Mér finnst Friends vel að þessum verðlaunum komið. Hefði bara mátt gera þetta fyrir löngu síðan. Mér finnst bara alltaf jafn sorglegt að þetta Emmy-lið skuli ekki gera sér grein fyrir gæðum þátta þegar þeir falla ekki inn í einhvern fyrirframákveðinn gæðaramma. Friends fjallar um ungt fólk sem hagar sér oft á tíðum eins og krakkar og því hlýtur þáttur eins og Frasier með “fullorðnu fólki”, sálfræðingum og stórum orðum að vera miklu betri. Það sama má segja um drama flokkinn. West wing vann...