Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: stærð á vélum

í Jeppar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Auðvitað hefur allur pakkinn áhrif. Eins og Isan segir þá eru slaglangar vélar jafnan meiri torkarar, og góðar í jeppa, meðan slagstuttar eru fljótar uppá snúning, og henta oft betur í létta sportara. Ef við erum með tvær vélar, önnur stór og hin lítil að rúmtaki, þá dugir ekki að auka þjöppu og þvíumlíkt til að vega uppá móti því afli sem uppá vantar. Minni vélin þarf þá yfirleitt að skila hestöflunum ofar á snúningsvæginu, og því markmiði er m.a. hægt að ná með því að skipta um knastás....

Re: VW GOLF VERKEFNIÐ MITT

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Gott að menn fylgi sinni sannfæringu, og ef þú villt gera þetta og hefur efni á því þá er það fínt :) Uppgerð bíla og skynsemi fer ekki saman, og því er best að vera ekki að láta skynsemina þvælast neitt fyrir sér ;) Ég sjálfur er að fara að setja helling af peningum í minn Transam, meiri peninga en ég fengi ef ég ætlaði að selja hann. Grunnforsenda mín í því er að ég ætla ekki að selja hann (er búinn að eiga hann í allmörg ár) og get því afskrifað kostnaðinn á löngu tímabili. Ég ætla að...

Re: stærð á vélum

í Jeppar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Í mínum huga tengist það rúmtaki meira en hestaflafjölda. Í jeppa þá villt þú frekar að vélin togi vel en að hún skili fleiri hundruð hrossum á 7000 rpm. Vél með meira rúmtak þarf ekki mikinn snúning til að mynda afl. Ef drifbúnaðurinn þolir það þá myndi ég segja að það væri plús að vera með mikið afl. Ef mikið afl er hinsvegar að valda því að þú ert alltaf að brjóta eitthvað þá væri kannski betra að hafa aðeins minna af því. JHG

Re: Fyrsti snjór vetrarins!!!

í Jeppar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ertu þá ekki í röngu landi? Ég verð oft þreyttur á slabbinu og umhleypingum en alvöru snjór er mér að skapi. JHG

Re: Fyrsti snjór vetrarins!!!

í Jeppar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Norðlendingar virðast ekki skilja okkur sunnlendinga. Við viljum ekki hafa snjó fyrir utan heimili okkar en viljum geta farið í hann þegar okkur hentar :) Það er best þegar nóg er af honum á Mosfellsheiði en lítið á Laugarveginum. JHG

Re: Fyrsti snjór vetrarins!!!

í Jeppar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hún mundi þrælvirka í honum :), þarf bara stórt skóhorn til að troða henni ofaní ;) JHG

Re: Fyrsti snjór vetrarins!!!

í Jeppar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Alltaf gaman að komast í snjó :) Það er bara eitt sem ég skil ekki, það er Patrol með í för en svo er sérstaklega minnst á að Dodge með 318 cid sé grútmáttlaus. Þó 318 cid sé ekki mikið í stóran bíl (fer reyndar eftir hvað er í henni) þá er ég viss um að það var annar máttlausari í ferðinni ;) JHG

Re: Draumabíllinn: Cadillac coupe deVille 1980

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Yfirleitt láta menn ekki nægja að nota 16,38. Betra er að nota 16,387 (er 16,387064 ef menn vilja vera mjög nákvæmir). 350cid í einum af mínum bílum er t.d. gefin upp sem 5735cc (sem stemmir við útreikning frá 16,387), ef hún væri reiknuð með 16,38 þá fengist aðeins 5733cc. 500 cid Cadillac var hönnuð til að gefa hestöflin mjög neðarlega á snúningsvæginu og er með mjög flata togkúrfu, og hún þeytir bílum áfram. Henni er yfirleitt ekki snúið meira en 4800 rpm. Svo má ekki gleyma að þessi vél...

Re: Draumabíllinn: Cadillac coupe deVille 1980

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Algjör draumabíll :)

Re: Flottasti bíll í heimi?

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
ZZZZZzzzzzzzzz (ég missti áhugann þegar þú sagðir Toyota)

Re: Jesus bumper sticker

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
90% af Ford trukkum eru enn í dag á götunni, restin komst heim ;)

Re: Rannsókn á Hafsteini Björnssyni, Miðli

í Dulspeki fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég lét einu sinni tilleiðast að fara til miðils (einkafund). Miðillinn er Indverji sem er búsettur í evrópu. Ég var mjög skeptískur þegar ég fór til hans, og hafði ekkert of mikla trú á þessu. Þetta var einkafundur og allt var mjög afslappað. Það komu víst þarna hinir og þessir ættingjar, en enginn sem ég hafði þekkt (aðeins heyrt af). Ég var c.a. 18 þegar ég fór á fundinn og enginn sem ég hafði þekkt hafði fallið frá. Miðillinn sagði mér margt, sumt sem ég kannaðist strax við en annað...

Re: Draumabíllinn: Cadillac coupe deVille 1980

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er almennileg kerra. Ég hef sjálfur alltaf verið mjög hrifinn af Cadillac en ég er meira fyrir stóra fleka en smá púddur. Rosalega hlýtur hann að toga með 500 kúbiktommur (eða eru það kannski 501?) í húddinu. Ég var einu sinni að pæla að setja 500 cadillac í Blazerinn en hún er lítið þyngri en small block chevy og togar svakalega. Mér bauðst að fá vél en einhvernveginn datt þetta uppfyrir. Til lukku með bílinn, nú getur maður ekki beðið eftir að sjá bílinn á götunni :) JHG

Re: Blessuð nagladekkin

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sem betur fer eru pizzasendlar ekki dæmi um hinn venjulega bílstjóra ;)

Re: Slyddujeppar

í Jeppar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég var kominn í björgunarsveit mjög ungur og brunaði Mosfellsheiðina fram og til baka á björgunarsleða 15 ára gamall og aðstoðaði vegfarendur (á sleðum og jeppum). Þó að sleðarnir séu mjög skemmtilegir þá eru jepparnir það líka. Þú bentir á einn augljósan kost, þ.e. að koma sleðanum í snjóinn. Einnig er erfitt að fara sumarferðir yfir hálendið á vélsleðum ;) Ef ég þyrfti að stoppa vegna veðurs þá myndi ég frekar kjósa að liggja í mínum fjallabíl í mínum svefnpoka með kerti til að auka hitann...

Re: Kjarnorkusprengja á Reykjavík

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þú þarft engar áhyggjur að hafa af þessu. Ef þetta gerist þá verða ekki 30-40% eftir, það mun allt líf eyðast á nokkrum árum (ef ekki nokkrum dögum). Ef Reykjavík yrði fyrir sprengju þá væri það væntanlega tengt allsherjar kjarnorkustríði (og eins og við vitum þá áttu USA og USSR nægt magn kjarnorkuvopna til að eyða heiminum margfallt) sem eyrði engu. Af því loknu kæmi síðan kjarnorkuvetur sem eyddi öllu því sem yrði eftir (ef eitthvað væri þá eftir). Því væri líkegast best að vera þar sem...

Re: Jesus bumper sticker

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nei, Friends dont let friends drive FORD!

Re: Jesus bumper sticker

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þessi Lödu miði er eftirherma á þeim fræga: I would rather push a Chevy than drive a Ford". JHG

Re: Jesus bumper sticker

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Og ekki má gleyma miða aftan á Jaguar: “Hlutir sem falla af þessum bíl eru ensk gæðavara” ;) JHG

Re: Jesus bumper sticker

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það stóð víst á einhverjum Porsche, my other car is also a Porsche ;) JHG

Re: Blessuð nagladekkin

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sumir bílar eru svo illa hljóðeinangraðir að naglardekk geta gert ökumann brjálaðann. Ég þurfti eitt sinn að nota Toyota Touring sem var með nagladekk og hef aldrei fyrr né síðar kynnst slíku veghljóði. Ég þoli ekki illa hljóðeingraða bíla! JHG

Re: Könnunin

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég hef miklu oftar lent í því að ungir ökumenn svíni á mér, og hef oftar séð hálvitalega hegðun hjá þeim í umferðinni. Þeir gömlu taka þessu yfirleitt rólega. JHG

Re: Könnunin

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ætli við höfum ekki flest gert eitthvað í umferðinni sem ekki er til fyrirmyndar. Ég var nú ekki barnanna bestur þegar ég var 17-18 ára. JHG

Re: Könnunin

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er svo mismunandi að það er ómögulegt, og ósanngjarnt, að miða við aldur. Það er líka hellingur af ungu fólki sem er stórhættulegt og ætti ekki að koma nálægt ökutækjum. Ég vil að allir ökumenn séu í símenntun og verði að fara á námskeið og ökumat á nokkurra ára fresti, oftast hjá ungum og gömlu ökumönnum. Ég þekki mann á tíræðisaldri sem keyrir mjög vel. Hann fer kannski ekki hratt yfir en samt á eðlilegum hraða. Hann er miklu hættuminni en 17 ára táningur á egóflippi sem heldur að...

Re: Blessuð nagladekkin

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég er sammála flestum að nagladekk þjóna litlum sem engum tilgangi eins og tíðin hefur verið undanfarna vetur. Við skulum vona að það fari að rætast úr þessu með alvöru vetri :) JHG, að bíða eftir snjó….
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok