Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Re: Gallaðar, en ásættanlegar, forsendur

í Heimspeki fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þú mátt samt ekki vanmeta vitlaus rétt svör. Svarið við röngu spurningunni “hvenær skapaði guð heiminn” er a) aldrei (ef guð er ekki til) b) í byrjun veraldar (eða annað áþekkt svar) (ef guð er til). Ef þú vissir svarið við spurningunni gætirðu síðan fundið út: Ef guð skapaði aldrei heiminn EN heimurinn er til er guð ekki til, þar sem, skv skilgreiningu, guð er sá sem skapaði heiminn. Ef guð skapaði heiminn er hann augljóslega til. Svo ef þú veist svarið við upphaflegu spurningunni kemstu að...

Re: Óræðni

í Vísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hmm jæja. Þeir sem leggja í að lesa Þetta: Alls staðar þar sem m-1 kemur fyrir er átt við veldið m-1, þeas, m-1 ætti að vera lítið og fyrir ofan restina af textanum. Sama gildir um 1/m og þar sem 2 eða m kemur fyrir í endann (sbr n2 = n^2 og (1/b)m = (1/b)^m. Svo vil ég bara lýsa yfir óánægju minni, það er ekkert nema asnaskapur að strippa burt html-kóða OG strippa burt minna-en og meira-en merkjunum, sem annars væru notuð í html-kóða. Og ég skil ekki af hverju html virkar ekki, ég hef oft...

Re: Er vit í frumsendum stærðfræðinnar?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sæll. Ég hef sjálfur velt þessu mikið fyrir mér. Þetta er heillandi og jafnframt ansi svæsið vandamál. Sú niðurstaða sem ég hef komist að er að stærðfræði sé einfaldlega sett af reglum sniðnar að ákveðnu vandamáli, gerðar sérstaklega til að leysa það. Það er heldur ekki alveg rétt að stærðfræðin hafi upphaflega meira snúist um reikning og tölur. Grikkir, sem áttu einna mest þátt í stærðfræði upphaflega settu einmitt fram frum-reglur rúmfræðinnar og eyddu mun meiri tíma í hana en...

Re: Alkul

í Vísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ef eitthvað vit var í því sem Einstein hélt fram ætti hæsta hita- stigi að vera náð þegar allar sameindir efnis hreyfast á ljóshraða. Hversu heitt það er viet ég ekki, það hlýtur þó að vera einhver leið að reikna það út. <br><br>“Nature is definition.”

Re: Er hann endarlaus....?

í Vísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Bein lína miðað við þig. Svona eins og þegar þú labbar í kringum hnöttinn (ætli maður taki ekki sunnudagseftirmiðdegi í það einhvern- tímann) og virðist labba eftir beinni línu. Hugmyndin er einmitt sú að heimurinn sé einhvers konar fjórvíð kúla, þannig að sá sem ferðast í þrívídd ætti að halda að hann sé að fara beint. Annars er þessi hugmynd áreiðanlega bara komin frá einhverjum snar- biluðum skammtafræðingi, sem hefur eytt allt of löngum tíma í að leita að földum víddum....

Re: Tilvistarkreppa spendýrs.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þú átt við “the raelians” (www.rael.com) og “clonaid” (www.clonaid.com) :-)

Re: Friedrich Nietzsche -Ritgerð

í Heimspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nei, 2 komma 804. Hún er nú ekki SVO svakaleg. :-)

Re: Hvað mætti betur fara á þessu áhugamáli?

í Vísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það væri að sjálfsögðu hægt, það gæti verið að fólk færi að sækja hingað þegar það sér að hér er eitthvað á seyði. Það er ábyggilega slatti af fólki sem kemur hingað öðru hverju en fer síðan bara þegar það sér að ekkert er að gerast. Svo, byrja að skrifa? :-)<br><br>“Nature is definition.”

Re: Títan og Evrópa

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jú, það er líklegast eitthvað til í þessu hjá þér, en athugaðu samt að það er önnur gild ástæða fyrir olíuþörf, en praktíkin ein og sér - hagsmunir þeirra sem eiga olíuna eru í veði. Með tilkomu annarra orkugjafa yrði olían verðlaus. Það eru jafnmargar hagsmunaástæður fyrir notkun olíu og praktískar. Við ÆTTUM að verið löngu farin að fikra okkur í átt að öðrum orkugjöfum, en það hefur ekki verið gert hingað til af neinu kappi. Ég held að þessi rök vegi jafnvel þyngra gegn vetni en...

Re: Fer heimurinn versnandi?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég efast nú um að grískir fræðimenn og heimspekingar hafi átt sök á þessu. Ég held meira að segja að sú skoðuna að konur séu óæðri karlmönnum sé eldri en gríska heimspekin sjálf. Þetta var frekar bara almenn skoðun, og heimspekingarnir hafa einfaldlega tekið henni. En svo eru til undantekningar eins og Platón.

Re: Títan og Evrópa

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Svo þrátt fyrir það orkumagn sem þarf til að nálgast vetni í hreinu formi, er engin þörf á því að ná í það frá öðrum plánetum. Eins og þú bentir sjálfur á eru til fjöldi annarra aðferða til öðlast rafmagn heldur en kjarnorkuver, og líklega væri auðveldara að fara einhverja af þeim leiðum en að sendast milli pláneta eftir því. Ég býst þá við því að við séum sammála í grundvallaratriðum.

Re: Títan og Evrópa

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það þarf líka rafmagn í geimskutlurnar væntanlegu sem færu til annarra pláneta til að ná í vetni. Og bensín, sem kosatr meiri mengun. Þetta dæmi er álíka langsótt og dæmið með kjarnorkuna. Að skapa vetni hefur ekki verið vandamál, þar sem það er til nóg af því og það mengar ekki nógu mikið til að það geti talist vandamál. Auk þess þarf ekki að malla það saman þar sem það er frumefni, og þar að auki algengasta frumefni sem er til. Og þó að það sé tiltölulega lítið af því í andrúmslofti jarðar...

Re: Títan og Evrópa

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég held nú að það sé engin mengun af því að framleiða vetni. Vetni er frumefni með sætistöluna 1 og eins og gefur að skilja lang-algengasta efni sem fyrir- finnst. Svona til gamans má geta að hægt er að fá vetni með rafgreiningu vatns, og engin mengun hlýst af því.

Re: vísindi

í Vísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já, að sjálfsögðu eru stjörnufræði og stjörnufræði ómissandi greinar raunvísinda, fínt að það skuli vera komið áhugamál fyrir þær báðar!<br><br>“Nature is definition.”

Re: Gríska Stafrófið

í Vísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já, og meira að segja html kóða fyrir hvert einasta! sbr: &Eta;&gamma; &eta;&rho; &sigma;&phi;&alpha;&lambda;&upsilon;&rho; http://www.htmlhelp.com/reference/html40/entities/symbols.html<br><br>“Nature is definition.”

Re: Alkul

í Vísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Alkuli hefur, að ég held, aldrei verið náð. Allstaðar í geimnum er að minnsta kosti einhver smávegis-geilsun af einhverju tagi, sem heldur hitanum 2-3 gráðum yfir alkuli. Alkul held ég að hafi bara verið reiknað út sem hitastig efnis þegar allar sameindir þess eru kjurrar. <br><br>“Nature is definition.”

Re: Hvað mætti betur fara á þessu áhugamáli?

í Vísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það eina sem ég sé beinlínis að þessu er að það skoðar þetta enginn. Flestir sem skrifa greinar hljóta að gera ráð fyrir því að enginn lesi greinina ef hún fer hingað. Frekar skrifa bara grein á einhverra hinna fjögurra. Raunvísindi myndu reyndar fá fólk með raunvísindagreinar frekar til að skrifa þær, ég er bara ekkert svo viss um að það séu svo margir. Ef ÉG fengi að ráða og allir hugsuðu eins og ég væru hérna raun- vísindaáhugamál og stærðfræðiáhugamál, auk þess sem dulspekiáhuga- málið...

Re: Ör-Lífhvolf

í Vísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta er auðvitað þrælfín hugmynd. En það sem ég hef áhyggjur af er hversu erfitt væri að fá þetta til að endast. Hvernig veistu til dæmis hvenær það er nóg / of mikið af fiskum? Líklega myndi þetta mistakast í 99 skipti af 100. Ég reyndi einhvern tímann að búa til tölvumódel af svona “vist-kerfi”. Það, einmitt, endaði með hörmungum í langflestum tilvikum, auk þess sem að ég fékk það aldrei til að virka “rétt”. Þetta gæti reyndar vel gengið með plöntur… held ég. En um leið og þú bætir við...

Re: Tilvistarkreppa spendýrs.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“I gave her a push, I gave her a shove. I pushed with all my might, I pushed with all my love. I threw my child into a bottomless pit. She was screaming as she fell, but I never heard her hit. She was screaming as she fell, but I never heard her hit. ”

Re: Friedrich Nietzsche -Ritgerð

í Heimspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þessar tvær blaðsíður hefðu þó alveg mátt rata hingað, ef þær eru enn til. Það eina sem ég vildi meina var að ég hefði haft gaman að þessum tveim blaðsíðum líka, hefðirðu sent þær inn.

Re: Forritun vs Netkerfi?

í Forritun fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er bannað að hugsa svona. Gerðu það sem þér finnst skemmtilegra.<br><br>“Nature is definition.”

Re: Friedrich Nietzsche -Ritgerð

í Heimspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Of löng? Ekki of löng fyrir huga, ég hef séð grein sem er 2.804 sinnum lengri en þetta komast inn. En ef þú átt 2 blaðsíður í viðbót væri auðvitað ágætt að fá að sjá þær líka? :-)

Re: erfitt með gcc

í Linux fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hvernig GAT þetta farið fram hjá mér? Jæja, takk kærlega, ekki á hverjum degi sem maður fær hjálp við jafn-alvarlegan klaufaskap og þetta. :-)<br><br>“Nature is definition.”

Re: Ör-Lífhvolf

í Vísindi fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Iss, örverurnar í ískápnum mínum virðast nú alveg þola smá kulda! Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka kæfuna sem ég fann um daginn!

Re: Ör-Lífhvolf

í Vísindi fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Væri ekki bara hægt að hafa ísskápinn lokaðan í nokkra mánuði og sjá afleiðingarnar? :-)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok