Mér finnst alltaf jafn fyndið hvað fólk er afgerandi í skoðunum sínum á Buffy. Ef menn eru ekki eldheitir aðdáendur þurfa þeir endilega að hata þættina og láta í té þá skoðun sína í tíma og ótíma. Ég neita að láta fólk með einhverja complexa hafa áhrif á mig og held fast í þá skoðun að um skemmtilega, vel gerða, vel leikna og áhugaverða þætti sé að ræða.