Besti jólamaturinn er hamborgarhryggur að hætti ömmu/mömmu. Hann er eldaður inni í ofni og sett er á hann sinnep. Síðan er alveg sérstök sósa með sem við köllum rauðvínssósu og maturinn er engan veginn samur ef þessi sósa er ekki með. Með þessu eru svo brúnaðar kartöflur, baunir, gulrætur, rauðkál, eplasalat og annað meðlæti. Þetta er það besta sem ég fæ. Oftast er drukkið með þessu bland eða annað gos.