Það verður eftirsjá af Camaroinum þó að ég hafi nú alltaf verið meiri Mustang maður. Mustanginn var kynntur til sögunnar árið 1964 og var víst settur til höfuðs Chevrolet Corvair Monza. Þegar GM sá svo hvað Mustanginn varð vinsæll var hafist handa við að hanna Camaroinn. Hinsvegar gekk GM erfiðlega að finna nafn á barnið. Nova, Panther, Chaparral, og Wildcat komu sterkast til greina en einhverra hluta vegna náði ekkert þeirra afgerandi vinsældum innan GM. Því næst Chevrolet með þá hugmynd að...