Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Re: Rök gegn „alræðiskenningu“ Alberts Einsteins.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Bottomlænið: Það á ekki að yfirfæra “afstæði” í afstæðis- kenningu Einsteins á hvað sem er. Ég veit ekki hvort þú hefur skilið afstæðis- kenninguna, en ég vona að þú fyrirgefir mér þann dónaskap að kynna hana fyrir þér. Ég veit nógu mikið um hana til að vita að þú ert að miskilja sitt hvað, en ekki nóg til að treysta mér til þess að útskýra það. Þú skalt alla vega stúdera hana betur áður enn þú vísar henni á bug. Ég kannast reyndar við það þegar fólk vísar á bug hugmynd vegna þess að hún er...

Re: Alheimurinn stærðfræði?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Við getum umorðað þetta á ögn hversdgslgri hátt: Því hærra sem n er, því nákvæmara gildi fæst á pi. “ef að n stækkar ekki óendanlega þá verður nákvæmnin ekki endalaus… að sanna óendanleika með óendanleika?” Þessi setning er miskilningur eða steypa. Ef “n stækkar ekki óendanlega” hefurðu einfaldlega valið ákveðið gildi fyrir n og látið þar við sitja. Þú situr þar mð uppi með hlutfall af ummáli n-hyrnings.

Re: tilviljun eða fyrirfram ákveðið??

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þetta er klassískt.

Re: Ludwig Wittgenstein

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég get sætt mig við það. :)<br><br> “I'll knock your socks!”

Re: Guð pæling

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Æ, kommon. Segjum: “Ef öll framtíð er ákvörðuð út frá núverandi ástandi alheimsins, er þá frjáls vilji mögulegur?” Þetta er sama spurning, en “Guði” var hér sleppt. Það er ekkert gaman að leysa vandamál með því að segja bara að það sé vitleysa! :-)<br><br> “I'll knock your socks!”

Re: Guð pæling

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
En hvað meinarðu með alvitur? Veit hann þá allt sem á eftir að gerast? Við gerum ráð fyrir að það að vera alvitur feli aðeins í sér að vita allt um núverandi ástand heimsins. Ef maðurinn hefur ekki raunverulega frjálsan vilja og fullkomin löghyggja gildir, þá veit Guð alla framtíð, vegna þess að framvinda alheimsins er ákvörðuð út frá þessu augnabliki. En ef við gerum ráð fyrir frjálsum vilja mannsins, eins og þú gerir, þá veit Guð ekki hvað mun gerast um alla framtíð, því maðurinn getur...

Re: Handklæði.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Verði þér að góðu. Þú getur fundið restina af viðtalinu hér: http://www.mcluhaninstitute.org/baedeker/bobs_articles/zappa_interview-01.html<br><br> “I'll knock your socks!”

Re: Stærðfræðin

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hei, þið vitið hvað þið eigið að gera ef þið eruð léleg í stærð- fræði. Reynið bara að gera eitthvað MIKLU erfiðara (eins og að taka góðan slurk í annarsstigshornafallaójöfnum) og þá virðist það sem þið eruð að gera núna vera skítlétt í samanburði. :-)<br><br> “I'll knock your socks!”

Re: Ludwig Wittgenstein

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Alveg rétt. Eins og ég hef sjálfur sagt: Stærðfræðingar væru bestu heimspekingarnir ef þeir væru bara ekki svona helvíti þröngsýnir. Og það gildir í mismunandi mæli um aðra vísindamenn. Mér finnst líka agalegt hvað vísindin okkar eru orðin sérhæfð og að mörgu leyti einfeldningleg. Vísindamenn vantar svo oft almennilega innsýn og leyfa sér ekki að hugsa nógu mikið vegna þess að þeir eru niðurnjörvaðir af vísindalegri aðferð. En, kommon, hvenær hefur vísindaleg aðferð skilað einhverju...

Re: Heimspekin og stjórnmál

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Önnur fjarskyld pæling: Þegar “sérfræðingur” eða einhver gestur í stjórnmálaumræðunni tjáir sig, að hve milklu leyti skiptir máliefnið hann máli, borið saman við þörf hans á að sýna andlega yfirburði sína? Ég held að það sé slæm staðreynd að fólk hugsi almennt meira um að koma vel út en nokkuð annað. Þá skiptir meira máli að staðhæfing “sándi” vel en að hún merki eitthvað merkilegt. Þetta er að minnsta kosti eina skýringin sem ég hef á því að fólk notar iðullega orðið “aðferðafræði” í...

Re: Takki Endalokanna.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Nei.<br><br> “I'll knock your socks!”

Re: Rousseau?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Kannski vill hann meina að maðurinn sé upphaflega frjáls, þ.e. hann fæðist frjáls, en sé hlekkjaður niður af þjóðfélaginu. Ætli R hafi ekki unað sér best við að hlaupa útí grasi grónni náttúrunni við að velta sér í fíflunum, fullkomlega frjáls. Rousseau var svoddan náttúrubarn.<br><br> “I'll knock your socks!”

Re: Kommon maður

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Nei, kodd ÞÚ þá með einhverja! Segi svona. Reyndar er ég að skrifa grein núna. Engar áhyggjur samt, hún verður löng og leiðinleg og um rökfræði. En þar sem ég er almennt séð fáfróður um rökfræði gefst nóg tækifæri fyrir aðra að spreyta sig. Og, hei, við hverju getur maður svo sem búist! Heimspeki krefts tíma og vinnu (stundum áttar fólk sig ekki alveg á því) og flestir býst ég við að séu önnum kafnir. <br><br> “I'll knock your socks!”

Re: Mannshöndin og sjálfsþróun

í Vísindi fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég huxa nú frekar að ástæðan sé sú að þetta áhugamál sé skelfilega illa sótt. Hugarar almennt held ég séu frekar duglegri við að láta í ljós hneykslun sína en hitt. Þú getur gert samanburðartilraun með því að senda þessa grein inn á t.d. heimspeki.

Re: Mannshöndin og sjálfsþróun

í Vísindi fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ef við tökum tillit til þróunarkenningrinnar ættu þeir sem stunda sjálfsfróun að auka lífslíkur sínar. Ekki satt? Þ.e.a.s. ef sjálfsfróun er ástæða þróaðri handar ætti hún þaraflaeiðandi að vera ástæða þess að við komumst af (þ.e. sjálfsfróunin). Ekki satt? En það er líka skemmtileg hugmynd. :) En ekki afsaka þig, þetta er skemmtileg grein og ber vott um gott hugmyndaflug og jafngóðan húmor! Ég viðurkenni reyndar að það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá titilinn á greininn var “mannshöndin...

Re: Óleysanleg stærðfræði formúla??

í Vísindi fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Jæja, þar sem html tög virka ekki mun ég nota ^ fyrir veldisvísi, og sviga. Að skipta um tanakerfi er ein lausn, eins og bent hefur verið á, og ef þú varst að velta því fyrir þér þá skal ég útskýra það. Mismunandi talnakerfi, þ.e., talnakerfi með mismunandi grunntölu byggja á því að nota fleiri eða færri tákn til að tákna tölur. Tíundakerfið, það kerfi sem við notum eiginlega alltaf, hefur 10 í grunntölu (ég mun framvegis nota [n] til að tákna grunntölu). Við myndum tölur með mismunandi...

Re: Óleysanleg stærðfræði formúla??

í Vísindi fyrir 20 árum, 7 mánuðum
testing, testing… (mn)2 = m2n (m[sup]n)[sup]2[sup] = m[sup]2n

Re: Svör Descartes við Mótbárum númer átta

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ekki misskilja mig.. þetta átti að vera brandari! :-) Svona brandari til að breiða yfir þá staðreynd að mér datt ekkert annað í hug til að segja, enda svaraði þessi grein sér að mestu leyti sjálf. :) En ég hafði ansi gaman að henni og metnaðurinn skilaði sér alveg.

Re: Forvitni

í Forritun fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Við getum farið eftir þeirri einföldu þumalputtareglu að henda þeirri skrá sem er minni ef um tvær skrár er að ræða. Eða leyfa notanda að velja. Stundum er betra að hafa forritin einföldu. En ef þið eruð svona ofboðslega hrifnir af id3 töggum verð ég að hryggja ykkur með því að þau eru jafnstór í öllum tilfellum. Þeas mp3 skráin úthlutar tagginu bara ákveðið pláss. Til dæmis held ég að nafnið á laginu fái 30 char. Þannig að nafnið tekur því alltaf 30 byte minni og getur mest verið 30 stafir....

Re: Ringulreið

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hvað meinarðu með að sama stak megi ekki koma aftur? Sama stak getur komið oft fyrir í óreiðukenndu kerfi, svo fremi að stökin á eftir því séu ekki í sömu röð og í áður.<br><br> “I'll knock your socks!”

Re: Svör Descartes við Mótbárum númer átta

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
En ertu viss um að ÞÚ hafir skrifað þetta allt? En, annars, flott grein. Það eru einmitt ekki nema nokkrir dagar síðan ég las orðræðuna. Er þessi ansi krúttlega mynd efst í hægra horninu af þér? :)

Re: Svör Descartes við Mótbárum númer átta

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
“Þetta er ritgerð sem ég skrifaði í heimspeki 103 við Menntaskólann á Akureyri, þegar ég var í þriðja bekk (í fyrra).” Það er nú almenn kurteisi að lesa amk fyrsu línuna á greininni sem maður ætlar að svara! :-)

Re: Er þetta spurning?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég held það myndi spara ýmis vandræði ef við slepptum því að láta spurningar eða setningar vísa í sjálfa sig. Við myndum alla vega losna við óþægindi eins og “muntu svara þessari spurningu neitandi?”, eða “ég er mengi allra mengja sem innihalda ekki sjálft sig!” Annars held ég að flestir sem spyrji þessarar spurningar hafi verið með einhverja skemmtilega þversögn í huga, en síðan gleymt henni og haldið að hann/hún/það hafi óvart munað hana aftur. Sá hinn sami áttar sig síðan ekki á því að...

Re: Heimskspeki dagsins...

í Heimspeki fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Sólin. Pottþétt. Nei, heyrðu, það var í gær…<br><br> “I'll knock your socks!”

Re: Er helvíti til?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það er auðvitað hægt að sannfæra sjálfan sig um maður búi í hmnaríki. Verst að það er ekki hægt að sannfæra sjálfan sig um eilíft líf. En, jæja, sakar ekki að reyna. En annars mér finnst “kristlingur” nokkuð skemmti- legt orð. Já, bara alveg “helvíti” krúttlegt :-).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok