þar sem þetta vantar mun ég væntanlega ekki svara könnuninni. Ég lít iðullega á mig sem nörd, btw.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Nördakönnunin

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég SEGI það! Málarðu þig í framan, eða lakkarðu kannski á þér neglurnar!?<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Absolute Form

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
VeryMuch: Ég þarf vissulega að endurmeta margt hérna, kannski er ég sjálfur ekki nógu skýr. Þegar ég talaði um reglu og óreiðu byggist hugmynd mín aðallega á því að aldrei náist fullkomin regla. Þróun felur að sjálfsögðu í sér reglu, en öðru hverju er þessari reglu “stokkað upp” og þá þarf að byrja upp á nýtt. Svona eins og þegar dýra-tegundir deyja út í hrönnum. Þarna er ég alveg sammála þér með að þróun feli í sér reglu. Í raun vil ég ekki meina að þróun þurfi óreiðu, heldur...

Re: Absolute Form

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
VeryMuch: Gott og vel… Þú pælir í því hvort heimurinn sé að nálgast absolute form. Í þessu kemur þetta form þó aðallega fram í hugsunum og skilningi. Eða er veröldin sjálf að fara í gegnum sömu breytingu? Mynstur, regla og rök: Þessi regla líkist líka á ógnanlegan hátt “entopy”, þar sem entropy er alger andstæða reglunnar. En bæði algjör regla og algjört entropy hafa þann eiginleika að þar gerist ekki neitt. Eins og kaffið í bollanum. Það lagar sig að bollanum. Hvað svo? Það er kjurt. Það...

Re: Hvað er blautt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nei.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Hvað er blautt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Leðja er bara seigur vökvi. Hraun er fast.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Absolute Form

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
VeryMuch: Ég verð að segja að ég er sammála þér í meginatriðum. En þegar þú talar um að heimurinn nálgist absolute form, hvað áttu þá við? Kannski skilning okkar á heiminum, þeas við vitum meira og meira, skiljum betur, búum til betri form til að skilja. Og leitumst þannig við að ná absolute þekkingu, sem þarf reyndar ekki að vera möguleg.

Re: Einn stjórnandi?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Er virkilega verið að mæla með mér! Ég er upp með mér! :)<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Minority Report og siðfræði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Tja, ef miða á við samfélagið er þetta náttúrulega besta leiðin. Ekkert getur komið fyrir vegna þess að enginn er fær um að fremja glæpi. Þér finnst það þó líklega rangt gagnvart persónunni, sem það er, en skiptir það máli? <br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Bækur - fantasíubækur

í Bækur fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ef þú hefur líka gaman að sci-fi, þá er það auðvitað enginn annar en hann Philip K. Dick. Ég mæli sérstaklega með bókinni “Do androids dream of electric sheep?” (blade runner er gerð eftir henni) og “Ubik”. Svo er það Michael Ende með bækurnar “Mómó” og “Sagan endalausa”, báðar meistarastykki.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Víddir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
mElstEd: Jæja, þar fékk ég að heyra það! :) Fasarúm var, í litlu bjánalegu bókinni sem ég las skilgreint sem rúm með óendanlega margar víddir. Þetta er greinilega villandi, ef ekki hreinlega rangt. Að sjálfsögðu gengur það aðeins út að það að bera breytur kerfis saman innbyrðis. Málið er bara, að þegar breyturnar verða margar, fjólgar víddunum. Þannig sé hefur það bara eins margar víddir og með þarf, en það ætti að sjálfsögðu að geta gilt um öll rúm. En af hverju er b) fullyrðingin mín um...

Re: Víddir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Tyse: Nei, ég er bara búinn með grunnskólan og ég er ábyggilega enginn snillingur heldur. Fólk virðist stundum halda það, sem mér finnst reyndar ákaflega sniðugt. :)

Re: Víddir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Midgardur: Engar áhyggjur, ég er ekkert að segja að þetta séu allt geómetrískar víddir, þá allrasíst tíminn! En stærðfræðin gerir ekki greinarmun og því hægt að tala um fjórvítt rúm, í þessu tilviki. Hér eru víddir ekkert annað en fjóran breytur í ímynduðu tímarúmi. En þetta gerði það keift að sýna að tími er ekki óháður rúmi. Auðvitað er rúmfræðileg fjórða vídd allt annar hlutur, ég var bara að minnast á mismunandi skil- greiningar á “vídd”. PS: ég vona að ég hafi farið rétt með jöfnurnar...

Re: Hvað er blautt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Rétt er það.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”

Re: Víddir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nei, eiginlega fannst mér hún leiðinleg, amk þessi sem ég lærði í fyrra. Grunnskólar passa sig yfirleitt á því að taka allt úr námsefninu sem gæti reynst áhugavert eða jafnvel skemmtilegt.

Re: Life after da death

í Dulspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Eitt sem ég velti fyrir mér: Hvernig getur sálin stefnt að fullkomnun þegar “fullkomnun” sjálf hefur enga merkingu? Það er sami fnykur af trúarbrögðum og siðfræði. Bæði stefna að því sem er gott, en enginn getur sagt HVAÐ gott nákvæmlega er. Að meiri hluti Íslands sé trúlaus tel ég góðan hlut. Þannig hljómar gildismatið mitt. Öll trú felur í sér svipaða gildisdóma. Öll trú á líka rætur sínar í raunverunni að öllu leyti. Enginn getur trúað því sem hann hefur ekki séð, því þá skilur hann það...

Re: Absolute Form

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
VeryMuch: Glæsileg grein! En jæja, nú ætla ég að taka mig til og (mis-)“skilja” hana á minn sérstæða hátt. Gaman að þú skulir minnast á óreiðu. Grjót er ekki hringlaga, firðir eru ekki sléttir engin form náttúrunnar fara eftir þessum standard Evklíðsku formum. Það var einmitt óreiðukenningin sem réðst á þessar rotgrónu hugmyndir og, vonandi, tekst henni einnig að breyta eigin hugsunarhætti. Þannig að þegar við förum í “þekkingar”-bankann okkar komum við kannski til baka með hugmynd sem er...

Re: Hvað er blautt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Reyndar er rennandi hraun í föstu formi. Það hefur bara þann eiginleika að “fljóta” sökum hita.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok