Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Æ, mér leiðist þetta týpíska “falleg hugsjón en gæti ekki virkað”. Mér alveg sama þótt þetta hafi verið falleg hugsjón eða ekki, þú einfaldlega stjórnar ekki landi með hugsjón. Marx var heimspekingur, ekkert annað. Hvað átti hann að vita um það hvernig þetta myndi allt ganga? Þú getur ekki látið fólk lifa eftir einni hugmynd. Sem hugsjón var kommúnisminn alveg jafnmikil einfeldni og allt annað. Í raun þjást kommúnismi og kapítalismi af sama vanda- máli - þessar stefnur bjóða báðar upp á...

Re: Ást,hugsun,dáleiðsla eða eitthvað annað?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ást er án efa AFAR flókin tilfinning, líkast til samsett úr alls konar hrumhvötum, sem og öðrum tilfinningum. Í grunnin byggist hún líkast til á kynhvöt og etv þörfinni fyrir félagsskap. Fegurð, og hugmyndir um fegurð, eru alltaf factor. Persónueinkenni manneskju eru alltaf stór þáttur, en það er alveg eins erfitt að átta sig á þeim og hvers vegna tiltekin persónueinkenni falla tilteknum manneskjum í geð. Ég held að ástin sé of flókið viðfangsefni til að geta fjallað um það “analytically” á...

Re: Fallout 3 verður aldrei gefinn út

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Black isle hljóta að geta fengið betri díl en hjá þessum interplay-hálfvitum, sem skilja greini- lega ekki hvað þeir eru með í höndunum.

Re: Er jafnrétti æskilegt? -þankar

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta með tíuprósentin er reyndar steypa samkvæmt nýjustu rannsóknum. Vísindamenn eru enn að misstíga sig eitthvað varðandi heilann í okkur. Enn fínn punktur varðandi dýrseðlið. Maður verður að átta sig á því að þrátt fyrir allt er maður dýr. Öðruvísi endar maður bara með einhverja sálarkvilla og bælda kynhvöt.

Re: ungur eldri

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það ætla ég að vona!<br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.

Re: Ignore this post, by order!

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Vegna þess að ég les alla pósta merktir (ólesið). Reyndar var ég að spá í að hundsa þennan póst, ég vissi fyrir- fram hvað myndi standa í honum. En að póstur sé (ólesinn) fer í taugarnar á mér. Ég er einföld sál.<br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.

Re: Fræðigreinafordómar

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég held samt að stærðfræðingar lendi ekki svona hátt. Verkfræðingar gera það tvímælalaust, enda er verkfræðingur “nytsamlegur stærðfræðingur”. Bottomlænið er að sjálfsögðu það, að það sem þykir hagnýtt eða snýr að rannsóknum beint í þágu mannkyns sé flott. En mér sýnist röðin hjá þer vera ansi rétt. <br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.

Re: Sál með augum sálfræði

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þetta er góð grein, en lýsir skoðunum sem eru svo vísindalegar og rökréttar að mér finnst það hreinlega ógeðfellt. Að sjálfsögðu er ég sammála um það að sálin sé ekki neitt “yfirskilvitlegt”. Það er hvort eð er hugtak sem enginn hefur getað gefið fullnægjandi skýringu á. Það er samt ekkert skrýtið að fólk velji sér þá skýringu að sálin (meðvitundin) sé yfirskilvitleg vegna þess að hún brýtur svo þvert á öll náttúrulögmál áð vísindin standa ráðþrota gagnvart henni. Þrátt fyrir allar framfarir...

Re: Sál með augum sálfræði

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Er þá líka til metametacognition? Að vera með- vitaður um það að vera meðvitaður um sína eigin hugsun? :-)

Re: Er jafnrétti æskilegt? -þankar

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það ER í lagi að efast. Jafnvel um jafnréttisbaráttuna. Fólk er of hrætt við “siðferðislega rangar” skoðanir að það þorir enginn að spyrja. Annað hliðstætt tilfelli eru hinir svokölluðu kynþáttafordómar. Fólk er svo hrætt við að vera stimplað rasistar að það má ekki ekki einu sinni tala um það að fólk sé með mismunandi húðlit. Og í framhaldi af því er hér önnur “ósiðleg” spurning: Ættum við að vilja algjöra blöndun kynþátta? Erum við ekki í leiðinni að þurrka út þá menningu sem gerir þá...

Re: Stephen Hawking játar sig sigraðan

í Vísindi fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Flott grein. Mig minnir þó endilega að hugmyndin um tímann sem fjórðu víddina hafi verið frá einstein komin og sé þannig mun eldri.

Re: Almennt um tónlist

í Músík almennt fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þetta er nokkuð vel mælt. Það er til nóg af fólki sem finnst aðeins of mikil- vægt að þekkja sem flesta tónlistarmenn og koma öðrum í skilning um að þeir viti hvað þeir eru að tala um. Soldið eins og þessi grein. Soldið eins og Árni Matt. En markmið tónlistar er einfaldlega að vekja tilfinningar hjá okkur. Það vill bara svo til að hún er það listform sem gerir það einna best.

Re: Butterfly Effect, The

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þessi frasi er kominn frá óreiðukenningunni, sem eins konar “ljóðræn útlistun” á fyrirbæri sem nefnist “sensitive dependence on initial conditions”. Þetta er ekki bara sniðug hugmynd, það er fullt af stærðfræði sem fylgir þessu.

Re: Van Helsing

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Mér finnst yfirleitt leiðinlegt þegar hollywood gerir myndir eftir heimsbókmenntunum, hún SKILUR þær ekki, og hefur aldrei gert það. En að eyðileggja þrjár í EINU? Á svona líka grodda- legan hátt? Ég er ekki á leiðinni á þessa mynd. Ég ætla hins vegar að lesa Dracula eftir Bram Stoker einhvern tíman, og hugsanlega Frankenstein eftir Mary Shelly.

Re: Óttast þú dauðann?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
En hvers vegna ætti maður að óttast dauðann? Er það ekki einmitt vegna þess að manni finnst gaman að lifa? Gæti sú vitneskja að einhvern tímann munum við deyja ekki hjálpað okkur að læra að meta hversu mikils virði lífið er? Ég ætla ekkert að reyna að plata ykkur, ég óttast dauðann mest af öllu. Samt nýt ég hverrar mínútu af lífi mínu.

Re: Óttast þú dauðann?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Heh, ég var einmitt að ganga fram hjá þessari búð í gær og tók einmitt eftir þessari setningu í fyrsta skiptið.

Re: Hvað er Sálin?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þú afsakar vonandi, ég get verið pínulítið kaldranalegur. En þú vilt fá skilgreiningu á einfeldni. Ég get ekki lofað þér því en ég skal gefa þér smá innsýn í það sem ég var að segja. Þegar ég segi að einhver sé einfeldningur er það vegna þess að hann er svo viss í sinni sök um eitthvað atriði að honum dettur ekki í hug að efast um það. Ef þetta atriði reynist rangt mun hann því aldrei koma auga á það. Hvort þessi skilyrðislausa afstaða er raunverulega röng eða ekki skiptir ekki höfuðmáli....

Re: Hvað er Sálin?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Trúaðir menn ERU einfeldningar. Fólk virðist þó gleyma því að hinir allrahörðustu vísindamenn eru það líka. Ég lái þeim það svo sem ekki. Að vera EKKI ein- feldningur er erfiðara en það virðist.

Re: Er heimspeki nauðsynleg?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Heimspeki er að mörgu leyti nauðsynleg fyrir framfarir. Kannski ekki heimspekin sjálf, en þessi praktísku atriði sem heimspekilegar pælingar leiða af sér. Við höfum mörg dæmi um þessa þróun. Það eru hugmyndir og kenningar og alls konar teorísk fræði sem liggja undir ásamt stórun kerfum með meðfylgjandi hugsunarhætti. En þessi kerfi leiða svo af sér eitthvað agalega hentugt. Við getum nefnt “fractal þvottavélar” sem ágætis dæmi. Eða þá örsmæðarreikning, raunhyggju, sálgreiningu, o.s.frv…...

Re: Punktar

í Forritun fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Jú, þetta er sniðug hugmynd og samlíkingin við tuga- kerfið nær þessu nokkuð vel. Og ef þið voruð að spá í því: Með minni takmörkuðu kunnáttu á c++ (as opposed to c) get ég skorið úr um að struct er sértilfelli af class, þ.e.a.s. class með public breytum.

Re: Sjálfsmorð?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það að þú póstir hér sýnir (vonandi) að þú hafir ekki gefið upp alla von og að þú viljir að einhver hlusti á þig. Ég myndi ekki fremja sjálfsmorð og ég myndi tala við einhvern sem tekur þig alvarlega og getur skilið þig. Ég vona að það sé einhver sem þú treystir nógu vel til að þú getir talað við, það hjálpar svo mikið. Annars geturðu að sjálf- sögðu alltaf komið hingað. En að sjálfsögðu veit ég ekki hvað á undan hefur gengið, en ég segi samt að það þurfi ANSI mikið til að það sé þess virði...

Re: Punktar

í Forritun fyrir 20 árum, 5 mánuðum
ó, þú ert væntanlega að spá í leitaraðgerðir frekar en eitthvað fjarlægðartengt. heh, ég 30.000 kvaðratrætur eru nú kannski ekki alveg það þægilegasta

Re: Punktar

í Forritun fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Er ekki sniðugt að skilgreina punktasamanburð út frá fjarlægð þeirra frá tilteknum punkti (sem við köllum O = (0,0))? Við myndum þá nota eins konar alhæfingu á pýþagorasarreglu og bera saman tölurnar sqrt(a.x^2 + a.y^2 + a.z^2) og sqrt(b.x^2 + b.y^2 + b.z^2). Hvaða merkingu hefði það annars að einn punktur væri “meiri” en annar punktur í kerfinu þínu?

Re: Að falla í hópinn

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ef við látum Z = {Z, 1, 2, 3}, fengjum við þá ekki mengið Z = {{1, 2, 3}, 1, 2, 3}? Hugtakið “nesting”, sem er meðal annars vel þekkt í forritunarmálum (og ég þekki ekkert íslenskt orð yfir) ætti vel heima hér. Ég hef aldrei verið klár á því hvort þetta hugtak ætti að gilda um mengi, en samkvæmt því væri munur á mengjunum {1, 2, 3, 1, 2, 3} = {1, 2, 3} og {{1, 2, 3}, 1, 2, 3}. Mér fyndist það þó nokkuð sjálfsagt. Ef við hugsum okkur mengið Z = {X,1,2,3}, þar sem X = {1, 2} gætum við ekki...

Re: Hvað haldið þið?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
En gæti ekki verið að guð hafi skapað hugmyndina um sig í hugum mannana. Eða að hugmyndin um guð sé ekki hugmynd um hinn raunverulega guð, heldur aðeins takmörkuð hugmynd, jafnvel röng? Þetta svar var að sjálfsögðu brill. Ég verð samt að valda þér vonbrigðum, ég er hræddur um að stærðfræðin búi ekki yfir neinum tólum til að fást við guðlegar verur. Ef guð væri tala - eða þríhyrningur - þá væri þetta minna mál. :-)<br><br>— Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika ljúfa tóna á götum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok