Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

KITT
KITT Notandi frá fornöld Karlmaður
1.656 stig

Re: Nissan Sunny/Pulsar GTI-R

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það eru til 2 svona bílar hérlendis. Báðir svartir. Annar var eitthvað notaður í rall en hinn held ég að hafi verið fluttur hingað inn frá Þýskalandi og þá með eitthvað breyttri vél. Eflaust sá sem þú ert að tala um.

Re: Nissan Almera GTI-R

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Með því að skoða eigendaferil bílanna sem voru í sölu og svo frá bílasölum.

Re: Nissan Almera GTI-R

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Trúðu mér, það verður mjög erfitt fyrir þig að finna Sunny GTi í dag sem er ekki skráður tjónabíll. Var að leyta á þessum markaði fyrir ca. 4 árum og þá voru ca. 85% af bílunum skráðir tjónaðir. Svo eru einnig yfirgnæfandi líkur á því að bíll sem ekki sé skráður tjónaður hafi lent í tjóni.

Re: Hvað gerist í samdrætti?

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Bílaframleiðendur í USA lækkuðu verð á nýjum bílum í kjölfari hryðjuverkanna og buðu þar að auki vaxtalaus lán. Hérna eru umboðin hinsvegar að hækka verðið og kvarta svo á sama tíma undan dræmri sölu á nýjum bílum. Skemmtilegt hagfræði þar á ferð.

Re: Nissan Sunny/Pulsar GTI-R

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sunny GTi-R var til í 2 útgáfum. Annars vegar UK spec sem var með 220 hö vél og svo Jap spec sem var með 227 hö vél. Getið lesið sérdeilis prýðilega grein um þessa bíla hér: http://www.hugi.is/bilar/greinar.php?grein_id=20237 Man ekki eftir að hafa heyrt um Nissan Almera GTi-R.

Re: Álfelgur...

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Bílabúð Benna er með umboð fyrir Alessio felgur.

Re: Honda Civic Type-R *nýtt scoop!!*

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já, WRX er orðinn alltof dýr.

Lokastaðan á Korsíku

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Lokastaðan á Korsíku Puras / Citroen Panizzi / Peugeot Auriol / Peugeot Burns / Subaru Solberg / Subaru Martin / Subaru WRC kubbur hefur verið uppfærður í samræmi við úrslitin

Re: Honda Civic Type-R *nýtt scoop!!*

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Bílaumboðin eru öll búin að taka sig saman og stofna félagið “Vinir bílsins” ásamt Bílgreinasambandinu, tryggingarfélögunum og nokkrum fjármögnunarfyrirtækjum. Þessi félagskapur stendur fyrir stærstu bílasýningu landsins um næstu helgi undir nafninu “Bíladagar” en sýningin fer þannig fram að bílaumboðin verða öll með sýningar í sínum húsum og svo verður einhver sameiginleg sýning í Smáralind.

Re: Honda Civic Type-R *nýtt scoop!!*

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta er meira en ég átti von á. Annars er þetta allt að hækka núna mar, IH nýbúinn að hækka WRX uppí 3.080.000

Re: Honda Civic Type R

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
2.700.000 er ábyggilega topps fyrir þennan bíl. Það er ekki alltaf mikið að marka þessi verð sem sölumenn eru að gefa upp nokkrum vikum fyrir frumsýningu. Sem dæmi þá sögðu þeir uppí IH að WRX myndi hækka í verði frá GT bílnum en hann kostaði nýr 2.745.000. Lokaniðurstaðan varð svo sú að WRX var seldur á 2.666.000 þangað til að krónan hrundi. Persónulega held ég að Honda reyni að hafa verðið á þessum bíl í lægri kantinum alla vega til að byrja með til þess að koma nokkrum eintökum fljótt á...

Re: Honda Civic Type R

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sá bíll er nú bara venjulegur VTi. Specs um nýja Type R Civicinn, þetta eru víst tölur frá Autocar en ég fékk þær á Subaru-forumi þar sem verið var að bera saman Type R 01 og WRX MY01. WRX tölurnar eru í svigunum og þetta eru mílur: Max speed 146 (141) 0-60 6.7 (5.7) 0-100 16.2 (16.9) 30-70 6.0 (5.8) 60-100 9.5 (11.2)

Re: Honda Civic Type R

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég fékk það sama út þegar ég reiknaði út verðið á þessum bíl út frá verðinu í UK. Mjög óvísindalegt en kannski ekki svo fjarri lagi :) Hinsvegar hlýtur eitthvað að vera búið að leka út um verðið á þessum bíl þar sem frumsýning er að bresta á í þessum mánuði. Hvað segir “orðið á götunni” Hondu specialistar?

Re: Ahhh...

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Robert Reid (Subaru) og Nicky Grist (Ford) þykja vera með þeim betri í co-driver bransanum í WRC en gaman væri að vita hvort Reid hefði haft eitthvað að segja um flutningin til Peugeot. Og svo er það spurningin um næstu Special Edition útgáfu af Impreza. Subaru Impreza Series McRae fór í framleiðslu eftir að McRae var heimsmeistari 1995 ásamt Subaru. Subaru Impreza RB5 fór í framleiðslu þegar Richard Burns gekk til liðs við Subaru árið 1999. Því alls ekki óraunhæfur möguleiki að sjá Subaru...

Re: Makinen genginn til liðs við Subaru

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Robert Reid er co-driver hjá Burns ;)

Re: BMW Nightmare Webpage

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Einhvern veginn yrði ég alltaf smeykur um að einhver sprellari myndi hella einhverjum óþverra “ofan í” stútinn. Svona einhvers konar útfærsla af gamla “Banantrixinu” sem Eddi Murphy notaði í Berverly Hills Cop.

Re: Ég biðst forláts án afláts....

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ekkert mál, endilega láta heyra í sér ef menn hafa athugasemdir. Við höfum svo sætislitakönnunina til vara ef í harðbakkann slær ;)

Re: Skoðanakannanir....

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll Gulag Ástæðan fyrir því að ég hafnaði könnuninni “Hvaða bílaumboð hefur verstu þjónustuna?” var sú að 6-10. okt sl var í gangi könnuninn “Af hvaða bílaumboði fer versta orðsporið”? Þar sem þessar kannanir eru eiginlega alveg eins og fjalla faktístk um nákvæmlega sama hlutinn og það er ekki liðinn vika síðan hún var í gangi fannst mér ekki rétt að hleypa þessari í gegn. Ég er nokkuð viss um að annars hefði rignt inn kvörtunum um að við værum að birta næstum sömu könnunina aftur....

Re: Makinen genginn til liðs við Subaru

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Og Peugeot Sport tilkynnti í dag að Burns og Robert Reid hefðu skrifað undir 2 ára samning við liðið í dag. Orðrómurinn reyndist greinilega réttur.

Re: íslenskir Rallýmenn fara til Bretlands

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ekkert nema gott um það að segja.

Re: BMW Nightmare Webpage

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Tek undir það. Samt er þetta eiginlega of brenglað til að geta flokkast sem heimskulegt. Þetta er eitthvað í enn hærra veldi. Annars voru target 30 og 36 einnig nokkuð athyglisverð. Target 17 undirstrikar svo hina góðu reglu að muna að taka bensín stútinn úr að dælingu lokinni ;)

Re: Makinen genginn til liðs við Subaru

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já, það verður athyglisvert að sjá hvað MMC gerir. Loix er orðinn órólegur og ef Marlboro fer þá þurfa þeir annan sterkan sponsor. Annars eru Bretarnir farnir að tala um 2001 seasonið sem Crazy Season út af öllum látunum sem hafa verið á ökumannsmarkaðnum undanfarið.

Re: Makinen genginn til liðs við Subaru

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hóst, hóst, McRae og Sainz eru nú ekki nein unglömb sjálfir ;) Solberg og Märtin lækka hinsvegar meðalaldurinn og mér líst mjög vel á þessa samsetningu á liðinu. Ætli Burns verði þá ekki sendur til Peugeot eins og “orðið á götunni” hefur hermt undanfarið.

Re: Makinen hættur hjá MMC !

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Subaru er ekki með neinn aðalsponsor og því má í raun segja að Subaru sé aðalsponsor Subaru World Rally Team. Subaru fékk mörg tilboð frá sponsorum eftir að 555 yfirgaf liðið en hafnaði þeim öllum til að geta haldið áfram með bláu og gulu ímyndina sem liði skapaði sér frá 1993-1998. Enda sérðu núna ef þú horfir á hliðina á Impreza WRC að gula merkið á hliðina á honum er ekki ósvipað gamla 555 merkinu bara búið að uppfæra það og stækka og svo er Subaru logoið orðið hluti af því. Líklegast að...

Re: Makinen hættur hjá MMC !

í Bílar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ekki flott segirðu, það væri barasta risa skandaliseríng. State Express 555 hætti reyndar að sponsora Subaru um áramótin 1998-1999 en það er rétt að 555 liturinn svokallaði er löngu orðinn hluti af SWRT liðinu og því mjög mjög ólíklegt að því verði breytt. Það eru ýmsar pælingar í kringum Sainz að þær hafa bara fallið í skuggann út af öllu Makinen fjaðrafokinu því hann er nr. 1 target hjá öllum WRC liðunum núna, fyrir utan MMC náttulega
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok