Þeir hafa verið að prófa þennan bíl síðan í febrúar á þessu ári og því ætti að vera komin smá reynsla á hann. En það er alltaf áhættusamt að koma með nýjan bíl í keppni. Það fékk Subaru að kenna í Monte Carlo núna í ár en það var fyrsta keppni þeirra á nýju Imprezunni. Háspennukefli í bílnum hjá Burns bilaði, rafkerfið hjá Martin bilaði og svo ók Solberg aldrei þessu vant út af en reyndar í sinni fyrstu keppni. Bæði háspennukefli og rafkerfi voru hluti af nýjum búnaði og því er þetta alltaf...