Það er mjög einfalt að stilla geislann á flestum kösturum því að það eru stilliskrúfur á þeim flestum. Veit ekki með litlu kastarana sem eru kallaði fiskiaugu en þeir geta verið mjög pirrandi þegar þeir lýsa “upp í loft”. Kastararnir á Impreza eru mjög stórir, þe þvermál, og því halda margir að þeir séu sérstaklega ljósmiklir.