Ef við látum Z = {Z, 1, 2, 3}, fengjum við þá ekki mengið Z = {{1, 2, 3}, 1, 2, 3}? Hugtakið “nesting”, sem er meðal annars vel þekkt í forritunarmálum (og ég þekki ekkert íslenskt orð yfir) ætti vel heima hér. Ég hef aldrei verið klár á því hvort þetta hugtak ætti að gilda um mengi, en samkvæmt því væri munur á mengjunum {1, 2, 3, 1, 2, 3} = {1, 2, 3} og {{1, 2, 3}, 1, 2, 3}. Mér fyndist það þó nokkuð sjálfsagt. Ef við hugsum okkur mengið Z = {X,1,2,3}, þar sem X = {1, 2} gætum við ekki...