Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

KITT
KITT Notandi frá fornöld Karlmaður
1.656 stig

Re: Nýjung: vantar nafn á tjúnkubbinn

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Mér fannst “Undir húddinu” vera svona skemmtilega lame en “Brögð og brellur” er einnig nokkuð gott. Svo hefur þeirri hugmynd skotið upp kollinu að búa til karakter í kringum þetta og hafa nöfnin Þórður Tjúndælingur og Dr. Breytill komið þar við sögu ;)

Re: Hvað var löggan að gera?

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jú málið snýst um það að sportbílaunnendur eru velkomnir í Kringluna á meðan gleðipinninn er ekki kitlaður í óhófi. Þar að auki eru svona athæfi ekki vinsælt meðal okkar klúbbsmeðlima sem erum búnir að stilla upp bílunum okkar í röð. Yrði sko dýrt spaug að strauja kannski hálfa röðina, sjáðu til, ef eitthvað færi svo úrskeiðis.

Re: Videoin

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Fín hugmynd, þarf bara aðeins að athuga fyrst hvernig þetta gengur fyrir sig.

Re: Vinsamlegast ekki Lesa fyrr en eftir miðnæti.

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Til hamingju með það!

Re: Unglingur í ofsaakstri....

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það væri náttulega bara snilld.

Re: Unglingur í ofsaakstri....

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Áhugaverð hugmynd en því miður er ég hræddur um að menn komi seint með að tíma að leggja svo mikið sem 1 fermetra af flugvellinum undir aksturssvæði því að þetta er svo verðmætt byggingarland.

Re: hehe sjáið daginn á póstinum :)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Útskýring af forsíðu fyrir þá sem vöknuðu aðeins seinna en sumir aðrir ;) http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=403743&fSetRecursive=1&iBoardID=52 2000vandinn var aðeins seinni á ferðinni en gert var ráð fyrir……

Re: Veggfóður

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ja, samkvæmt framtíðarplönum hjá Ford gæti það orðið Markko Märtin eða Mark Higgins.

Re: Allt ruglið sem rennur hér í gegn

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ekkert að þessari grein og margt til í því sem kemur þarna fram. Auðvitað taka menn því misvel þegar menn eru að skjóta á eða “fullyrða framm og til baka” um einhverjar bílategundir hvort sem það er gert í góðu eða vondu og þá sérstaklega ef umrædd bílategund er í uppáhaldi hjá manni. Td gætu ákveðnir bíleigendur tekið eftirfarandi bút úr greininni sem neikvætt: “útúr tjúnaður 4wd sportari sem er nánast hægt að tjúna með pc tölvuni þinni” Því að ég geri ráð fyrir að flestir átti sig á því...

Re: Veggfóður

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Respect M8!!!!!! Ég tek frá sæti fyrir þig í fremstu röð í Subaruaðdáendaklúbbnum ;)

Re: Skoda Superb.....

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég skrifað lítinn greinarstúf um þennan bíl í ágúst sl. rétt áður en hann var kynntur á Bílasýningunni í Frankfurt. http://www.hugi.is/bilar/greinar.php?grein_id=26103 Upplýsingarnar í henni voru að mestu leyti fengnar úr fréttatilkynningu frá Skoda en aðrar upplýsingar voru að skornum skammti enda þá ekki búið að taka ákvörðun hvenær hann færi í framleiðslu. Á þessum tíma voru Skodamenn að fara af stað með heimasíðu um þennan bíl og minnir mig að slóðin hafi verið www.skoda-superb.com eða...

Re: Veggfóður

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Nú þá er þetta ekkert vandmál. Þú er hrifinn af frönsku og því verður þú að taka Burns uppá þína arma þegar McRae kemur heim árið 2003 eða í síðasta lagi 2004 One can always hope ;)

Re: Mercedes Benz SL 500

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þið getið skoðað mynd af rauða leðrinu hér: http://www.supercarsite.net/images/cars/mercede s/sl_500_08.jpg Og gírhnúðurinn auðvitað í stíl, mjög smekklegt Stóri skjárinn fyrir ofan gírhnúðinn er svo væntalega COMAND einingin.

Re: Veggfóður

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Tja, þá er náttulega að sama skapi spurning hvort Burns eigi að telja ellismelli eins og McRae með ;) Annars er maður nú alveg að hætta að styja Burns og því er ég hræddur um að Burns vs. McRae topicið okkar muni deyja út. Ekki nema að ég hætti að halda með Subaru og snúi mér að Peugeot en það eru nú álíka miklar líkur á því að það gerist og að McRae bjóðist til að gera co-driver hjá Burns. Við getum náttulega innleitt nýtt topic eins og td Makinen vs. McRae en það er kannski hálf...

Re: Mercedes Benz SL 500

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Tek undir þetta með dökkbláa litinn. Einhvern veginn finnst mér að þessi bíll eigi bara að vera silfurgrár enda notar Benz einungis silfurgráa bíla í kynningarefni sitt í sambandi við þennan bíl. Annars hugsa ég að það væri létt verk að selja mér einn svona svartan.

Re: Veggfóður

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hehehe……..þetta var bara oft freistandi til þess að sleppa þessu ;) Þið Fordbræður þurfið nú að fara að benda honum Colin McRae, félaga ykkar, að fara að uppfæra Flash Introið á heimasíðunni sinni. Britain´s first and only World Rally Champion…… Ekki lengur kallinn ;)

Re: Mercedes Benz SL 500

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
300 SL Gullwing Coupe og 300 SL roadster eru sitt hvor bíllinn. Hefði náttulega verið ákveðið hönnunarafrek að setja vængjahurðir á blæjubíl ;) Roadsterinn þótti mun fallegri með blæjuna niðri eins og á við um flesta blæjubíla og einnig þótt ekkert sérstaklega skemmilegt að keyra hann með blæjuna uppi. Á sínum tíma var Roadsterinn um 17% dýrari en Coupe bíllinn en í dag hefur þetta snúist við þar sem að Coupe bíllinn er mun eftirsóttari af bílasöfunurum og er nú að meðaltali um 18% dýrari...

Re: Sonata eða Toyota, ráð

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Held hún hafi byrjað í morgun

Re: BMW 7 serian (E32)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Mjög fín grein Væri áhugavert ef einhver eða einhverjir af hinum fjölmörgu BMW áhugamönnunum hér tækju sig til og skrifuðu svipaðan pistill td um 3 og 5 seríurnar, svo eitthvað sé nefnt.

Re: Innflytjendur?

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ræsir er með umboð fyrir DaimlerChrysler á Íslandi og þar með Chrysler, Dodge, Jeep og Plymouth.

Re: Skoðun bíla áhugamanna

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Og bara svona til að byrja með þá þarf að ganga í Evrópusambandið til að fá að taka upp Evruna og til þess að aðildarríki Evrópusambandsins fái að taka upp Evruna þurfa vextir og viðskiptahalli í viðkomandi landi að vera undir ákveðnum mörkum. Og Ísland er einhvers staðar vel yfir þeim mörkum í dag.

Re: Eitthvað að...

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Var ekki gerð Carlos Sainz edition af Celica GT-Four / ST185. Ártalið 1992 kemur þar upp í hugann en man ekkert um specs eða liti en þetta var í tengslum við WRC titilinn sem hann landaði árið 1990.

Re: Auglúst eftir tjúnsnillingum...

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það væri mjög gott mál, sérstaklega ef í framhaldinu myndu fylgja nokkrar massagreinar um tjún. Það væri td hægt að byrja á svona basic dæmum sem mætti krydda með fræðilegum athugasemdum og kannski einhverjum myndskreytingum. Svo ef vel tækist til væri í framhaldi hægt að byggja ofan á því og halda áfram í meira sérhæfðari pælingar. Áhugsamir skulu endilega senda Mal3 línu

Re: Wallpaper

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Afhverju viltu ekki Shelby? Annars er ekkert mál að finna myndir en það sem mig vantar eru wallpaperinn í 800x600 eða 1024x768 stærðum.

Re: Wallpaper

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Beautiful! Það fer eitthvað af þessu inn við fyrsta tækifæri
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok