Þú ert aðeins að misskilja þetta - Eurovision væri ekki Eurovision nema með vondum lögum, verri búningum og að minnsta kosti 15% keppenda með sítt að aftan. Segir það ekki allt sem segja þarf að eini söngvarinn úr þessari keppni til að meika frá því að ABBA var og hét er Celine Dion?! Persónulega ætla ég að planta mér fyrir framan sjónvarpið 24. maí í góðra vina hópi, með bjór í hönd, kjósa Eista og fylgjast með Birgittu lenda í sjötta sæti. J'aime la vie!!