Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

KITT
KITT Notandi frá fornöld Karlmaður
1.656 stig

Re: Makinen hættur hjá MMC !

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það er víst, amk ef þeir ná ekki að redda öðrum ökumanni af svipuðum kalíber og Makinen. Hef aldrei hlegið eins mikið og þegar ég las nú fyrir helgina að ef Makinen myndi fara til Subaru þá myndi Marlboro gera auglýsingasamning við Subaru í kjölfarið og eftir það yrðu WRC bílar Subaru rauðir. That will be the day………. Citroen passar hinsvegar skuggalega vel inní svona kokteil

Re: spurning um ljósið á Geislaspilara...

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Bara að grilla létt í þér ;)

Re: USS Enterprise gerir árasir á Afganistan

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þar með duttu Enterprise þættirnir út af topp tíu listanum yfir vinsælustu sjónvarpsþættina í Afganistan ;)

Re: Makinen hættur hjá MMC !

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
My thought exactly Annars passar rauði liturinn á Citroen vel fyrir sponsor eins og Marlboro sem er ekki ólíklegt að fylgi “með” Makinen í kaupunum.

Re: spurning um ljósið á Geislaspilara...

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Jamm, vegir Hyundai eru órannsakanlegir ;) En þú þarft vonandi ekkert að hækka í græjunum með miðstöðvarrofanum :-D

Re: spurning um ljósið á Geislaspilara...

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Tengdur við miðstöðina????? Er CD-inn innbyggður í mælaborðið eða hvað?

Re: Makinen hættur hjá MMC !

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Og örlítið meira úr þessari deild Makinen's manager Timo Juokhi said: “There's no point in denying it. Tommi is talking to Citroen, there is an offer, and he is thinking about it very seriously. We plan to sign something this week, but for the time being Tommi has not yet decided anything.”

Re: Könnun (smá nöldur)

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Möguleikinn um að einhver hafi ekki hljómtæki í bílnum sínum á rétt á sér, mikið rétt hjá þér. Spurning hversu margir sem stunda þessu síðu hér séu svo í þeirri aðstöðu. Svo er einnig mjög gott að láta möguleika eins og “Veit ekki” fylgja með í könnunum og jafnvel “Á ekki bíl” til að þeir geti einnig tekið þátt. Við höfum reynt að miða við að könnun sé inni í 3 heila daga og svo taki sú næsta við. Það gengur eins og gefur að skilja hálf illa þegar engar nýjar kannanir koma inn ;)

Re: Könnun (smá nöldur)

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Athyglisverð ábending. Nú er spurning hvernig menn meta hljómtæki sín en ef við miðum við verð út úr búð þá efast ég um að þú fáir hljómtæki fyrir minna en 10.000 kall (eitt útvarp + 2 stk hátalarar)út út búð í dag. Málið er einfaldlega það að innsendum könnunum undanfarin misseri hefur snarfækkað. Áður var amk eins til tveggja vikna bið þangað til könnun fékkst birt en núna er staðan þannig að við eru kannski að fá þetta tvær til þrjár kannanir inn á mánuði og þær misgáfulegar. Þannig að...

Re: Einn af draumbílunum.

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Já, þar sem kælivatnsslangan fór með látum. Allt í einu snarstoppar Ferrari-inn og svo kemur þetta líka svakalega reykský.

Re: Einn af draumbílunum.

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Talandi um almennileg vídeó með spóli og slædi þá skulið þið tékka Ferrari 456GT vídeoinu sem ég var að setja í vídeosafnið. Óhætt að segja að Ferrari-inn endi showið með stæl.

Re: WRC: Hverjir verða hvar keppnistímabilið 2002?

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Burns byrjaði hjá Peugeot og sigraði þar í Peugeot GTi Cup Champion 2 ár í röð ef ég man þetta rétt en færði sig svo yfir til Prodrive árið 1992. Var svo í 3 ár hjá MMC (1996-1998) en man ekki hvernig bíl hann var á en þar sem hann var ökumaður nr. 2 hjá MMC þá hefur það eflaust verið Carisma.

Re: WRC: Hverjir verða hvar keppnistímabilið 2002?

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Athyglisvert að þú skyldir segja þetta því þetta er eiginlega hreint bergmál af því sem margir breskir Imprezueigendur og -aðdáendur hafa verið að segja (þá veit maður til hvaða bílategundar hjartað í þér slær raunverulega til :) En svona án gríns þá eru margir Bretar ekkert alltof sáttir við að skipta út breskum ökumanni fyrir finnskan. Jafnvel þó að sá finnski sé með nokkra heimsmeistaratitla í bakpokanum. Og þeir tína allskonar rök til og eru allskonar markaðsleg rök mtt UK mjög vinsæl.

Re: WRC: Hverjir verða hvar keppnistímabilið 2002?

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Smá viðbótarupdate: Makinen kemur til með að reynsluaka WRC útgáfu af Subaru í vikulokin. Ef þetta kyndir ekki undir orðrómi…… Og nýjasti orðrómurinn er sá að Burns og Makinen muni einfaldlega skipta um sæti. Stutt og laggott og engar flækjur.

Re: TFATF

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Náttulega algert möst að kíkja á Gone in 60 Sec (Version II). Verður bara að muna að pæla ekkert alltof mikið í söguþræðinum svona eins og í The Fast and The Furious, svo verður maður bara að sætta sig við stökkatriðið á brúnni og að lokum verður það dagljóst að Nicholas Cage er leiðinda leikari. Að öðru leiti ágætis mynd. Ronin er klassamynd og svo stendur Taxi 1 alltaf fyrir sínu en Taxi 2 var ekki alvegjafn spræk. Einhverjar fleiri góðar bílamyndir sem menn muna eftir?

Re: Formúla...

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mér finnst nú ´múlan hafa endað alveg sérdeilis prýðilega í fyrra og í ár og ætli maður haldi sig ekki áfram við rauðu bílana. Annars hafa margir Bretar viljað sjá McRae setjast undir stýri á F1 bíl.

Re: San Remo 2001

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þetta var 1998. Makinen kominn uppá hótelherbergi og að græja sig út á flugvöll þegar hann heyrir að vélin í Corollunni hans Sainz hafi sprungið 350 metrum frá markinu. Og þar með var Makinen heimsmeistari. Má svo til gamans taka það fram að Burns vann sama rall og var 4 mín á undan næsta manni :) En þú ferð að æfa fugladansinn ;)

Re: San Remo 2001

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hehe….. Miða við frammistöðu nýja Lancersins um helgina má segja að Ford sé komið með aðra lúkuna á WRC-dolluna.

Re: HVAR ERU FLEIRI TOP GEAR MYNDBÖND ?????

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Bætti við Honduvídeoum um daginn og einu af Lotus Omega. Búinn að skoða það? En þangað til við bætum fleirum í safnið þá geturðu kíkt á vídeólinkana sem Mal3 setti í tenglasafnið undir “Annað”

Re: How to cook rice

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Steikt, en samt nokkuð magnað Man að soundið í vélinni í Hondunni gekk í sumar um netið undir heitinu New McLaren og það svínvirkar ennþá :)

Re: Bílakaup

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Bara að grilla í þér ;) En þú mátt eflaust eiga von á einhverjum mótmælum frá Mitsubishiaðdáandanum hérna út af þessu MMC kommenti þínu

Re: Bílakaup

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Engan MMC segirðu, gætir ábyggilega nælt þér í MMC Eclipse á mjög góðum afslætti í dag. Náttulega allt annar handleggur að losna við hann aftur en hafðu bara áhyggjur af því seinna ;)

Re: WRC á Sýn

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Alveg magnað að horfa á topp 6 eftir 5 sérleiðir Peugeot Citroen Peugeot Peugeot Citroen Citroen Svo koma 2 Fordar og 2 Scoobyar þar á eftir. Nýji WRC Lancerinn veldur vonbrigðum. Gírkassinn er búinn að vera að senda Makinen reykmerki í morgunn og ekki bætir það nú úr að keyra bíl sem er fullur af reyk á svona þröngum leiðum. Annars verðum við bara að láta okkur hafa það, Mal3, að horfa á rallið í kvöld í læstri dagskrá. Þú veist að 26 mín af fyrsta flokks ralli með smá rugli eru betri en 26...

Re: WRC á Sýn

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Neibs, hef ekki prófa CMR 2. Þessar malbiksleiðir eru all svakalega því brautirnar eru svo þröngar að ef þú slidar eitthvað smá þá er afturendinn lentur utan í kantinum og þá er ballið búið. Og maður hefur aðeins nokkra millimetra uppá að hlaupa. Náttulega hrein snilld að geta keyrt á þessum hraða í gegnum svona brautir. Þetta yrði fróðlegt ef það færi að rigna. Þá færi virkilega að reyna á aksturhæfileikana.

Re: WRC á Sýn

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þetta er allt saman á malbiki. Okkar menn eru meiri malarmenn enda Burns nú þegar búinn að snúa bílnum út af en McRae hangir áfram á þrjóskunni. Sainz virðist reynda vera soldið sprækur á malbiki en hann hangir á 5. sætinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok