Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Re: Spolers - Angel og Buffy nýjustu seríunar!!!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Bætum við molum! Þetta er viðtal við Joss Whedon tekið af scifi.com: Buffy Crosses The Pond Joss Whedon, whose Buffy the Vampire Slayer took home the Saturn Award for best network television series, told SCI FI Wire that he will move production to England for the seventh-season premiere episode. "I am going to England … in a couple of weeks to shoot some second-unit with Tony [Head, who plays Giles,] and Alyson [Hannigan, who plays Willow,] for the season premiere of Buffy,“ Whedon told...

Re: Smá spurning - pls svarið!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Persónulega er mér alveg sama. Auðvitað er gaman að fá greinar sem fólk hefur sjálft eytt miklum tíma og orku í - og á íslensku - en á meðan enginn er að leggja það á sig er sjálfsagt að koma með áhugaverðar greinar. Varðandi stigin - ég hef aldrei fattað hvaða máli þau skipta. Mér er hjartanlega sama hvað ég er með mörg stig og skil ekki af hverju einhver ætti að vera að eltast við þau. Þau gera nákvæmlega ekkert gagn!<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Spoiler season 6-7 Viðtal við Joss Whedon

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þér finnst semsagt að við hefðum átt að fá að vita í eitt skipti fyrir öll hvort hún var geðveik eður ei? Ég skal alveg viðurkenna að þetta var frekar óvenjulegur útidúr og tengdist ekki beinlínis söguþræðinum sem var í gangi (Trío-sagan, Buffy/Spike sambandið, engin Anya.) Það sem mér fannst jákvætt við þessa “lausn” var að einmitt óvissan. Það er rétt að Star Trek og Farscape og sennilega fleiri hafa notast við þetta gimmik; setja hetjuna í einhverjar aðstæður þar sem hún veit ekki hvað er...

Re: Spoiler season 6-7 Viðtal við Joss Whedon

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
“Normal again” var einn af betri þáttum 6. þáttaraðar. Hvað varð það við þáttinn sem fór í taugarnar á þér? Var það lokaatriðið eða eitthvað meira? Því ef það var bara lokaatriðið finnst mér það ekki nógu góð ástæða til að afskrifa þáttinn. Þetta var það sem er kallað leikur. Venjulegir þættir (og flestar sögur, kvikmyndir, leikrit o.s.frv.) fylja Aristótelísku hefðinni um byrjun, miðju og enda. Einhver staðar í sögunni verða hvörf þar sem sagan tekur nýja stefni í átt að lokunum (í þessum...

Re: DVD- special features

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég veit að það er hægt að finna eitthvað í gegnum KaZaA en þar fyrir utan veit ég ekki um neitt.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Angel ***spolier 3 þáttarröð******

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það hafa verið uppi alls konar orðrómar um að CC sé að hætta - aðallega vegna þess að þessi upphafning gerðist eitthvað svo snögglega og kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Það er þó ekkert sem bendir til þess ennþá að hún sé að fara - það má vera um fyrsta hlutann í einhverju plotti sé að ræða. Ég trúi ekki öðru en því að framleiðendurnir geri sér grein fyrir því að á eftir DB er CC mikilvægasti leikarinn í þáttunum. Nei einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að tilgangurinn hafi verið...

Re: Xander í 6. seríu *minor spoiler*

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
*heyr, heyr!!*

Re: Fullt af spoilerum í þessum pósti!!!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
LOL - big bed! Þetta kalla ég Freudian slip ;) Sko - eftir “Seeing red” - eftir nauðgunartilraunina breyttist allt. Spike hefur undanfarin 2 ár athafnað sig á mjög gráu svæði. Hann hefur stundum reynt að vera betri maður en ekki alltaf tekist. Og svo gat hann heldur ekki látið reyna á það þar sem kubburinn kom í veg fyrir allt ofbeldi gagnvart mönnum. En það fer ekki á milli mála að nauðgunartilraun er röng - og skiptir þá litlu máli hvað hann hélt - hann var að neyða hana, það fór ekki á...

Re: Fullt af spoilerum í þessum pósti!!!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hann var að biðja um sál. Það fer ekki á milli mála - höfundarnir hafa gefið út þá yfirlýsingu. Þeir voru vísvitandi óljósir svo að þetta með sálina kæmi á óvart en það er engin spurning að það er það sem hann vildi. Ég hélt reyndar líka þegar ég sá þáttinn að hann væri að biðja um eitthvað annað en svo er víst ekki: <i> J: I love Spike. I was very worried about the attempted rape… because that's not something you play around with. That's not something… it's very hard to come back from. And...

Re: Fullt af spoilerum í þessum pósti!!!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Við höfum séð tvö dæmi þesss að vamíra endurheimti sál - annars vegar með því að fá einfaldelga sálina aftur (Angel) og hins vegar með því að endurfæðast sem mannskja en með allar vampíru minningarnr (Darla). Þótt þau hafi brugðist ólíkt við þessari breytingu þá áttu þau það sameiginlegt að vera bæði mótuð af árum sínum sem sálarlausar vampírur. Ég mundi því telja að eins væri farið með Spike. Hann verður ekki lengur Spike eins og við þekkjum hann en hann verður heldur ekki William - til...

Re: Xander í 6. seríu *minor spoiler*

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
*Það* hefur ekki farið framhjá mér :) Ekki þarmeð sagt að ég þurfi að vera sammála öllum!

Re: Hellú..

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
O jæja - ég fylgist greinilega ekki nógu vel með. Já var gaman í Frakklandi? Fer þangað sjálf í fyrsta skipti eftir rúman mánuð :)<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: JM...

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ef ég man rétt verður hann fertugur í ágúst. En svo er það ASH - hann fer að nálgast fimmtugt og hann er nú ekki … slæmur ;)

Re: Í sambandi við allt umtal um spoilera

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég efast um að fólk sé almennt vísvitandi að eyðileggja fyrir öðrum. Í flestum tilfellum er þetta hugsunaleysi. Sérstaklega á þessu áhugamáli. Ég er samt sammála þér. Ég er búin að sjá alla þættina en vil alls ekki eyða ánægjuna fyrir öðrum sem eiga kannski eftir að sjá heila 44 þætti! Það þyrfti einfaldlega að vera einhver regla þess efnis að allir ómerktir spoilerar séu fjarlægðir. Ég veit ekki hvort þessi spoiler-könnun var beinlínis fjarlægð. Ég sendi email á admin um hana en veit ekki...

Re: Xander í 6. seríu *minor spoiler*

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er vissulega rétt að karlar komast upp með miklu meira heldur en konur hvað holdafar varðar. Þær bæta kannski á sig 2 kílóum og það er strax orðið blaðamatur. Og þær sem eru eðlilega grannar (Amber Benson) eru kallaðar feitar! Já NB hefur eitthvað bætt á sig undanfarin ár þótt það hafi nú ekki verið bara fita. En það virtist nú eitthvað verið byrjað að renna af honum í síðustu þáttunum. Persónulega finnst mér hann alltaf jafn sætur og skil ekki áhuga kvenþjóðarinnar á hinum grindhoraða...

Re: Halló?!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ef ég man rétt þá er eel einnig admin hér en hún er búin að vera í Frakklandi undanfarnar tvær vikur. Kemur aftur á morgun - kannski skýrist eitthvað þá.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Sorgarfréttir (possible spoiler)(þýdd grein)

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég vil taka það fram að ég byggi þessa hugmynd um launaviðræður ekki á neinu. Bara að giska.

Re: Sorgarfréttir (possible spoiler)(þýdd grein)

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Eftir að 5 þáttaröð lauk runnu allir samningar út (5 ára samningur er standard í þessum fagi). Þá voru gerðir nýir samningar við UPN um tvö ár í viðbót - alls 44 þætti. Þannig standa málin í dag. Þessir samningar renna út eftir næsta ár og ekki hefur verið samið um áframhald. Hvort haldið verður áfram mun þá væntanlega velta á því hvort leikararnir vilja halda áfram þá, hvort þeir hafi eitthvað betra að gera og hugsanlega hvort þeim finnist þeir fá nóg borgar. Þetta veltur samt allt fyrst og...

Re: Eurovision

í Sjónvarpsefni fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Eurovision er svo yndislega hallærislegt að það er ekki hægt annað en að hafa gaman af því - sérstaklega ef horft er á það í góðra vina hópi. Það slæðist inn eitt og eitt almennilegt lag inn á milli en það má jafnvel hafa meira gaman af þessum hræðilegu :)

Re: Britney í Buffy.

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Einhver breskur fréttavefur sagði frá þessu - þetta hefur ekki ennþá verið staðfest eða afneitað af neinum í Bandaríkjunum. Þangað til kýs ég að trúa þessu ekki, takk fyrir.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: hafiði fengið...

í Heilsa fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst ólíklegt að þetta sé alvarlegt (brjóstin eru nú einu sinni bara ofvaxnir fitukirtlar og því kannski ekki skrýtið að kýli geti myndast þarna - þótt ég hafi aldrei lent í þessu sjálf) en mundi samt hafa samband við lækni til að vera viss.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Með hvaða kvensjúkdómalækni mæliði?

í Heilsa fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ertu bara að taka verkjalyf? Hefurðu ekki prófað Naproxen? Það er ekki verkjalyf en virkar sérstaklega á túrverki. Maður þarf kannski að taka soldið mikið af því svo að það virki (ég tek ca. 1250 mg í hvert skipti) en þetta hefur algjörlega bjargað lífi mínu síðastliðin 10 ár.

Re: Fullt af spoilerum í þessum pósti!!!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Já eiginlega :þ<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Hvað finnst ykkur?

í Sjónvarpsefni fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Um hvað í ósköpunum?<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Fullt af spoilerum í þessum pósti!!!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Híííííí!!! Ég er líka búin að sjá :) Já - góðir þættir. Það eina sem mér fannst ekki vera að virka var það hvernig Willow hikaði ekki við það að reyna að drepa alla. Bestu vini sína! En það var margt gott, t.d. svipurinn á Giles þegar Buffy sagði honum hvað hafði gerst eftir að hann fór! Þá skellti ég upp úr. Og ennþá meira þegar hann fékk hláturskast :) Og Dawn fékk að vera með! Og Xander bjargaði heiminum! Og Spike fékk sál (greinilega ekki það sem hann reiknaði með)! Ég held að það verði...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok