Ég vona að ég megi koma með tillögu að leiðréttingu á hugmyndafræði þinni. Venjulega svara ég ekki greinum á Huga.is en sá mig tilneyddan til að gera það í þetta skiptið, þar sem ég er mjög hliðhollur málfrelsi. Það sem þú ert í raun að mæla með er ritskoðun í formi réttar til að vera hafinn yfir gagnrýni. Svo svarið verði ekki ofurlangt, þá mun ég forðast tilvitnanir. Í dæmi þínu um illa lyktandi einstaklinginn nefnir þú að það það sé réttur hans að fara ekki í bað, sem ég er sammála að...