Þessir tveir þættir eru, þegar uppi er staðið, frekar ólíkir með mismunandi áherslum. Á Angel höfum við t.d. hóp af fólki sem tengist böndum því það vinnur saman að sameiginlegu markmiði en á Buffy höfum við hóp af fólki sem tengist böndum og vinnur því að sameiginlegu markmiði. Þessi litli en þó greinilegi munur gerir það að verkum að á Buffy er meiri áhersla á persónurnar og þeirra tilfinningalíf á meðan á meðan Angel er að velta sér upp úr epískari vandamálum - baráttu góðs og ills,...