Sko, bæði ég og þú erum með “sjúklega” fóbíu, sem maður ræður ekki við. Ég hef næstum hlaupið fram af 200 m þverhnípi til að forðast geitung. Ég ræð ekki við mig, hjarslátturinn verður ofboðslega hraður, kaldur sviti, sortnar fyrir augum….alveg blómstrandi kvíðakast! Og eiginlega þarf maður sérfræðihjálp við þessu. Þegar þetta er orðið svona slæmt þýðir voðalega lítið að reyna að taka á þessu sjálfur. Ég er alltaf á leiðinni að finna einhvern sérfræðing, bara kem því aldrei í verk :P