Þetta er ekkert rugl, þetta er spurning sem vert er að (reyna að) svara. :) Það er í raun nóg að gera alltaf ráð fyrir að orsök hafi bara eina afleiðingu. Ímyndum okkur að orsök hefði tvær afleiðingar, þ.e. ef A gerist, þá gerast bæði B og C. Þá er alveg hægt að líta á B og C sem einn atburð. Gerum t.d. ráð fyrir að orsök A hafi afleiðingar B, c og D og að ef A gerist, þá gerist annað hvort ekkert eða einn eða fleiri af B, C og D (tilviljanakennt). Þá getum við valið á milli atburðanna...