Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Re: Sagan um Ísfólkið, Tennur Drekans

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það eru nú dæmi um að eldra fólk lesi bækurnar. Amma var t.d. alveg forfallin en hún var komin yfir áttrætt þegar hún byrjaði :)

Re: 2. þáttur Survivor 6

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég hef það sterklega á tilfinningunni að íslenskar konur mundu standa sig mun betur við þessar aðstæður. Við erum vanar 3 daga útilegum án allra þæginda, við vitum að smá skítur drepur engan og við byggðum kofa þegar við vorum krakkar!

Re: Sagan um Ísfólkið, Tennur Drekans

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ahh… Ísfólkið - sælla minninga. Ég var 12-13 ára þegar ég las þessa bók (og allar hinar sem komnar voru út - sem voru 23 þegar ég þurfti að fara að bíða eftir útgáfu þeirrar næstu). Þessi bók er nr. 19 í seríunni - og sennilega með þeim betri. Annars er ég ekki svo viss um að þa sé hægt að dæma Ísfólksbækurnar út frá venjulegum skilgreiningum og viðmiðum um góðar bókmenntir. Þær eru í flokki algjörlega út af fyrir sig - stundum góðar, stundum vondar - alltaf vanabindandi. Sumt í þessum sögum...

Re: 2. þáttur Survivor 6

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég hef ekkert á móti Christy en hún verður að passa sig. Stundum er sniðugasta stragedían að leyfa fólki að komast upp með leti og frekju. Að saka hinar um leti þegar þær eru augljóslega ekki tilbúnar að viðurkenna það eykur ekki á vinsældir hennar þarna. Hún hefði a.m.k. átt að þegja þegar þær fóru loksins að gera eitthvað. Hins vegar væri ég sjálf sennilega fyrir löngu búin að strunsa í burtu í fýlu yfir því að enginn þeirra skuli nenna að koma upp skýli!!

Re: nýr leikur

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 1 mánuði
Julia Stiles lék í “Save the last dance” ásamt Sean Patrick Thomas sem lék í “Cruel Intentions” ásamt Söruh Michelle Gellar<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Darla...

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jú það var sárasótt (syphilis).<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: nýr leikur

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jeri Ryan var í Dracula 2000 ásamt Sean Patrick Thomas sem lék í Cruel Intentions ásamt Söruh Michelle Gellar. Næst: Meryl Streep <br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: eru tara og willow.........

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þær eru kærustur já.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: nýr leikur

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Renée Zellweger lék í Jerry McGuire ásamt Jerry O'Connell sem lék í Scream 2 ásamt Söruh Michelle Gellar. Næsti leikari: Roy Scheider - maðurinn sem umlaði þau fleigu orð í Jaws: “You're going to need a bigger boat” Bónus spurning: Í hvaða Buffy þætti og af hverjum var þetta kvót notað?<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Úr sveit í borg.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Grunnskólarnir geta auðvitað verið mjög mismunandi að gæðum og fer það oft eftir hverfum. Hins vegar þarf það ekkert að segja um það hversu vel hún kemur til með að passa inn í skólann, eignast vini, standa sig í námi o.s.frv. Stundum er þetta bara happa og glappa dæmi. Því miður held ég að þú þurfir einfaldlega að setja hana í einhvern skóla og vona það besta. Verandi dóttir þín á ég ekki von á að hún eigi í erfiðleikum með að eignast vini :)

Re: Buffy framtíðin komin í ljós (spoilers)

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það skal tekið fram að þetta er mjög óstaðfest frétt. Henni hefur aðeins verið flaggað á þessum breska vef og í Fréttablaðinu - ekkert hefur heyrst frá Buffy fólkinu, framleiðendunum, bandarískjum fjölmiðlum eða ED sjálfri.

Re: nýr leikur

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ok - tengið Al Pacino við Söruh Michelle Gellar. <br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: nýr leikur

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hmm.. þær voru báðar raddir í Hercules.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy framtíðin komin í ljós (spoilers)

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Maður sér fyrir sé hálfsofandi þýðanda sem hefur aldrei séð þættina. Heimur versnandi fer.

Re: nýr leikur

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Upphaflegi leikurinn gerir ráð fyrir 6 persónum - as in “Six degrees of seperation” og síðar “Six degrees of Kevin Bacon.” Veit ekki hver mörkinu eru eða ættu að vera hér. Er ekki bara spurning um að hafa það sem styst?<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: nýr leikur

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég veit ekki hvort þetta er það sem þú varst að hugsa um (og svo við sleppum Can't Hardly Wait alveg sem væri frekar auðvelt að tengja í gegnum): Liv Tyler lék í U-Turn ásamt Joaquin Phoenix Joaquin Pheonix lék í Return to Paradise ásamt Anne Heche Anne Heche lét í I know what you did last summer ásamt Sarah Michelle Gellar <br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy framtíðin komin í ljós (spoilers)

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég hef ekki hlustað á tónlistina hans en mér skilst að þú þurfir virkilega að vera aðdáandi. Þeir ku ekki vera neitt sérstaklega góðir.

Re: Buffy framtíðin komin í ljós (spoilers)

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ekki veit í hvaða eiturefnavímu þessi frétt var samin (tekið upp úr Fréttablaðinu): http://oto.is/buffy/frett.jpg

Re: Buffy framtíðin komin í ljós (spoilers)

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Samt sem áður er einstaklega illa skrifuð frétt - augljóslega tekin upp úr þessari BBC grein - í Fréttablaðinu í morgun þar sem því er haldið fram að “Faith” hafi verið sér sjónvarpsþættir og að sú hugmynd hafi verið uppi að láta Faith vera systur Buffy!! Annað hvort illa læs þýðandi eða skrifað eftir minni. A.m.k. ljóst að enginn hjá Fréttablaðinu horfir á þættina.

Re: Pirrandi hlutir í kvikmyndum

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það sem ég þoli síst að sjá í kvikmyndum er hetjan sem helgarpabbi. Hann er alltaf einstaklega seinheppinn og vill svo vel og elskar barnið sitt svo mikið og á fyrrverandi eiginkonu sem er svo ósanngjörn og svo klúðrar hann einhverju í sambandi við umgengi barnsins vegna þess að hann þarf að bjarga lífi einhvers eða situr í fangelsi fyrir misskilning eða eitthvað og eiginkonan verður voðalega súr á svipin og bannar umgengni fyrir lífsstíð og öll samúð áhorfandans situr hjá aumingja manninum...

Re: leikur

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Rétt :) “I suppose there is a sort of Machiavellian ingenuity to your transgression” Eins fáránlegur og þessi þáttur gat verið var þó hægt að finna svona gullmola inn á milli.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Dawson´s Cree

í Sjónvarpsefni fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Held að það komi ein sería í viðbót - sú sjötta - sem verið er að sýna í Bandaríkjunum núna. Það verður jafnframt sú allra síðasta því svo verður framleiðslu á þáttunum hætt enda allir búnir að sofa hjá öllum. Kannski þetta endi allt í allsherjar orgíu ;)<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Chicago (2002)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Chicago er virkilega góð mynd en Moulin Rouge var ekki kveikjan að gerð hennar. Það hefur staðið til í mörg ár að gera mynd eftir þessum söngleik og voru t.d. Goldie Hawn og Madonna lengi orðaðar við gerð hennar. Framleiðsla komst samt aldrei lengra en á skipulagsstig og var það víst vegna þess að enginn gat komið með nógu góða hugmynd um hvernig þýða ætti söngleikinn yfir á hvíta tjaldið. Það var ekki fyrr en Rob Marshall kom með þá einföldu hugmynd að láta öll söngatriði gerast í...

Re: Auglýsingar :(

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Lítur samt betur út heldur en viðbjóðslegi Juwana Mann bannerinn sem var út um allt um daginn. Ekki að ég sé hress með auglýsingarnar.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy Animated series endurlífgast

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ertu viss um að þetta sé nýtt? Ég sá myndir um daginn sem voru upprunalega hönnunin fyrir seríuna sem síðan var hætt að gera. Ég hef ekkert heyrt um að það eigi að halda þessu áfram.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok