Michel Moore er ekki óbrigðull og ekki örugg heimild. Hann hefur sínar skoðanir, og þær eru ekki hinar einu réttu. Það er ekkert einsdæmi í BNA, að sigra forsetakosningar, en með færri atkvæði, en sá sem tapaði. Þetta henti t.d. Kennedy gegn Nixon, ef ég man rétt. Þeir hafa það kerfi að hvert ríki hefur ákveðinn fjölda kjörmanna. Sá sem fær fleiri atkvæði í ríkinu(fylkinu) fær alla kjörmennina. Þú notaðir orðið ‘skandall’ vegna þess að þú vissir allt um málið, ekki satt?