Þú sannar þarna að ræðar tölur eru jafnmargar heilum tölum (hafa sömu fjöldatölu). Ef við teljum ræðar tölur á annan hátt: 1, 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, … 2, 2/3, 2/5, 2/7, 2/9, … , 3, 3/2, 3/4, 3/5, … fáum við að fyrir hverja heila tölu eru til óendanlega margar ræðar tölur (ekki satt?). Ef við táknum fjölda heilla talna með ∞ hlyti fjöldi ræðra talna að vera táknaður ∞². Þýddi það þá að ∞ = ∞² ? Eða er eitthvað hrapalega vitlaust hjá mér. Það þyrfti þó ekki að...