Ég hef nú ýmislegt við þetta að athuga hjá þér. Rétt er að ég gleymdi að taka nokkur atriði með í reikninginn. Gerum ráð fyrir 150.000 kr láni, það tekur því ekki að taka minna. Verðbólga er nú 2,2%; Ég hef ekki trú á að aðili sem getur ekki önglað saman fyrir tölvu sé með gott lánstraust, svo vextir af yfirdrætti yrðu í hærri kantinum, eða tæp 14% skv þínum tölum; Hægt er að hafa fjölda gjalddaga á ári 1,2,3,4,6 eða 12 hjá LSR og LVR, og út í hött að hafa þá fleiri en 1 fyrir svona lítið...