Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Re: Buffy byrjar í dag

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Greinilega ekki - þá á augljóslega að halda því til streitu að um tvo aðskilda þætti sé að ræða og það þýðir að það eru engin - <b>engin</b> - tengsl á milli þeirra. Btw - ég setti líka upp <a href="http://oto.is/buffy/video7.htm">búta</a>.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: The Osbournes?

í Sjónvarpsefni fyrir 22 árum, 7 mánuðum
The Osbornes segir frá lífi fjölskyldu gamla rokkarans Ozzy Osborne. Myndatökulið býr hjá þeim og tekur upp alla þá vitleysu sem þeim dettur í hug að gera. Þetta er s.s. raunveruleikasjónvarp.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy byrjar í dag

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þátturinn er kominn á netið. Þið getið fundið 8 búta úr honum - síðan tala um mikilvægustu atriði þáttarins - á www.buffy-tv.de Ég ætla líka að setja inn eitthvað af bútum í dag - sennilega einhver sömu atriði og eru á þýsku síðunni og einhver sem hún er ekki með. Kíkið bara á síðuna mína eftir hádegi. <br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy byrjar í dag

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Buffy byrjar í Bandaríkjunum í kvöld en var sýnd í Kanada í gær. Og wildfeedið (gervihnattarsending á þættinum til sjónvarpsstöðva) fór í loftið í gærmorgun. Sem gerði það að verkum að ég er búin að sjá þáttinn!! Jibbí!!!!<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Emmy - verðlaunin 2002

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Mér finnst Friends vel að þessum verðlaunum komið. Hefði bara mátt gera þetta fyrir löngu síðan. Mér finnst bara alltaf jafn sorglegt að þetta Emmy-lið skuli ekki gera sér grein fyrir gæðum þátta þegar þeir falla ekki inn í einhvern fyrirframákveðinn gæðaramma. Friends fjallar um ungt fólk sem hagar sér oft á tíðum eins og krakkar og því hlýtur þáttur eins og Frasier með “fullorðnu fólki”, sálfræðingum og stórum orðum að vera miklu betri. Það sama má segja um drama flokkinn. West wing vann...

Re: Mér finnst...

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Tilfellið er að það fer ekki alltaf sama áhorf á sjónvarpsþáttum og áhugi til að ræða þá. Það eru margir sem horfa t.d. á ER en hversu margir nenna að velta sér eitthvað upp úr þáttunum? Flestir þeir þættir sem vekja áhuga og umtal á netinu eru þeir sem bjóða upp á eitthvað óvenjulegt - annan heim, annan tíma - aðstæður þar sem fólk getur sleppt ímyndunaraflinu lausu. Það er alveg sjálfsagt að bæta fleiri þáttum við áhugamálin - en spurningin er hversu lengi er hægt að halda fólki við efnið....

Re: Bill Murray

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég mundi nú ekki taka mikið mark á imdb þessa daga. Það hefur alls konar vitleysa dúkkað þar upp undan farið. Ég er svona 99% viss um að Bill Murrey muni ekki koma fram í Buffy.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: PLÍS EINHVER lÁTI MIG VITA!!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Sumir ná í þættina á netinu, aðrir leigja spólur á vídeóleigum á borð við Nexus og Laugarásvídeó. Svo er líka hægt að kaupa spólurnar í gegnum netið.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: PLÍS EINHVER lÁTI MIG VITA!!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég skil ekki hvað þú ert að tala um. Hvaða þvaður nákvæmlega? Eins og svo margir aðrir hérna er ég búin að sjá allar fyrstu 6 seríurnar af Buffy. Íslenska sjónvarpið hefur sýnt fyrstu 4. Ekki er búið að frumsýna 7. seríu í Bandaríkjunum en einhverjir gagnrýnendur eru búnir að sjá fyrsta þáttinn - sem er venja þarna úti. Svaraði ég spurningunni?<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: PLÍS EINHVER lÁTI MIG VITA!!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Meinarðu á Stöð 2 eða í Bandaríkjunum? Það er ekki verið að sýna þættina núna á Stöð 2 og óvíst hvenær verður byrjar á því. Þeir hafa a.m.k. ekkert verið auglýstir í haust- og vetrardagskránni. Sjöunda þáttaröð af Buffy mun hins vegar byrja í Bandaríkjunum 24. september næstkomandi.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: FarScape og aðrir Sci-FI aðdáendur

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Farscape er hægt að nálgast í Laugarásvídeói, Nexus og Vídeóhöllinni. Bæði til á vídeói og dvd. Ég held að fyrstu 3 seríurnar séu allar komnar út núna. Svo er auðvitað líka hægt að finna þættina á netinu eins og svo marga aðra.

Re: Agulýsingar

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er auðveldast að leita til Þýskalands eftir nýju efni. <a href="http://www.buffy-tv.de“>Þessi síða</a> er yfirleitt með allar nýjustu promos og myndir svo til um leið. Þessi nýja Buffy promo er ekkert merkileg - bara mismunandi myndskeið úr 6. season. Um leið og ég finn eitthvað almennilegt (og það ætti að koma í síðasta lagi í byrjun næstu viku) mun ég setja það á <a href=”http://oto.is/buffy/video.htm">síðuna mína</a>.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: SPOILER!!!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég skil ekki þetta admin dæmi. Fer það eingöngu eftir því að viðkomandi sé kominn með 1000 stig og hafi sent inn 10 greinar? Alveg sama hvaða hálfviti á í hlut? Ég sendi inn admin umsókn fyrir þó nokkru síðan og fékk aldrei svar. Kannski vegna þess að þótt ég sé með yfir 3000 stig hef ég aðeins sent inn 5 greinar. Ef það er málið væri lítill vandi að leysa úr því.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Donnie Darko

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Snilldarmynd - og mér skilst að kommenteríið og aukaefnið á dvd diskinum sé alveg bráðnauðsynlegt til að njóta myndarinnar almennilega. Eftir því sem ég best veit hefur hún ekki komið úr á dvd í Evrópu en er til í Bandaríkjunum. Kannski ég panti hana í jólagjöf?

Re: Buffy og Angel spoilerar

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Já ég veit hann segir þetta núna og heldur sig fast við þessa sögu en á meðan á þessu stóð var alltaf eitthvað skrítið við dæmið. Hvers vegna að drepa hann í þætti nr. 10? Hvers vegna ekki að bíða aðeins og leyfa einhverju að þróast betur á milli Cordy og Doyle? Það var eins og verið væri að flýta öllu - Cordelia skipti mjög skyndilega um skoðun varðandi Doyle. Og hvers vegna í ósköpunum má hann aldrei koma aftur?

Re: Oz

í Sjónvarpsefni fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég talaði af mér. Það er búið að breyta dagskráráætlunni og nú mun “Six feet under” taka við þegar fyrstu seríu af “Oz” líkur.

Re: Oz

í Sjónvarpsefni fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er rétt. Ég man samt lítið sem ekkert eftir þeim. Hins vegar er B.D. Wong í þáttunum núna - leikur einhver profiler gæja sem hóað er í við og við. Mér skilst að Dick Wolf (sem gerir allar Law and Order seríurnar) og Tom Fontana séu bestu vinir - sem útskýrir af hverju það eru skuggalega mikið af sömu leikurunum, jafnvel sömu persónunum (Munch) í þessum seríum sem þeir gera þó í sitt hvoru lagi.

Re: Oz

í Sjónvarpsefni fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Vildi bara bæta því við að samkvæmt dagskránnid í á stod2.is lítur út fyrir að önnur þáttaröðin muni taka beint við af þeirri fyrstu í september. Ætli ég neyðist ekki til að gerast áskrifandi að Stöð 2 á ný :)

Re: Diskurinn væntanlegur!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þeir sem hafa áhuga á að kaupa diskinn geta gert það á Amazon.com. Þegar þetta er skrifað er diskurinn í 11. sæti yfir mest seldu diska.

Re: Fyrirspurn

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sástu ekki <a href="http://oto.is/buffy/ats.htm“>þennan link</a>? Þar ættirðu að fá einhverjar upplýsingar um ”Angel“. Þú getur líka séð nokkra búta úr þættinum <a href=”http://oto.is/buffy/videoangel.htm“>hér</a> Angel þættirnir hefjast eftir 3. seríu af Buffy lýkur og segja frá ævintýrum Angel, Cordeliu og Wesley í Los Angeles þar sem þau reka einkaspæjarabissness með áherslu á hið yfirnáttúrulega. Fyrst í stað voru þættirnir mjög samtaka ”Buffy“ þar sem oft voru tengsl á milli þátta og...

Re: Hvenær Byrjar Buffy Aftur?

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sjöunda þáttaröð hefst í Bandaríkjunum 24. september. Ég held að það viti enginn hvenær þættirnir byrja aftur í íslensku sjónvarpi.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Reynslusaga áhorfanda

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
MEG - jú. En ég er ekki svo viss um að það hafi nokkurn tímann komið fram hvað E-ið stendur fyrir. Og btw - ég hef ekki hætt að hafa gaman af Friends - horfi ennþá á þá, á alla þættina o.s.frv. En ég heimsæki hins vegar þetta áhugamál ekki oft. Það er einhvern veginn ekki eins gaman að hafa gaman af þeim og það var einu sinnu. Sem er það sem ég var að reyna að segja í alltof löngu máli.

Re: Diskurinn væntanlegur!

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Fyrri listinn er réttur að ég held. Joss og co. hafa sagt að það verði eitthvað af aukalögum úr eldri þáttum á diskinum og demo útgafan af “Something to sing about” er víst sungin af honum sjálfun og konunni hans. Er það rangt að mig langar virkilega í þennan disk þótt ég eigi sjálfan þáttinn svo og öll lögin á mp3?

Re: Fyrirspurn

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ja hérna - ógeðslegir. Ég hef nú aldrei litið á þættina á þann hátt. Ég mundi kenna óléttunni um :) Ef þú hefur áhuga á Angel þáttunum og ert á Reykjavíkursvæðinu geturðu nálgast þættina í t.d. Laugarásvídeói á Dalbraut eða Nexus við Hverfisgötu. <a href="http://oto.is/buffy/ats.htm">Hérna</a> eru smá upplýsingar um þættina. Það er líka hægt að finna allar 6 seríurnar af Buffy á þessum stöðum.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Fjölvarpið

í Sjónvarpsefni fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Er það ekki BBC Learning? Það heitir það á mínu sjónvarpi. Ég hélt að það væri annað en BBC Prime.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok