Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

KITT
KITT Notandi frá fornöld Karlmaður
1.656 stig

Re: Subaru SVX í tilefni annarrar kynslóðar.

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Nei, bara sjálfskiptur. Áttu ekki til neinn handskiptan kassa sem réði við aflið í honum.

Re: Subaru SVX í tilefni annarrar kynslóðar.

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Brembo já eða Alcon. Impreza WRC er með bremsum frá Alcon eða Subaru virðist nota Brembo á hiperformance götuImprezurnar þannig að væntanlega yrði Brembo fyrir valinu. Lausnina við litlu diskunum á SVX má svo finna hér: http://motorsportwarehouse.com/cars/rotors.jpg

Re: Subaru SVX í tilefni annarrar kynslóðar.

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
SVX er 1620 kg og er gefinn upp í 100 á 7.6 sekúndum en sum bílablöð voru að ná honum upp í 100 á allt niðrí 7.2. Málið með bremsurnar liggur í því að Subaru hafði aldrei áður framleitt þetta þungan bíl og setti því alltof litla bremsudiska undir hann eins og þú fannst greinilega. Bílablöð voru nokkuð hrifin af honum og ég man að “Road & Track kallaði hann ”The poor man's Carrera 4“ í roadtesti hjá sér. Annað bílablað, nafnið dottið úr mér í augnablikinu, summeraði honum upp á eftirfarandi...

Re: Nýr Subaru SVX á leiðinni?

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég legg mína peninga á að þeir sleppi WRX vélinni en noti STi og Outback vélarnar. SVXinn var náttulega að hluta til stílaður inn á Kanann enda fór meira en helmingurinn af þessum bílum til USA. Get hinsvegar ekki ímyndað mér að þeir fari að setja slushbox við STi vélina. Gæti því orðið STi vélin með handskiptingu og svo 6 strokkarnir með slushboxi handa Kananum. Subaru með blæju en hinsvegar eitthvað sem maður sér ekki á hverjum degi. Reyndar eitthvað sem mig minnir að hafi ekki sést áður.

Re: Yugo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Nú er KITT orðlaus

Re: Yugo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Official síða Yugo http://www.yugo.co.yu Ekki það að maður botni nokkuð í hvað stendur á síðunni en þarna eru myndir af ýmsum gerðum Yugo og þar á meðal af Yugo Cabrio ;)

Re: McRae til MMC 2002

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þeir sem voru fyrstir með fréttina notuðu þessar fyrirsagnir: “Mitsubishi signs Delecour and McRae” “McRae and Delecour go to Mitsubishi” “McRae and Delecour confirmed at Mitsubishi” Fyrirsögnin þín birtist á Autosport Online en þeir voru nú reyndar með þeim seinni að birta þessa frétt.

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Subaru Impreza Turbo Magnaðir aksturseiginleikar enda margfaldur heimsmeistari í rallakstri. Porsche 911 Alltaf verið hrifinn af túrbó boxervélum í flottu boddýi. VW Golf Frá fyrstu kynslóð og til og með núverandi útgáfu en í næstu útgáfu virðist Golfinn vera að breytast í fjölnotabíl. VW Beetle Gamla góða Bjallan þar að segja en þessari nýju vantar allan sjarma. Ford T Fastagestur á öllum svona listum enda olli hann byltingu í bílabransanum á sínum tíma Shelby Mustang 1965-1969 Ein snilldin...

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Opel Astra Coupe er alls ekki svo galinn bíll

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Að mestu leyti byggir salan hjá P. Samúels aðeins á einni tegund því af þessum 1683 bílum þá eru aðeins 65 Lexusar. Sá tölur um daginn hversu mikið af þessu bílaleigubílar og það var ef ég man rétt eitthvað á milli 10-20%. Svipað og hjá Bílheimum og nú eru þeir að fá alveg helling af Opelum til baka fá bílaleigunum enda hefur verið lagt upp á öllum graseyjum í kringum IH undanfarnar vikur. Hlýtur að vera hægt að gera góðan díl á notuðum Opel í dag fyrir þá sem eru í þeim hugleiðingum.

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Toyota er með langmestu söluna af umboðunum það sem af er árinu. P. Sámúels = Toyota + Lexus = 1683 seldir bílar í ár. Hekla = VW + MMC + Skoda + Audi + Galloper = 1273 seldir bílar í ár. Nokkur stór hluti af sölu Toyota fer í bílaleigubílanna sem þeir eru svo að fá aftur í hausinn núna en Hekla er mjög lítið í bílaleigubílabransanum.

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Umboðin eru ekkert að gera það oft gott í dag og því held ég að það seinast sem Hekla færi út í væri að stækka húsnæðið enda ekki viss um að það myndi auka neitt söluna hjá þeim að ráði.

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Er MMC ekki að hætta framleiðslu á Colt, en allavega hefur Hekla verið í mestu vandræðum með að selja Coltana með nýjasta lookinu. Annars er það rétt hjá þér að ég man nú varla eftir að hafa séð nýskráðan Lancer eða Carisma.

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þessi spoiler er nú hálfgerður hryllingur. Eitthvað svipað til á Impreza STi, bara í minni hlutföllum, en ekkert skárra. Eclipse hefur verið fluttur inn hingað til lands í talsverðu mæli en flestir tjónaðir eða flæddir upp í topp. Eflaust of dýrir ef Hekla færi að flytja þá inn og þar með engin eftirspurn.

Re: Yugo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það voru 500 svona blæjubílar fluttir inn til USA. Hljóta að hafa verið martröð Kanans því bæði beinskiptir og svo náttulega kraftlausari en allt kraftlaust. Have you heard about the new Yugo convertible? Researchers how found that if you tow it past 60, the top flies off.

Re: Yugo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Og að talsverðu leiti hreinn sannleikur ;)

Re: McRae til MMC 2002

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Og nú er Ford búið að ræna Markko Martin frá Subaru. Hvað er þetta eiginlega með Ford að þurfa alltaf að ná sér í Subaru ökumenn. Rökrétt þróun á þessu yrði þá Makinen á Ford 2004 ;)

Re: McRae til MMC 2002

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hehe, svona var fyrirsögnin á fréttatilkynningunni frá MMC. Og flestra fréttasíður hafa étið hana upp orðrétt og notað sama header. Þú hefur náttulega haldið að þú yrðir nú að gerast MMC aðdáandi ;)

Re: McRae til MMC 2002

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ójá, kallinn minn :) Má ekki þar með bjóða þér að ganga í Subaruaðdáendafélagið ;)

Re: McRae til MMC 2002

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hann fékk tilboð frá Sítrónunni en hafnaði því.

Re: McRae til MMC 2002

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Jú sjáðu til stakka, þó ég sé mikill Subarukall þá get ég alveg viðurkennt að Lancerinn sé góður bíll. Annar væri óraunhæft þar sem þessi bíll er búinn að landa 1 heimsmeistaratitli framleiðanda og Makinen búinn að ná sér í 4 heimsmeistaratitla á sama bíl og þá alla saman í röð. Hinsvegar spái ég því að Mitsinn eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar á næsta tímabilil, alla vega fyrrihluta árs. Bæði út af nýja WRC bílnum og svo er George Donaldson liðstjóri farinn frá liðinu ásamt Olivier...

Re:

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Venjulegur óbreyttur Golf á ekki í neinum vandræðum með hraðahindranir. Ég á sjálfur svona Golf og hann er lækkaður um 4 cm og ekki hefur mér enn tekist að reka hann niður á hraðahindrunum. Málið bara að keyra yfir þessi apparöt á skikkanlegum hraða :)

Re: Skemmdir á bílum.

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Virðist alveg vera ómögulegt að finna myndir af 1976 árgerðinni af Road Runner. Kannski eitthvað tengt því að það voru bara 7.309 svona bílar framleiddir. En allavega, það er til einn svona bíll á landinu og hann var til sýnis á Bílasýningunni 1999. Magnaður bíll með 360 hö Police Special mótor. Og útaf plaststuðaraumræðunni er athyglisvert að skoða hvernig stuðarakerfið var á þessum gömlu drekum. Hvor stuðarinn vegur 54 kíló fyrir sig og þeir eru festir á bílinn með vökvatjökkum sem þola 5...

Re: Skemmdir á bílum.

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sumir USA framleiðendur gengu enn lengra því að ég man að Plymouth fullyrti að óhætt væri að aka á steinvegg á 7 mílna hraða (ca 11 km/klst) á Plymouth Road Runner 1976 án þess að það sæist á bílnum.

Re: Hvað gerist í samdrætti?

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Var Benni ekki að bjóða 1 milljóna króna vaxtalaust lán af öllum nýjum bílum? Og þar að auki óverðtryggt. Nokkuð góður díll ef maður er í Daewoo eða Musso hugleiðingum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok