Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Re: Jæja.

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það er auðvitað stóra spurningin. Á hinn bóginn hefur WB víst verið að auglýsa það að James Marsters verði í Angel á næsta ári og hæpið að stöðin taki þátt í blekkingaleik fyrir UPN.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Jæja.

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Mér fannst viðeigandi að enda þetta svona - taka burtu forsendurnar fyrir þáttunum: Buffy er ekki lengur sú eina og Sunnydale er ekki til. Fullt af ósvöruðum spurningum en góður endir engu að síður (og sem lokapunktur betri heldur en “The Gift”)<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy búinn ... :'(

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ja - Eliza Dushku verður í einhverjum þáttum (True Calling minnir mig að þeir heiti) á WB stöðinni sem fjalla um stúlku í háskóla sem getur breytt örlögum fólks - þ.e. lifað daga aftur og breytt útkomunni. David Greenwalt (fyrrum Buffy/Angel höfundur) er að einnig að hrinda af stað þáttaröð á UPN (kallast Jake 2.0? - eitthvað svoleiðis) um mann sem er í einhverju annarlegu sambandi við tölvur. Hvort það verður svo eitthvað varið í þessa þætti veit ég ekki. <br><br>—————– *Evil things have...

Re: 10 bestu þættirnir ad mati Joss Whedon

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ef einhver má hafa álit á því hvað er besta atriðið er það auðvitað Joss Whedon. Hvað sem því líður hef ég mín eigin uppáhalds (raðað eftir þáttaröð): Welcome to the Hellmouth - kynningin á persónunum The Pack - Hýenukrakkarnir á ráfi um skólalóðina When she was bad - Buffy dansar við Xander Innocense - Buffy og sprengjuvarpan “Best present ever” The Wish - Willow og Xander drepa Cordeliu, - Buffy drepur Xander og blikkar ekki þegar Willow og Angel eru drepin, - Buffy drepin af the Master...

Re: ömurlegur tími

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Jújú - voru teknir af dagskrá því foreldrar kvörtuðu víst yfir því að krakkar væru að horfa á þessa þætti alltof snemma - kl. 8!! Þá voru þeir færðir á hálftíu á föstudögum og voru þar mjög lengi. Og svo þetta!<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: ömurlegur tími

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Já kannski - þeir voru einu sinni sýndir á þeim tíma. Ekki veit ég hvað er að gerast í hausnum á dagskrárstjórnarfólki hjá Stöð 2.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: 10 bestu þættirnir ad mati Joss Whedon

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Til glöggvunar setti ég upp lista með þáttunum sem þessi atriði koma fyrir í: 10. Angel 9. Passion 8. The Body 7. Doppelgangland 6. Hush 5. Surprise/Innocense 4. Prophecy girl/The Gift 3. Once more, with feeling 2. The Prom 1. Becoming part 2

Re: einn þáttur í buffy.................

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það kom í ljós í þættinum sjálfum að þetta var EKKI geimvera heldur dímon (Quellar) sem var geymdur í loftsteinum fyrir utan jörðina og var sendur niður af þeim sem stjórnaði honum til að útrýma geðsjúkum.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Angel what ?

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Angel var í Buffy þáttunum út þriðju seríuna af Buffy (fram að þeirri fjórðu) og fékk síðan sína eign seríu sem heitir Angel. Í stuttu máli segir hún hans sögu í Los Angeles þar sem hann reynir að hjálpa fólki. Cordelia (og seinna Wesley) fór með honum úr Buffy yfir í Angel og hafa þeir þættir gengi í fjögur ár. Nú er verið að sýna síðust seríuna af Buffy í Bandaríkjunum en Angel þættirnir munu halda áfram - a.m.k. í eitt ár í viðbót.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Angel lok 4.seríu-spoiler

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það er búið að endurnýja Angel. Cordelia verður víst ekki áfram í þáttunum - a.m.k. ekkert að ráði og ein persóna úr Buffy mun bætast við … S P O I L E R … Spike.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Angel - matrix

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Kemur kannski ekki á óvart að hún var í Matrix - Gina Torres er eiginkona Laurence Fishburn.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy er orðin leiðileg!

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ljómandi góð hugmynd :) Einnig væri hægt að henda núverandi titillagi og nota lagið úr Shaft! En var það ekki bara Tom Selleck sem lék Magnum P.I.? Það var kannski ekki svo mikill munur á honum og Smokey and the bandit. Yfirvaraskeggin sáu líka aðallega um leikinn.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: spoiler á msn

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Jamm - það sama kom fyrir mig. Sá þetta á forsíðu yahoo.com í fyrradag en rétt tókst að forðast það. Og leit svo á MSN dótið í mesta sakleysi :( . Held reyndar að þessi fyrirsögn: “XXXXXXX wins Survivor” sé farin af báðum síðum.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Slæm keppni, með verri lögum

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þú ert aðeins að misskilja þetta - Eurovision væri ekki Eurovision nema með vondum lögum, verri búningum og að minnsta kosti 15% keppenda með sítt að aftan. Segir það ekki allt sem segja þarf að eini söngvarinn úr þessari keppni til að meika frá því að ABBA var og hét er Celine Dion?! Persónulega ætla ég að planta mér fyrir framan sjónvarpið 24. maí í góðra vina hópi, með bjór í hönd, kjósa Eista og fylgjast með Birgittu lenda í sjötta sæti. J'aime la vie!!

Re: Joss Whedon

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þetta var ekki mikil grein og megnið af henni voru rangfærslur. Þú átt ekki að vera að senda inn eitthvað efni bara til að fá stig. Ég held að það séu gefin einhver stig fyrir færslur á korkinn en ekki eins mörg og fyrir greinar. Enda er hugmyndin sú að fólk vinni fyrir þessum stigum.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Joss Whedon

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Joss Whedon er ekki að byrja með neina þætti sem heita Rosewell. Fyrir fjórum árum síðan voru sýndir á WB þættir sem hétu Roswell og þegar Buffy færðist yfir á UPN fylgdu þeir þættir með í kjölfarið og voru sýndir á eftir Buffy. Þeir sögðu frá nokkrum unglingum í Roswell, New Mexico sem voru í raun geimverur þrátt fyrir mennskt útlit. Þættirnir gengu hins vegar ekki mjög vel og var hætt að sýna þá á þriðja ári (þegar verið var að sýna sjöttu þáttaröðina af Buffy). Fyrir utan það að hafa...

Re: The Body

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þótt hún hafi ekki alltaf verið það er Dawn nú dóttir Joyce og systir Buffy. Það á eftir að spila rullu svo ég segi ekki meira.

Re: Darla

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ef þú vilt endilega láta skemma komandi þætti fyrir þér … S P O I L E R … þá er ástæðan sú að Wolfram & Hart gerðu eitthvað hókus pókus og tókst að lífga Dörlu við. Nema hvað hún er ekki vampíra - hún er jafn mennsk og hún var áður en henni var breytt í vampíru. Tilgangurinn er einfaldlega að rugla í Angel. <br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: she's at the house

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nei - Glory kom ekkert fyrir í þessum þætti og bar ekki ábyrgð á neinu sem gerðist.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Ísland í 1-3 sæti í Eurovision 2003!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Ég er virkilega að fíla þessa tegund tónlistar og mun líklega gera það næstu árin! Ég man nú þegar ég var svona 12-13 ára þá var ég Prodigy ”aðdáandi“ einfaldlega af því að það var ætlast til þess frá félögunum að ég fílaði þannig tegund af tónlist…” Ég var 12 ára gömul og hefði einfaldlega verið útskúfað úr skólanum ef ég hefði ekki haldið upp á Duran Duran (aðeins yngri krakkar fíluðu Wham og aðrar hljómsveitir komust ekki á blað á Íslandi árið 1985). Eftir að maður upplifir slíkan...

Re: The end??

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nei þær eru ekki byrjaðar - og ennþá óákveðið hvað verður endanlega um þær.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: The Body

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
NightCrawler - ég er búin að sjá alla þættina sem koma á eftir. Ég *veit* að Glory drap hana ekki.

Re: Ísland í 1-3 sæti í Eurovision 2003!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ja hérna - mín persónulega skoðun er sú að það eigi að loka svona greinum eftir 30 svör því það sem á eftir kemur er nær undantekningalaust eingöngu nöldur og smámunasemi. Kaus ekki Birgittu í símakosningunum en segi samt: Áfram Ísland! Nenni ekki að velta mér upp úr einhverju jafn ómerkilegu og hver á eða á ekki a fara. Þetta er bara Eurovision og engu verður breytt hér eftir. Í samanburði við hin lögin er íslenska lagið ansi gott og vel skiljanlegt að það sé ofarlega í skoðanakönnunum....

Re: The Body

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Eftir því sem ég best veit er allt óákveðið. Það er ekki búið að endurnýja Angel en það er frekar líklegt að það verði gert (verður tilkynnt 13. maí.) Held hann sé að spá í ýmsu varðandi þennan heim (og eitthvað hefur víst verið talað um Firefly kvikmynd) en ekkert hefur verið ákveðið ennþá.

Re: The Body

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hún var ekki myrt og það sem var átt við með að læknirinn væri ekki að segja satt var það að Buffy ímyndaði sér að hann væri að ljúga því að mamma hennar hefði ekki þjáðst.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok