Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
yngvi Heyr,heyr. Eyrún

Re: VERSLÓ-MH

í Djammið fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þetta ball var rosalega skemmtilegt :) Ég fékk reyndar spark í hausinn, en það var því ég datt og það var óvart..og ekki af Verslingi ;) Eyrún

Re: Starfslokasamningur Dabba og fleiri misgjörðir

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er meðlimur í Heimdalli, en fannst þetta frumvarp út í hött. Þetta eru skattpeningar okkar, og frekar mundi ég vilja hafa lægri skatta en að þingmenni leggi raddböndin á hilluna 55 ára gamlir. Það sem mér fannst samt verst var hræsnin í Össuri og Steingrími. Báðir studdu þetta frumvarp - enda græddu þeir þónokkuð á því - þar til upp komst að almenningur var ekki sáttur. Þá eru skoðanir þeirra ekki lengi að breytast. Reyndar kemur þetta ekkert á óvart fyrir “Flokk Fólksins” en ég hafði...

Re: Vitsugur

í Harry Potter fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Snitch Ég heyrði á einhverri HP síðu að samkvæmt “Dangerous Beasts and where to find them” yrðu Dementors (ég get ómögulega notað íslenskuna yfir þetta - of vön hinu ;) til í dýpsta myrkri í djúpum skógum. Ég er hins vegar ekki viss, en gæti vel trúað því að þær yrðu til úr hatri. Eyrún

Re: Skondnir hlutir

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
ponnsla Ég held að við séum þá um það bil sammála, ekki satt? Fólk er misjafnt, en það verður að byggja upp kerfi svo a.m.k erfiðara sé að svindla á því - því fólk er jú breyskt. Það vill svo til að ég er sammála hugleiðingu þinni. Það eru til nefndir um gjörsamlega allt nú til dags - allt úr vasa skattborgara. Eyrún

Re: Velkomm Revolution Iceland

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
bzzz Ahh, það vantar “edit” takka hingað. Óþægilegt að þurfa að senda tvö svör. Jæja: Það er ekki vegna tungumála“snobbs” sem íslenskan hefur varðveist svona. Það er ekki snobb að vilja halda í eitt elsta tungumál heims, það er almenn skynsemi. Margir Danir eru dauðhræddir um vera að missa tungumálið sitt til enskra ný-yrða. Það er ekki gáfulegt að missa eitt af því sem lætur okkur vera öðruvísi, spes, sérstök, til þess að allir verði eins. Fólk sker sig úr á ýmsum sviðum - Ísland sker sig...

Re: Velkomm Revolution Iceland

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
bzzz Ég er mjög umburðarlynd. Ég er tilbúin að taka við innflytjendum ef þeir leggja líka sitt af mörkum. Þetta snýst ekki um að hleypa öllum inn í landið og breyta þar með okkar menningu. Þetta snýst um að hleypa þeim inn í landið sem eru hjálpar þurfi og veita þeim hjálp til að ná gripi á tilverunni - ef þau leggja eitthvað undir. Mér finnst eðlilegra að innflytjendur setji sig í spor okkar, að vilja halda við tungumáli okkar og hefðum, frekar en að við ættum að taka upp þeirra siði....

Re: Velkomm Revolution Iceland

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Í sambandi við íslenskt mál, þá harðneita ég að taka upp tökuorð úr ensku. Íslenska er eitt af þeim málum sem minnst hafa breyst í gegnum tíðina - við getum lesið 800 ára texta og raunverulega skilið hann. Ég hef ekkert á móti því að hingað komi nýbúar. Hins vegar finnst mér útí hött að við, 300.000 manna þjóð sem er þó stútfull af eldgamalli málnoktun sem hefur þó enst þetta lengi, eigum að kaga okkur að þeim. Komi fólk hingað getur það lagt sitt af mörkum og lært málið. Ég vil taka það...

Re: SÁR

í Harry Potter fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ertu þá að tala um Álfadæmið hennar Hermione? Það er S.P.E.W. (Society for the Promotion of Elfish Welfare) og ég verð að segja að það er mum betra en S.Á.R - helmigurinn af bröndurunum hans Rons koma útaf S.P.E.W! :/ Eyrún

Re: Skondnir hlutir

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
ponnsla Því að atvinnuleysisbætur eru bætur til að maður að geti lifað af án vinnu. Ef að bæturnar eru háar, til hvers að leita sér að vinnu þegar maður getur lifað góðu lífi án þess að gera neitt? Atvinnuleysibætur eiga ekki að vera eitthvað sem maður fer á mjög viljugur - eins og margir gera - heldur eitthvað sem gerist á milli vinna. Fólk með börn fær barnabætur. Ég mundi ekki hafa of miklar áhyggjur af atvinnuleysisbótunum. Þær eiga ekki að koma í stað launa, öfugt við öryrkjabæturnar. Eyrún

Re: Skondnir hlutir

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
ponnsla Það hefur verið ég. Að vera á atvinnuleysisbótum á ekki að halda manni á floti. Maður verður að hafa ástæðu til þess að rífa sig upp og leita að vinnu - en þó nóg til þess að maður geti nú lifað eðlilegu lífi. Sjálf hef ég ekki þurft á atvinnuleysisbótum að halda enda í námi, og ég veit að margir á þessu þrá ekkert heitar en að fá vinnu. Hins vegar held ég fast við mín fyrri orð. Eyrún

Re: Skondnir hlutir

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Atvinnuleysisbæturnar má lækka. Það er alltof algengt að fólk misnoti þetta - ég veit um heilu vinahópana sem gera það. Eyrún

Re: Hverjir munu enda saman?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Skrítið hvað það styðja margir Ron og Hermione hérna! Ég á í umræðum um þetta á opinberri HP síðu og flestir þar styðja Harry og Hermione, þau eru svona 10 og við hin svona 3! En katta, Málið með James og Lily var að hann var greinilega ofsalega skotinn í henni, og það var henni að þakka að hann lagaðist til hins betra. Það eina sem var að honum var of mikið sjálfstraust og tilbeiðsla á Siriusi - hann lagði Snape í einelti því Siriusi leiddist - meðan að Draco er fordómafullur gagnvart öllu...

Re: Skondnir hlutir

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
skuggi85 Eina sem þú þarft að gera er að verða alki!? Á þetta að vera grín!? Alkóhólismi er ekkert létt málefni sem maður “verður” bara til að sníkja af ríkinu! Annars er ég á móti framkomu ÖBÍ í öryrkjamálinu. Loforð eru loforð og þau skulu standa á báða kanta! Eyrún

Re: Hverjir munu enda saman?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 4 mánuðum
katta Já, ég er líka sammála með Harry og Hermione. Það mundi gjörsamlega gera útaf við að fólk gæti bara verið góðir vinir, óhað kyni. Ég styð hins vegar Ron og Hermione saman! Helstu rökin fyrir Draco og Hermione eru einmitt þau að hún er oft ofarlega í huga hans..en mér þætti að Hermione gæti gert betur. Og hvernig ætli Ron mundi bregðast við! :D Ég vorkenndi Cho greyinu rosalega. Hún hélt að hún væri búin að jafna sig, hélt að hún gæti talað um þetta við Harry, en var ennþá svo óörugg...

Re: Samræmd stúdentspróf

í Skóli fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Er þetta ekki frekar hvatning til þess að fólk leggi eitthvað á sig til að muna úr þessum blessuðu áföngum? Þið takið þetta ekkert og fáið síðan að sleppa stikkfrí. En spurning til prófessíonala í þessu: Yrði prófað úr skáldsögum? Nú taka enn þann dag í dag ekki allir skólar sömu skáldsögur? Annars hef ég ekkert á móti þessu, fyrst að það er ekki hægt að falla á þessu. Eyrún

Re: Hvernig þýddi...

í Harry Potter fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Harry, we saw Uranus” er borið fram sem “Harry, we saw your anus”(endaþarmsop). Sem mér ifnnst vægast sagt sprenghlægilegt, en ég er kannski ekki með besta húmor í heimi ;) Eyrún

Re: Fönix?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég skil hvað þú meinar. Við fyrstu lesningu varð ég ekkert of hrifin. En strax og ég las bókina í annað skiptið varð ég hrifnari - tók betur eftir smáatriðinum. Mæli með því að þú lesir hana aftur, og vonir það besta! :) Eyrún

Re: Nú er sko komið nóg!

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Axelma Innilega til hamingju með erfingjann og það er alltaf gaman að lesa svona jákvæðar greinar. Hins vegar er þetta svæði auðvitað líka ætlað fyrir vandamálagreinar - en ég neita því ekki að það er gaman að heyra svona jákvæða sögu. Og að ást sem virtist ekki ætla að ganga geri það samt, það er frábært :) Eyrún

Re: Nokkrir góðir ljóskubrandarar

í Húmor fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Hvað sagði ljóskan þegar hún leit ofan í Cheeriospakkann? Nei sko, kleinuhringjafræ.” Fyndnasta sem ég hef heyrt við þessum brandara er “Og hvað í andsk. eru kleinuhringjafræ!?” Hahahaha… Eyrún

Re: vændi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það sem fólk virðist ekki vera að gera sér grein fyrir að mansal er ólöglegt, og yrði það þrátt fyrir lögleiðingu vændis. Vændi = Mansal er einfaldlega ekki rétt, en með lögleiðingu vændis yrði þetta á yfirborðinu - rétt eins og með áfengiskaup. Kynlíf með börnum er ekki sambærilegt vændi. Að sofa hjá gegn peningagreiðslu er í eðli sínu löglegt hér á landi, svo lengi sem vændi sé ekki “aðalstarf”. Ég hefði haldið að það væri pointið í auglýsingunni, en mér gæti að sjálfsögðu skjátlast. Eyrún

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Beer Væri ég beisk manneskja mundi ég eflaust gera mér grein fyrir því. Ég er hins vegar í fínu formi andlega séð, og get ekki séð hvernig ég ætti að geta virkað sem beisk fyrir að vilja jafnrétti. En svona er þetta stundum. Femínísmi í upprunalegri merkingu sinni er barátta fyrir jafnrétti kynjanna - oftar var brotið á rétti kvenna. Nú, að sjálfsögðu eru innan hans margar greinar, “karla-hatur”, og einnig til “hægri-femínismi” (á móti jákvæðri mismunum t.d - ég er ein af þeim). Femínismi er...

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Beer Núh, þá erum við sammála. Ég sé enga niðurlægingu í þessum myndböndum. Ekki heldur Pink myndbandinu, en mér sýndist Gunni vera frekar sár yfir því. Ég er alls ekki bitur. Ég hef sjálf ekki verið ójafnrétti beitt og er þakklát fyrir það. Hins vegar er það staðreynd að konur hafa ekki jöfn réttindi á við karla, þó að staðan sé góð hérlendis. Ég kenni ekki einum né neinum um það, nema þá fordómafullu og fávísu fólki, sem kemur af báðum kynjum. Amma mín til dæmis, sem er kvenkyns...

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Photec Nobb, veistu, ég er sammála þér. Mér finnst ekkert að myndböndum með nöktum konum, enda undir þeim komið í hverju þær leika. Hins vegar skildist mér á GunnaS að honum þætti þetta myndband ósiðlegt. Nú, ef honum finnst það ósiðlegt fór forvitnin að vakna hjá mér af hverju honum þætti þetta ósiðlegt en ekki myndbönd t.d með 50 Cent. Eyrún

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Beer Ef að þér finnst jafnrétti kynjanna vera “væl”, þá eiga þessar setningar við þig. Eyrún
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok