Það er líka fínt að skrifa bara 10^9, 10^8, 10^7, 10^6, 10^5, 10^4, 10^3, 10^2, 10, 10^(-1), 10^(-2), … Þessar einingar eru algjörlega ofmetnar og það fer allt of mikill tími í grunnskóla í þær. Eftir 6. veldið er flestum sama hvað einingin heitir hvort sem er. Og flestir stærðfræðingar vinna aldrei með einingar. Eðlisfræðingar gera það hins vegar. En það er gott að reyna að muna þuluna kíló, hekta, deka, meter, desí, sentí, millí. Það er ákveðinn rythmi í þessu.