Ehemm…þótt það sé langt síðan ég lærði þetta, þá veit ég að þú hefur rangar hugmyndir varðandi ytri og innri tíma. Innri tími er sá tími sem það tekur söguþráðinn að líða og ytri tíminn er tímabilið sem að sagan á að gerast á, t.d. 17. öld, 18. öld, 1939-1950 eða jafn vel ákveðinn dagur. Þú ættir kannski að athuga heimildir þínar og ef fólk á að geta nýtt sér þessa grein til þess að skrifa ritgerðir sjálft, þá þarftu að hafa þetta miklu nákvæmara en þetta.