Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Re: Tölvusvið í iðnó

í Forritun fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já, það er rétt Bessi. Samanburðurinn er samt ekki alveg ógildur. Það hjálpar að forritunarmál eru innbyrðis líkari (að ekki sé talað um einfaldari og skiplegri) en tungumál. En það er alveg sæðislegt að þú skulir vera svona vel að þér í tungumálum og málfræði.

Re: Tölvusvið í iðnó

í Forritun fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta er nú ekki nákvæmur samanburður. Það væri betur við hæfi að segja: “Þeir læra að skrifa greinar, ekki íslensku”, sem er samt rétt, en gefur aðra mynd. Það breytir samt ekki boðskapnum, það veikir hann hins vegar.

Re: Tölvusvið í iðnó

í Forritun fyrir 19 árum, 8 mánuðum
En þú lærir samt sem áður á eitt forritunarmál til að byrja með. Maður verður að læra að forrita af reynslu. Það gagnast ekkert að kunna málfræði ef maður kann ekki að tala. En að sjálfsögðu er þetta rétt hjá ykkur. Að læra eitt forriunarmál er frekar takmarkað, og ekki það sem þetta gengur út á, en það er nauðsynlegt samt sem áður. Það er eina leiðin til að byrja. Og athugið: Ef hann hefur hrokann, þá hefur hann líkast til áhugann. Hrokinn á vonandi eftir að eldast af honum, en áhuginn...

Re: Pæl1ng

í Heimspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég styð það nú alveg. Mér fannst það samt ekki. :)

Re: heimavinna í páskafríinu?

í Skóli fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Sko, nú er loksins komið frí, sem þýðir að nú er loksins tími til að læra!

Re: Pæl1ng

í Heimspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Fyrirgefðu innilega, en þetta er mjög slappur brandari.

Re: Pæl1ng

í Heimspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég er með skemmtilega ádeilu á þennan póst: Nei!

Re: Jæja heimspekingar

í Heimspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Rétt og rangt ætti ekki að hafa sömu merkingu í siðfræði og í öðrum skilningi. Og í raun finnst mér ekki áhugavert hvort siðferðisleg skoðun er rétt eða röng. Það sem er áhugavert er hvernig komist var að því hvort hún er rétt eða röng, þ.e. rökstuðningurinn, og sá siðfræðilegi skilningur sem honum fylgir. Því það er eitt að komast að niðurstöðu og annað að skilja hana. Ef einhver segir mér að ákveðin skoðun sé rétt finnst mér ekki nema sanngjarnt að hann útskýri fyrir mér, hvað það felur í...

Re: Taka niður JReykdal

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hugi er ekkert að breytast, þið eruð bara að eldast. :)

Re: Skólaleiði

í Skóli fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Finndu þér eitt fag til að verða ÓGEÐSLEGA góður í. Restin af fögunum verða enn þá leiðinleg, en þú munt hafa góða ástæðu til að mæta í skólann!

Re: Hugsun

í Heimspeki fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þú átt við að hugsunin sé ekki algjörlega vélræn. Þ.e. að í veröld sem virðist vera algjörlega lögbundin sé “frjáls vilji” mögulegur. Ég efast satt að segja um að líkindafall sé heppilegur samanburður við hugsun okkar. Og það að hún sé hugsanlega ekki algjörlega lögbundin þýðir ekki endilega að hún sé tilviljana- kennd. En það að við höfum frelsi til að velja “viðbrögð” hintar aðeins að því að veröldin sé ekki algjörlega lögbundin, að ákveðin orsök gæti haft fleiri en eina afleiðingu. En það...

Re: Um mengi, algebru og firðrúm

í Heimspeki fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að mengjafræðin sé alhæfing á öllum fjandanum. Það er kannski þetta sem þú meinar með því að mengjafræðin sé hálfþurr, hún er fullkomlega alhæf og fjallar ekki um neitt. En hins vegar er hægt að láta hana fjalla um næstum hvað sem er, eins og þú sýndir með dæmum: algebra og firðrúm hvort um sig sem sértilfelli af vörpunum. En ég vil meina að mengjafræðin gegni jafnvel þýðingar- meira hlutverki en bara í stærðfræði. Hún gefur líka góða lýsingu á...

Re: Ég er gáfuð manneskja.

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er RÉTT! Það er ógeðslega fyndið hvað margir verða móðgaðir við þessa setningu. Þetta sýnir í raun hroka margra. Það er svona eins og fólk sé of óöruggt með sig, og of upptekið við að reyna að vera kurteist til að viðurkenna að því finnst það vera gáfað, og þolir þess vegna ekki þegar aðrir segjast vera það. Það er reyndar nett hrokafullt að segjast vera gáfaður. En það er líka ógeðslega fyndið. Og hugsanlega satt.

Re: ............

í Heimspeki fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hei, erum við komin í þennan pakka aftur? Þú færð yfirleitt út mjög skemmtilega þversögn ef þú lætur orðið ekkert fjalla um sjálft sig, sem þú ert að reyna að gera hér. Í þessu tilviki er best að byrja að gera greinar- mun á hugtaki og því sem fellur undir það. Ef þú lætur “stól” falla undir ekkert færðu “engan stól”, sem er ekkert vandamál. En um leið og þú ferð að hugsa þér “ekkert” sem eitthvað sérstakt hugtak og kannski reyna að fá eitthvað vit í “ekkert ekkert”, þ.e. láta ekkert falla...

Re: Trúmál - Deismi

í Heimspeki fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Siðferðiskennd? :)

Re: Reykingar!!

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég skil ekki heldur þetta “að drekka eða drekka ekki”. Það er eins og maður geti ekki rétt smakkað 1-3 bjóra án þess að verða hamrandi fullur. Fólk er alltaf að spyrja sömu aulaspurningarinnar, “drekkur þú?” svona eins og það sé eitthvað viðvarandi ástand. Drykkja er ekki vandamál, óhófleg drykkja er það hins vegar.

Re: Handklæðið

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Platón var líka svo mikið menntasnobb.

Re: Óendanleikinn er ófullkominn

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég vona að ég hljómi ekki hrokafullur. Ég er það nefnilega ekki. Ég er bara mjög viss um þetta atriði.

Re: Óendanleikinn er ófullkominn

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég vona að ég sé ekki að endurtaka mig. Ég vona líka að þið skiljið þetta. Þetta er mjög rökrétt þrátt fyrir að það líti kannski út fyrir að vera kjaftæði. :) Stærðfræðin hefur mjög jarðbundnar útskýringar á flestum fyrirbærum sínum, þótt svo virðist ekki alltaf vera.

Re: Óendanleikinn er ófullkominn

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Táknið 0.999… merkir einmitt markgildið. Það er rétt hjá þér að fyrir endanlega margar níur er talan aldrei jöfn einum. Þegar við spyrjum hvert gildið er fyrir óendan- lega margar níur erum við í raun að spyrja “hvert stefnir talan þegar sífellt fleiri níum er bætt við?”. Og svarið er einn. Og það er það sem 0.999… merkir. Í raunveruleikanum gætum við að sjálfsögðu aldrei ritað óendanlega margar níur, en við getum samt svarað spurningunni um hvert gildið væri, ef við gætum það, vegna þess að...

Re: hvað.........

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Gæti vel verið. Það var alla vega ekki 7*6. :)

Re: Hakakrossinn (Swastika)

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Point taken. Enda fínasta grein.

Re: Óendanleikinn er ófullkominn

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er ekki sammála því. Markgildi eru vel þekkt og óendanlegar tölur eru vel þekktar og skilgreindar. 0.999… = 1 er vel þekkt staðreynd, allar reiknireglur sem leiða af eða að því eru þekktar, og auk þess vel skilgreindar, svo ef einhvern langar að vita hvað þetta þýðir allt saman er það líka mögulegt. Skilningurinn á þessu er þó ekki endilega sjálf- sagður. Hann þarf hver og einn að meta við sjálfan sig

Re: Óendanleikinn er ófullkominn

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Nei, hvorki reikningsaðferðin né óendanleikinn eru ófullkominn. “ófullkomið” hefur reyndar enga stærðfræðilega merkingu svo ég legg til að þið hættið að nota það orð. Það þarf bara góða skilgreiningu á því að eitthvað sé “óendanlegt”. Og slík skilgreining er möguleg. Samkvæmt henni er 0.99999 = 1, og það er ekkert óeðlilegt við það.

Re: Óendanleikinn er ófullkominn

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Það er rétt hjá þér. Í hvert sinn sem þú deilir fullstyttu broti þar sem nefnarinn er margfeldi af öðrum frumtölum en 2 og fimm (í tíundakerfi) færðu óendanlegt brot. ef 157/999 = 0.157157157157157157….. hlýtur eins að fást: 0.157157157157157157157….= 157/999 0g : 1/9 = 0.111111111…., 9 * 0.1111111111…. 9*(1/9)= 0.999999….. = 1. Þetta er að vissu leiti galli á talnakerfinu okkar. En þetta er líka mjög fróðlegt þegar kemur að markgildum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok