Þessar tölur þínar eru nú nokkuð skrýtnar, og ég hef ekki heyrt þær fyrr. Í fjárlögum 2003 eru tekjur ríkissjóðs 271.600 milljónir, menntamálaráðuneytið fær 31.271 m, þar af fara 17.765 m til hreinna menntamála (kennslumál, viðhald og fjárfesting í mennta- og háskólum). Hjá sveitarfélögum fóru 21.100 m til fræðslumála árið 2001, ef við margföldum það með íbúafjölgun (2% árlega) og verðbólgu (2% árlega) tveggja ára fáum við um 23.000 m. Skatttekjur sveitarfélaga voru 65.100 m árið 2001,...