Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Re: Réttlæting á Buffy/Angel áhugamálinu?

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég var aðallega að grínast, ég fattaði nú hvað þú áttir við :) Og svo fannst mér að sjálfsögðu nauðsynlegt að undirstrika skoðun mína á þessu máli :-þ

Re: Réttlæting á Buffy/Angel áhugamálinu?

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Nei nei nei nei - það var “Boy smell nice” ;) Sammála þessu með fótboltann - ekki er ég að fara inn á einhverjar “Party of 5” síður og láta þar í ljós skoðun mína. Nú finndist mér kannski vera kjörið tækifæri til þess að segja eitthvað niðrandi um þann þátt en ég tel mig vera hafna yfir slíkt.

The Zeppo...

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 8 mánuðum
… verður sýndur, ef Guð lofar, á annan í páskum. En ekki endursýndur á fimmtudeginum á eftir eins og annars var vaninn.

Re: ÞAÐ Á AÐ HÆTT MEÐ BUFFY

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Virkaði það?

Annar möguleiki...

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það er einnig hægt að panta Buffy DVD diskana á netinu. Fyrsta þáttaröðin kostar eitthvað um 40-50 pund á amazon.co.uk og blackstar.co.uk en svo kemur næsta þáttaröð út á DVD í lok maí og kemur til með að kosta 64 pund á amazon (enda helmingi lengri en sú fyrsta). Það bætist svo einhver sendingarkostnaður við.

Re: Buffy á leigu.

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það er líka hægt að nálgast sömu þætti í Laugarásvídeói við Laugarásveg.

Re: Íslensk Buffy heimasíða

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Vill til að ég er með þessa Buffy síðu. Þannig er mál með vexti að kunningi minn er með oto.is serverinn og fékk ég pláss inni á honum. Tengist í raun Buffy ekki neitt. En það er alltaf gott að hafa ótakmarkað vefrými sem maður þar ekkert að borga fyrir :)

Re: Réttlæting á Buffy/Angel áhugamálinu?

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Mér finnst alltaf jafn fyndið hvað fólk er afgerandi í skoðunum sínum á Buffy. Ef menn eru ekki eldheitir aðdáendur þurfa þeir endilega að hata þættina og láta í té þá skoðun sína í tíma og ótíma. Ég neita að láta fólk með einhverja complexa hafa áhrif á mig og held fast í þá skoðun að um skemmtilega, vel gerða, vel leikna og áhugaverða þætti sé að ræða.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok