K&N enn einu sinni. Ég er með svona síur á tveimur af mínum bílum, sem báðir eru með létt tjúnaðar V8 vélar. Síurnar gera engin kraftaverk en eiga að skila mér einhverjum örfáum hrossum, en bílablöð hafa oft gefið það upp sem 5-15 hp á stærri vélum. Ef þú ert með venjulegann fjölskyldubíl með litla vél þá mátt þú teljast heppinn ef þú nærð 5 hp. Líklegast finnur þú ekki muninn. Ef sían sem er í bílnum er flöskuháls, og þú ert kominn með heitari ás, flækjur, opið púst og svoleiðis þá er...