Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ef nú yrði spurt: “Á 19. greinin að gilda?” Ef forseti og ráðherra skrifa undir skjal sem hafnar því, eru þeir þá ekki að gera ráð fyrir að greinin “ætti” að gilda? Og erum við þá ekki komin með rökvillu?

Re: A Clockwork Orange

í Bækur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Verður maður ekki að lesa hana á ensku, út af öllu slangrinu? Ég hef þó ekki lesið hana. Sá samt myndina 4 sinnum.<br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.

Re: Ilmurinn

í Bækur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það kemur ykkur því hressilega á óvart, ef þið vissuð það ekki fyrir, að Pastrick Süskind srif- aði líka “Söguna af herra Sommer”, sem er barna- bók, en ótrúlega skemmtileg. Svo skrifaði hann líka bókina “Dúfan”, hún er að ég held sú nýjasta. Mér fannst hún þó ekki jafn góðar og hinar, aðeins of metnaðarfull kannski?

Re: Allar heimsins phobiur!

í Húmor fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Nei, þetta er ekki RUGL. Ef þú hefðir einhvern sálfræðilegan skilning myndirðu átta þig á því að þetta getur komið fyrir um það bil hvern sem er og er ekki einu sinni ólíklegt. En húmor hefur hins vegar enga samvisku. :-)

Re: Allar heimsins phobiur!

í Húmor fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þar sem ég hef engan húmor bendi ég á að “fóbía” þýðir ekki “hræðsla” heldur “fælni” og hefur sérstaka sálfræðilega merkingu. Þetta er meira eins og “ofsahræðsla”, náskylt þráhyggjuröskun (obsessive compulsive disorder), sem felst í því að fólk er gersamlega gagntekið af einhverju og getur ekki hægt að hugsa um það. Það getur meira segja valdið líkamlegum kvillum. Fóbía er því í raun ýkt afbrigði af hræðlsu, sem við búum öll yfir. Svo, á milli hláturskastanna, skuluð þið muna þessi fleygu...

Re: Handklæði.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
“Mig vantar handklæði” er kubbur sem geymir tilvitnanir sem notendur senda inn, eða stjórnandinn sjálfur. Það er gaman að vefra í gegnum þær tilvitnanir sem þegar eru komnar, enda orðnar ansi margar. Umrætt “handklæði” er tilvitnun í Frank Zappa sem ég sendi inn nýlega. Ég vona að ég hafi skilið spurninguna rétt… þú baðar þig reglu- lega, er það ekki? ;)<br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.

Re: Hvað haldið þið?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég skora á ykkur að svara “bæði” og sýna fram á að það gangi upp.<br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.

Re: menntaskólar!!

í Skóli fyrir 20 árum, 5 mánuðum
En til hvers að sækja um í mörgum skólum? Þú kemst bara inn í einn. Ef þú ert hrædd/ur um að komast ekki inn í einhvern skóla skaltu bara velja einhvern annan. Þú hlýtur að hafa einhverja tilfinningu fyrir því hvaða skóli hentar þér. Og, nei, ég held það sé ekki hægt að sækja um í nema 2 skólum og að senda inn mörg valblöð er ábyggilega ekki góð hugmynd.<br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.

Re: Lífið sjálft.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þetta lítur meira út eins og hlutverk manns í þjóðfélaginu en það sem yfirleitt er kallað “tilgangur lífsins”. Ég veit ekki hvort það var ætlunin en…

Re: Að falla í hópinn

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
En það er einmitt málið! Ég er ekki viss. Það er bara frekar leiðinlegt að lesa eftir einhvern sem hljómar eins og hann sé ekki viss. :-) Ef þversögnin getur réttilega talist möguleg verður að sjálfsögu að athuga nákvæmlega hvaða afleiðingar það hefur. Ég reyndi að útiloka hana með því að benda á hvaða atriði leiðir til hennar. Það er ekki víst að það hafi tekist - kannski er nauðsynlegt að leyfa slíka þversögn. Ef að rökfræðikerfi geta lýst einhverjum fyrirbærum, eins og rökhugsun, gæti...

Re: Að falla í hópinn

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
En gæti það ekki talist kúl að fall í hóp sem inniheldur aðeins eitt stak? Þú gerir í raun ráð fyrir því að það sé bara hægt að vera kúl á einn hátt, þ.e.a.s. að allir sem eru kúl falli í sama hópinn. En þetta var útúrsnúningur, þetta er skemmtileg útgáfa af þversögninni.

Re: Hljómsveit (akureyri)

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Englahorn… enskt horn?<br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.

Re: Skítlétt stærðfræðipróf

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Een, hvert yrði þá flatarmál jafnhliða innritaðs þríhyrnings í umtalaðan hring?<br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.

Re: Líður strákum illa í skólanum?

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Eins og sumir strákar á gelgjualdri eru geðveikt miklir töffarar og augljóslega to cool for school, ætli þeir myndu viðurkenna það, jafnvel fyrir sjálfum sér, að þeim fyndist gaman í skólanum? Svona kannanir fara í taugarnar á mér. Þær eru bara fyrir sálfræði/félagsfræði-pempíur á fyrsta ári í háskóla og sýna ekkert innsæi whatsoever, bara eitthvað helvítis statistix sem engu skiptir. <br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.

Re: Mexíkóski herinn myndar UFO. Sjáið mynbandið

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hei, áttu þeir ekki að vera að MYNDA UFO? Hélt þeir væru aðbúa hann til (mynda). En það er víst ýmsum vandkvæðum bundið að búa til eitthvað “unidentified” og fá það til að fljúga!

Re: Á undan upphafinu var...

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Samkvæmt því sem ég var að lesa hérna ER ekkert til! Allt þetta andefni og efni er bara ein útfærsla úr engu, rétt eins og 1 - 1 er bara ein útfærsla á núlli. Þetta er ansi súrt, en hei! Þetta er kennileg eðlisfræði sem við erum að tala um! Hún er súr samkvæmt skilgreiningu!

Re: Kurt Gödel

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þessi kerfi sem þú lýsir, miðgarður, eru þó “peanuts” miðað við mannshugann. Að sjálfsögðu getum við nú þegar hannað tölvur sem geta gert það sama og mannshugurinn miklu hraðar og af meiri nákvæmni. Eins og að tefla. En það er samt sem áður sérhæft process og tölvan hefur engan skilning á því sem hún er að gera. Ég er ekki að blása út hversu einstök við erum að hafa þennan skilning - ég er bara að benda á það að slíkur skil- ningur krefst að líkindum miklu meiri vinnlsu en tölvurnar okkar...

Re: Kurt Gödel

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Kurt Cobain var lúði. Eini rokkarinn sem eitthvað vit var í var Frank Zappa. :-)

Re: Kurt Gödel

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þessi grein var nú ekki eins slæm og þú sagðir. Hún alla vega skýrði nokkuð. Ég kannaðist reyndar við þessar skýringar á setningu Gödels, þótt ég hafi aldrei komist í tæri við setninguna sjálfa - en það er kannski ekkert sem maður er að hjóla í si svona fyrr en maður er orðinn harðkjarna rökfræðingur. En það eru til ljósir punktar í svona setningu. Ef hægt er að sýna fram á að lygaraþverstæðan sé á einhverju möguleg í öllum rökkerfum má e.t.v. gera ráð fyrir því að slík kerfi séu líkari...

Re: Að falla í hópinn

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Reyndar er ekkert sem í raun aftrar okkur frá því að skil- greina óendanlega tölu. Við þurfum bara alltaf að passa okkur á því hvaða merkingu slík “tala” ætti að hafa. Slík tala gæti til dæmis lýst fjölda heilla talna. En augljóslega yrði það ekki tala í venjulegum skilningi. Og ef við lítum á mengi þeirra hluta sem hafa óendanlegan fjölda, þá er það alls ekki tómt. {heiltölur, rauntölur, mengi, tíminn sem líður þangað til að sexan keyrir upp í hafnarfjörð } Eða í stuttu máli: Talan...

Re: Að falla í hópinn

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já, ég hef einmitt heyrt um regluna hans Gödels, þrátt fyrir að hafa aldrei kokist í tæri við hana í eigin persónu. En segðu mér: Segir þessi regla að við getum ekki svo mikið skilgreint hugtök eins og töluna - eða segir hún bara að stærðfræðin geti alltaf leitt af sér fáránleika eins og lygaraþverstæðuna, sama hvernig hún er skilgreind (stræðfræðin, þ.e.a.s.)?

Re: Að falla í hópinn

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég verð að spyrja þig: Er ekki (eða ætti ekki að vera) munur á því að tala um hlutmengi sem “mengi sem annað mengi inniheldur” eða einfaldlega “mengi sem inniheldur nokkur af þeim stökum sem annað mengi inniheldur”? Ég er tilbúinn að fallast á það að til séu mengi sem geti inni- haldið sjálf sig, ég hafði reyndar nokkrar áhyggjur af einmitt þessu atriði. Það gæti kannski bent til þess að sértekning sé flóknara fyrirbæri en ég ætlaði því upphaflega. Ég vona þó að atriðin sem ég benti á hvað...

Re: Alheimurinn stærðfræði?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég var einmitt ða velta þessu fyrir mér. Lítið á þetta sem leið til að skilja stærðfræðihugtök á sem einfaldastan og hversdagslegastan hátt. Raunar eru rosalega venjulegar og eðlilegar ástæður fyrir þessu skrítnu tölum (sem v.á.m. kallast “óræðar”). Hvað pí varðar er það ummál hringsins sem gerir hana óræða. Það er ekki hægt að teikna fullkomlega nákvæman hring því það eru óendanlega margir punktar á honum. Það er svo sem ekkert að því að tala um hring sem “mengi allra punkta sem eru í...

Re: Alheimurinn stærðfræði?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það er þó kannski vert að minnast á það að jörðin snýst kringum sólina, en ekki öfugt. Það er bæði góð ástæða til að velja sólina sem eiginlegan miðpunkt sólkerfisins og ástæða fyrir kirkjuna til að stinga Galileó í stofufangelsi. Ah, nei, það var kópernijk. En auðvitað er margt til í afstæði vísindanna, og stundum er ég sjálfur svolítið frústreraður yfir því hvað vísindamenn virðast gera sér litla grein fyrir því. Ég lít á það er verðugt verkefni fyrir mig sem hugsanlega verðandi...

Re: Rök gegn „alræðiskenningu“ Alberts Einsteins.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég meinti að sjálfsögðu: “…en ég vona að þú fyrirgefir mér þann dónaskap að kynna hana EKKI fyrir þér.”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok