Ef SÞ eiga að koma e-u landi til hjálpar þá þarf að ræða það fram og til baka á Allherjarþinginu. Þegar ákvörðun kemur er búið að slátra helmingi þjóðarinnar. Og hverja mun svo SÞ senda til að hjálpa restinni, gæsluliða frá Pakistan, Malaysíu, Nígeríu, Frakklandi og Íslandi? Gæsluliðar, vopnaðir, en ekki með leyfi til að beita vopnum, hafa verið hreinlega afvopnaðir af bandíttum, aftur og aftur. Hver flytur gæsluliðana á staðinn, hver borgar, hvaða stuðning fá gæsluliðarnir úr lofti, af sjó?...