Já það eru til þættir sem heita Angel og eru spin-off sería af Buffy. Þessir þættir hafa gengið í fjögur ár úti í Bandaríkjunum en hafa aldrei verið sýndir á Íslandi og munu líklega aldrei verða sýndir. Aðalpersónurnar eru Angel, Cordelia og Wesley (sem þú manst kannski eftir úr Buffy) ásamt nýliðunum Gunn, Fred, Lorne og Connor. Ef þú ert á stór-Reykjavíkursvæðinu geturðu fundið þættina í Laugarásvídeói eða Nexus og svo er hægt að finna þá á netinu líkt og aðra vinsæla þætti. Ef þú vilt...