Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Re: Smá spurning...

í Spenna / Drama fyrir 23 árum
*setur upp sakleysissvip* Ja, það er alltaf hægt að ræða um spoilera hér: http://www.voy.com/22031/

Re: Smá spurning...

í Spenna / Drama fyrir 23 árum
Persónulega finnst mér spoiler vera allt það sem ekki hefur verið sýnt á Stöð 2. Það eru svo margir sem hafa ekki séð meira og aðrir eru staddir á svo mismunandi stöðum að allt í 5. og 6. seríu finnst mér að verði að teljast spoiler. Nú er ég mesta spoilerhóra í heimi; hef séð alla þættina og veit alltaf alltof mikið um komandi þætti. Ég reyni nú samt að passa það að skemma ekki fyrir öðrum. Hvað korkana og greinarnar varðar veit ég ekki alveg í hverju munurinn liggur. Nema hvað að...

Re: We were soldiers

í Spenna / Drama fyrir 23 árum
Heh - ég á þessa mynd heima en hef aldrei nennt að horfa á hann. Bróðir minn lét mig hafa kópíu fyrir löngu síðan - ég veit ekki alveg af hverju. Stríðsmyndir gera afskaplega lítið fyrir mig. Kannski maður kíki á hana. <br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy

í Spenna / Drama fyrir 23 árum
Ég verð að hryggja þig með því að Angel á lítið eftir að sjást í þáttunum framvegis. Hann kemur fyrir í tveimur þáttum í fimmtu seríu og svo ekki sögunni meir. Eftir að sjónvarpsstöðin UPN yfirbauð WB fyrir sýningarréttinn af Buffy síðasta vor (en ekki Angel) hafa þættirnir tveir verið á mismunandi sjónvarpsstöðvum og stöðvarstjórnendurnir harðneita að hafa samgöngur á milli þáttanna. Stöðvarnar tvær eru í samkeppni og hugmyndin er víst sú að ef persónur úr einum þætti sjást í hinum sé um...

Re: voðalega er allt rólegt hérna inni!!

í Spenna / Drama fyrir 23 árum
Það er ekki skrítið - engir Buffy þættir í sjónvarpinu og ekkert að gerast í Bandaríkjunum. Og ég var að heyra að næsti Buffþáttur verði ekki fyrr en 30. apríl. Smá sárabætur: nýr Angel eftir tvær vikur<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Bara smá misræmi

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ja þegar maður hefur alltaf verið langt á undan sjónvarpinu er það ósköp freistandi. Næsta þáttaröð af Buffy - sú fimmta - byrjar á Stöð 2 í ágúst. Ég sé fram á það að þættinir sem ég er að horfa á núna (í sjöttu þáttaröð) verði sýndir í sjónvarpinu einhvern tímann seinni partinn 2003. Ég nenni hreinlega ekki að bíða svo lengi. Það er líka alltaf auðveldara og auðveldara að nálgast þætti á netinu og kostnaðurinn og tíminn sem fer í það fer minnkandi. Hvers vegna ekki að nýta sér...

Re: Bara smá misræmi

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er mjög erfitt að ætla að halda þessum hópum aðskildum. Þeir sem eru hvað harðastir í því að horfa á þættina - og þar af leiðandi tala um þá - gera sér far um að ná í allt það nýjasta sem þeir geta. Sumar skoðanakannarnir og jafnvel myndir mættu vera betur úr garði gerðar svo þær skemmi ekki fyrir hinum og er það stjórnenda þessa áhugamáls sjá til þess að það sé í lagi. Sá möguleiki er svo til staðar að setja upp eitthvað message board eingöngu fyrir þá sem hafa séð þættina í sjónvarpi...

Re: Hell's bells *(spoiler f. 6. seríu)*

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Æi já - þetta er allt svo erfitt. Og á bara eftir að verða erfiðara. En kemur kannski ekki á óvart. *lítur á klukku* Jebb - það er mars og allt að verða vitlaust í “Buffy.” Maður gat svosem sagt sér að eitthvað svakalegt ætti eftir að gerast - lítum á fyrri ár - það sem gerðist í seinni hluta seríunnar: 1. (telst ekki með - bara hálft season) 2. Angel verður illur og drepur Jenny Calender 3. Willow og Xander halda framhjá Oz og Cordeliu, Faith verður vond og reynir að drepa alla, Angel...

Re: Spoiler Heaven fyrir 6.seríu!!!!!

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sammála - þau hafa gengið í gegnum nógu mikið samt. Og ég get ekki sagt að ég sé ánægð með þetta. Það verður mikil sorg.

Re: Spoiler Heaven fyrir 6.seríu!!!!!

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hérna koma réttir spoilerar fyrir komandi þætti. Þeir eru teknir af “The Buffy Cross & Stake” þar sem *aðeins* hárréttar upplýsingar eru póstaðar (þið verðið að afsaka að þetta er allt á ensku - ég hef ekki tíma til að þýða núna): Normal Again Ep: 17. Airdate: 3/12/02. TV Guide Summary: A demon doses Buffy with a powerful chemical that causes her to hallucinate, convincing the Slayer her parents are alive and Dawn never existed. Guest Stars: Dean Butler as Hank Summers. Kristine Sutherland...

Re: Hvað fynnst þér um skoðunakannanirnar?

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það sem mér fannst áhugaverðast var að Angel fékk fleiri atkvæði heldur en Spike. Annars eru svör fólks mismunandi eftir því hvar í seríunni það er statt. Fólk sem hefur bara séð þættina sem sýnir hafa verið á Stöð 2 svara sennilega soldið öðruvísi heldur en fólk sem er búið að sjá þá alla.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Hell's bells *(spoiler f. 6. seríu)*

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég held reyndar að þetta sé spurning um þema. Buffy, Willow og Xander hafa nú öll þurft að ganga í gegnum erfiða hluti. Þau hafa öll þurft að viðurkenna fyrir sjálfu sér að þau eru ekki að höndla eigin líf né samböndin sem þau voru í. Willow reyndi að stjórna sambandinu við Töru og missti öll völd, Buffy notaði Spike sem fékk hana bara til að líða ömurlega og Xander gat ekki ábyrgst að hann mundi ekki særa og jafnvel eyðileggja líf Önyu með því að giftast henni. Ekkert þeirra var í stakk...

Re: Hell's bells (spoiler f. 6. seríu)

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Auðvitað finnst mér gaman að eitthvað spennandi er að gerast með þessar persónur. Í reynd tek ég því fagnandi. Þau hafa gert allt of mikið af því að hanga í bakgrunninum. Loksins er verið að gera eitthvað úr dímonsögu Anyu! En það er ekki þarmeð sagt að mér finnist gott að horfa upp á þetta. Ég er kannski bara mjög ringluð :)

Re: Hell's bells (spoiler f. 6. seríu)

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
DJTP - Voru spoiler viðvaranirnar ekki nógu margar? Spikesgirl - Það er kannski rétt að ég hef aðrar áherslur en þú þegar kemur að samböndum en… ég veit líka að þetta er ekki búið á milli Spike og Buffy - það er bara rétt að byrja. Er hægt að segja það sama um Xander og Önyu? Samband Buffy og Spike hófst á mjög svo vafasömum forsendum - hann vissi að hann gat meitt hana og hún var að nota hann til að finna eitthvað. Ef að þau eiga að eiga einhvern séns verða þau að byrjar upp á nýtt - frá...

Re: Angurvær - en samt líka stór spoiler fyrir 6x15

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Er Spike besta persónan í þættinum? Það er nú afskaplega skiptar skoðanir um það. Hann er að vísu mjög vinsæl persóna en það eru ekki allir sem væru sammála því. Ef miða má við skoðanakannanirna hérna á huga hefur hann svona svipað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn. Og Spike og Angel eru eins og dagur og nótt. Fyrir það fyrst hefði Angel aldrei dottið í hug að … (Spoiler fyrir “As you were”) 9 8 7 6 5 4 3 2 1 . . . . … selja einhver skrímslaegg hæstbjóðanda eins og Spike gerði í “As you were.”...

Re: Angurvær - en samt líka stór spoiler fyrir 6x15

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég skil ekki alveg þessa röksemd. Angel hefur sál sem að segir honum að það sé rangt að drepa og meiða fólk - hann gæti drepið en kýs að gera það ekki. Spike hefur kubb sem meiðir hann ef hann reynir að gera mönnum mein þannig að hann gefst upp út af sársauka. Hann getur ekki drepið sama hvað hann reynir. Angel vill ekki missa sál sína - Spike vill losna við kubbinn. Þegar Angel missti sál sín varð hann aftur Angelus - hann hikaði ekki heldur drap um leið. Hann varð and-Angel. Þ.e. Angel með...

Re: Angurvær - en samt líka stór spoiler fyrir 6x15

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Angel og Spike eru ekki eins. Angel hafði - og hefur - sál. Í Buffy heiminum skiptir það öllu máli.

Re: Angurvær - en samt líka stór spoiler fyrir 6x15

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Æi hann Spike. Nei mér finnst hann ekki vera verðugur. Af hverju? Vegna þess að innst inni er hann ennþá dímon og hefur ekki sérlega góð áhrif á Buffy. Hann kann ekki að vera í þessu sambandi á hennar forsendum - reyndi hins vegar allt hvað hann gat að draga hana niður í myrkrið til sín. Sífellt að minna hana á að hún sé öðruvísi og tilheyri myrkraheiminum. Það má vera að hún hafi verið að nota hann en hann var alveg jafn mikið að nota hana. Svo er líka spurningin um hvort honum sé...

Re: ATHUGIÐ - HUGE ANGEL SPOILER!!!!

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hingað til hafa þessir spádómar aldrei ræst nákvæmlega eins og þeir voru túlkaðir. Það á eitthvað meira eftir að koma í ljós.

Svar: (Angel spoiler)

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þetta mun vera Connor - sonur Angels.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Skondið, já..

í Sjónvarpsefni fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þessi maður hét Angel og var slökkviliðsmaður í New York.

Re: Xander - klassi!!!!

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ja bara miðað við það sem hann var að gera á níunda áratugnum - að leika o.þ.h. - þá er frekar ólíklegt að hann hafi verið táningur.

Re: Xander - klassi!!!!

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þau útskrifuðust öll þegar þau voru 18 ára - í lokaþætti þriðju þáttaraðar - sem hét því viðeigandi nafni “Graduation Day”. Síðan þá hafa Buffy og Willow verið í háskóla (UC Sunnydale) og Xander hefur verið að vinna (get ekki sagt meira - það væri spoiler).

Re: Sáuð þið síðasta þættinn í 4 þáttaröðinni?

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Asnó?! Þessi þáttur var snilld!! Á vísan stað á topp 5 listanum mínum yfir bestu þætti.

Re: Xander - klassi!!!!

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þau eru nú öll talsvert eldri heldur en persónurnar sem þau leika - nema auðvitað þeir sem leika vampírur. Hérna er listi yfir réttan aldur leikaranna (og ég miða við árið en ekki afmælisdaga - þ.e. þau verða þetta gömul á þessu ári): Sarah Michelle Gellar - 25 Alyson Hannigan - 28 Seth Green - 28 Charisma Carpenter - 32 David Boreanaz - 31 Nicholas Brendon - 31 Emma Caulfield - 29 Michelle Trachtenberg - 17 Alexis Denisof - 36 Anthony Stewart Head - 48 James Marsters - 40 (já í alvöru -...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok