Jamm, ég var aðeins að föndra. Tenglarnir voru svo neðarlega og ekkert við hliðina á þeim. Eins og þetta er núna eru dálkarnir nokkurn veginn jafnir. Karat
Þetta var mjög flott brúðkaup. Og enginn spillti því :) Ég er nú að vona að Alan-Michael og Lucy fari aftur að vera saman. Ég held að þetta sé alveg búið hjá Eleni og Frank, því miður.
Sammála þér. Það er ekkert meira óþolandi en þegar fólkn er að nöldra um tilgangslausa hluti sem öllum er sama um eins og kulda, svengd og að nenna ekki í sturtu. Ef ég stjórnaði forsíðunni myndi ég eyða þessu rugli.
Ég hef enga trú á þessari konu sem menntamálaráðherra. Ekki gerði hún eitt né neitt í sambandi við t.d. síðasta kennaraverkfall. Mér finnst fáránlegt að stytta framhaldsskólann. Það virðist enginn hafa gert sér grein fyrir hvaða áhrifa það hefur á grunnskólann.
Það var sko alls ekki sá sem bróðir hennar lék sem skaut mömmu Sky. Hann lék Scott Robinson, sem bjó í húsinu þar sem Scully fólkið býr núna. Hann giftist Charlene, dóttir Madge og þau fluttu norður til Queensland.
Mér finnst ömurlegt að Star Trek sé að hætta, þ.e. þessir þættir. Mér finnst að það verði þá að koma með aðra seríu í staðinn, nýtt geimskip eða eitthvað!
Það fer nú bara eftir skjánum sem þú ert að nota. Þetta er t.d. ekki alveg eins heima hjá mér og í vinnunni. Meira kremað (kremgult) í vinnunni en heima t.d.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..