Það eru alltaf einhverjir sem eru að byrja, hafa áhugann en hafa ekki aldur til að byrja að stunda sportið. Við byrjuðum nú allir þannig. Við vildum ekki að það væri talað niður til okkar, og vorum ánægðir ef einhverjir gáfu sér tíma til að skýra ýmislegt fyrir okkur. En ég er víst hættur að vera lítill snáði (því miður, það voru góð ár…). Ég eignaðist minn fyrsta jeppa 1989 og hef alltaf átt jeppa síðan. Pabbi á ekki jeppa en mamma á reyndar óbreyttann Grand Cherokee sem ég tala stundum um...