Það er langt síðan að þeir hættu með V6 í Cherokee. Ætli það hafi ekki verið í kringum 1987. 4,0 lítra línuvélin er ódrepandi jálkur sem skilar ágætis afli. Það er rétt að þær geta drukkið í bæjarsnatti en í langkeyrslu eyða þær mjög litlu (11 l/h). Ég keyri nú um á 1993 módeli af Grand Cherokee, 4,0 lítra (ssk). Fyrir nokkrum árum var ég mikið að skottast um á 1992 módeli af Subaru Legacy 2,0 ssk. Eyðslan á þessum bílum er mjög áþekk, eða um 15-16 l/h (kom mér mikið á óvart hvað Subaruinn...