Já Akureyrin er snilld í kringum 17. júní því að þá er bærinn kjaftfullur af flottum bílum. Hef reyndar aldrei farið en það stendur til bóta. Burnoutið er víst ansi athyglisvert og heyrði af einum gaur á BMW fyrir nokkrum árum á burnoutinu sem batt kaðal í framendann á bílnum sínum og hinn endann í bryggjustólpa og svo var bara spólað þar til hvellsprakk á báðum afturdekkjunum við mikinn fögnuð viðstaddra.