Eins og þú bendir réttilega á Ladykisa, þá eru konur oft ekki eins ákveðnar í sínum launakröfum og karlmenn. En þá er líka rangt að kalla það misrétti ef konur hafa lægri laun fyrir vikið. Eða er atvinnurekandi að mismuna starfsmönnum sínum með þessu? Ætti hann að segja, eftir að búið er að ná samkomulagi um laun: Heyrðu vinan, ég tek eftir því að þú ert kona, þess vegna hefurðu líklega ekki gert eins miklar launakröfur og karlar. Þess vegna ætla ég að hækka tilboðið um X%!